Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Geysir gjaldþrota: „Allt tímabilið hefur einkennst af misvísandi upplýsingum“

Öllu starfs­fólki fata­versl­ana Geys­is hef­ur ver­ið sagt upp. Starfs­fólki var til­kynnt á starfs­manna­fundi um að fé­lag­ið væri nú orð­ið þrota­bú. „Allt tíma­bil­ið hef­ur ein­kennst af mis­vís­andi upp­lýs­ing­um um þró­un veirunn­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn í bréfi til starfs­manna.

Geysir gjaldþrota: „Allt tímabilið hefur einkennst af misvísandi upplýsingum“
Stofnandi og framkvæmdastjóri Geysis Jóhann Guðlaugsson hefur rekið verslunina frá 2007. Mynd: Laimonas Dom

„Kæra starfsfólk, ég þarf því miður að tilkynna uppsögn allra starfsmanna Arctic Shopping ehf,“ sagði í bréfi frá framkvæmdastjóra Geysis-verslananna á sunnudagskvöldinu. Starfsmenn voru boðaðir á starfsmannafund daginn eftir. Þeim var sagt að leitaði yrði að fjárfestum og reynt að leysa úr málunum. En ekkert varð úr. Á starfsmannafundinum, sem haldinn var í Geysisversluninni á Skólavörðustíg í gærkvöldi, voru starfsmenn hvattir til þess að skrá sig þegar í stað á atvinnuleysisbætur. 

Í bréfi til starfsfólks kenndi Jóhann Guðlaugsson, stofnandi og framkvæmdastjóri, covid-faraldrinum og upplýsingagjöf stjórnvalda um hvernig fór fyrir Geysi en Jóhann ræddi meðal annars um áhrif Covid á reksturinn við Stundina í fyrra.  „Arctic Shopping hefur glímt við mikla rekstrarörðugleika frá því að Covid skall á. Allt tímabilið hefur einkennst af misvísandi upplýsingum um þróun veirunnar, sóttvörnum, mögulegum styrkjum eða einhvers konar brúarlánum. Fullkomin óvissa hefur verið allan þennan tíma. Óvissan minnkar hins vegar hratt með lækkandi sjóðstöðu og  nú er staðan orðin skýrari,“ segir hann í bréfinu til starfsfólks. 

Verslanir Geysis eru nú lokaðar. Þær voru ein af táknmyndum velgengni Íslendinga í ferðaþjónustu. Geysir hóf starfsemi árið 2007 við frægustu náttúruperlu landsins, Geysi í Haukadal, og hafði áður en yfir lauk tekið upp hönnun hágæða tískufatnaðar.

Þrátt fyrir að hafa kynnt 92 milljóna króna hagnað árið 2018, með 1,6 milljarða króna veltu, og yfir 100 milljóna króna hagnað árið áður, er Geysir - Arctic Shopping - með alla sjóði uppurna. Nú er félagið þrotabú.

Erfiðleikar félagsins hófust hins vegar ekki árið 2020. Þegar nánar er að gáð tapaði móðurfélag Geysisverslananna, EJ eignarhaldsfélag ehf, sem er í 100% eigu Jóhanns Guðlaugssonar, 247 milljónum króna árið 2019. Þar af var stærsti hlutinn, 225 milljónir króna, afskriftir á viðskiptavild, óefnislegri eign sem fylgdi félaginu sem rak verslun Geysis í Haukadal. Samtengt óefnislegri eign fékk móðurfélagið lán frá Landsbankanum upp á hálfan milljarð, sem greiða þarf af um 114 milljónir króna á ári. Þær afborganir virðast hafa verið leystar með skuldum við tengda aðila, sem komnar voru í 467 milljónir króna árið 2019.

Í síðasta ársreikningi móðurfélagsins er varað við því sem koma skyldi. „Félagið hefur ekki orðið varhluta af verulegri fækkun ferðamanna til Íslands. Félagið á tvö rekstrarfélög sem sérhæfa sig í sölu til erlendra ferðamanna og hafa tekjur félagsins hrunið á árinu 2020. Félagið hefur fækkað starfsmönnum í kjölfar Covid og fengið frystingu á lánum. Viðræður standa yfir við viðskiptabankann um endurskipulagningu á lánum félagsins.“

Í bréfi sínu til starfsmanna á sunnudag sagðist Jóhann framkvæmdastjóri leita að frekari fjármögnun næstu daga.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa ekki allir starfsmenn fengið greidd full laun fyrir síðasta mánuð. „Við þurftum að fresta útborgun launa síðastliðinn föstudag en með tekjum helgarinnar munum við að öllum líkindum getað greitt laun á morgun,“ sagði Jóhann á sunnudag í bréfinu, þar sem hann boðaði að lokað yrði í öllum verslunum og að lager yrði einnig lokaður. 

„Vinsamlegast staðfestið móttöku á uppsögn“
Jóhann Guðlaugsson
í tölvupósti til starfsmanna

Ekki náðist í Jóhann Guðlaugsson framkvæmdastjóra vegna málsins í morgun. Í verslunum Geysis á Skólavörðustíg er nú komið að lokuðum dyrum og óljóst hvernig fer fyrir inneignum viðskiptavina og greiðslum til starfsfólks fyrir uppsagnarfrest.

„Vinsamlegast staðfestið móttöku á uppsögn með því að svara þessum tölvupósti,“ sagði Jóhann í lokaorðum bréf síns til starfsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár