Hlekkurinn á gærdagsþrautina, hér er hann.
***
Fyrri aukaspurning:
Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar.
1. Hvað hét fyrsti forseti lýðveldisins Íslands?
2. Þessi fyrsti forseti Íslands var maður virtur vel. Það þótti þó nokkuð vandræðalegt innan fjölskyldunnar að elsti sonur hans var um tíma meðlimur í samtökum, sem hafa ekki beint gott orð á sér. Hvaða samtök voru það?
3. Hvar er Grimaldi-fjölskyldan í sérstökum hávegum höfð?
4. Hvaða teiknimyndasögu sköpuðu þeir René Goscinny og Alberto Uderzo?
5. Hvað áttu enski rithöfundurinn George Eliot (1819-1880) og franski rithöfundurinn George Sand (1804-1876) sameiginlegt, fyrir utan nafnið George?
6. Hvar eru samliggjandi svæði sem kallast Rauðatorgið og Rósagarðurinn?
7. Hvað hét franski kóngurinn sem afhausaður var 21. janúar 1793? Hér verður svarið að vera nákvæmt, altso með réttu konungsnúmeri.
8. En hvað hét drottning hans, sem afhausuð var hálfu ári síðar?
9. Ceylon var eyja ein eitt sinn kölluð. Hvað heitir hún núna?
10. Shania Twain heitir kanadísk country-söngkona, hálfsextug núna. Árið 1997 gaf hún út plötuna Come On Over, sem á nokkur met en þar af eru tvö merkilegust. Nefnið að minnsta kosti annað þeirra.
***
Síðari aukaspurning:
Konan á myndinni hér að neðan hét Agnes Gonxha Bojaxhiu. Hún var reyndar miklu, miklu kunnari undir öðru nafni. Hvað var það?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Sveinn Björnsson.
2. SS-sveitunum.
3. Monaco.
4. Asterix eða Ástríkur.
5. Þær voru konur.
6. Milli Íslands og Færeyja. „Úti í sjónum“ er ekki nógu nákvæmt.
7. Loðvík sextándi.
8. María Antonetta.
9. Sri Lanka.
10.
Platan er mest selda hljómplata konu í sögunni og ennfremur mest selda country-plata allra tíma. Ef einhverjum dettur í hug að nefna að Come On Over sé mest selda plata kanadísks listamanns mun ég einnig gefa rétt fyrir það.
***
Svör við aukaspurningum:
Á eftir myndinni er Anne Frank.
Konan á neðri myndinni varð hins vegar kunn undir nafninu Móðir Teresa.
***
Athugasemdir