284. spurningaþraut: Rauðatorgið, Rósagarðurinn, Grimaldi, George Eliot

284. spurningaþraut: Rauðatorgið, Rósagarðurinn, Grimaldi, George Eliot

Hlekkurinn á gærdagsþrautina, hér er hann.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar.

1.   Hvað hét fyrsti forseti lýðveldisins Íslands?

2.   Þessi fyrsti forseti Íslands var maður virtur vel. Það þótti þó nokkuð vandræðalegt innan fjölskyldunnar að elsti sonur hans var um tíma meðlimur í samtökum, sem hafa ekki beint gott orð á sér. Hvaða samtök voru það?

3.   Hvar er Grimaldi-fjölskyldan í sérstökum hávegum höfð?

4.   Hvaða teiknimyndasögu sköpuðu þeir René Goscinny og Alberto Uderzo?

5.   Hvað áttu enski rithöfundurinn George Eliot (1819-1880) og franski rithöfundurinn George Sand (1804-1876) sameiginlegt, fyrir utan nafnið George?

6.  Hvar eru samliggjandi svæði sem kallast Rauðatorgið og Rósagarðurinn?

7.   Hvað hét franski kóngurinn sem afhausaður var 21. janúar 1793? Hér verður svarið að vera nákvæmt, altso með réttu konungsnúmeri.

8.   En hvað hét drottning hans, sem afhausuð var hálfu ári síðar?

9.   Ceylon var eyja ein eitt sinn kölluð. Hvað heitir hún núna?

10.   Shania Twain heitir kanadísk country-söngkona, hálfsextug núna. Árið 1997 gaf hún út plötuna Come On Over, sem á nokkur met en þar af eru tvö merkilegust. Nefnið að minnsta kosti annað þeirra.

***

Síðari aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Agnes Gonxha Bojaxhiu. Hún var reyndar miklu, miklu kunnari undir öðru nafni. Hvað var það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sveinn Björnsson.

2.   SS-sveitunum.

3.   Monaco. 

4.   Asterix eða Ástríkur.

5.   Þær voru konur.

6.   Milli Íslands og Færeyja. „Úti í sjónum“ er ekki nógu nákvæmt.

7.   Loðvík sextándi.

8.   María Antonetta.

9.   Sri Lanka.

10.   

Love Gets Me Every Time— eitt af tólf (!) af hinum sextán lögum plötunnar Come On Over sem gefið var út á smáskífu.

Platan er mest selda hljómplata konu í sögunni og ennfremur mest selda country-plata allra tíma. Ef einhverjum dettur í hug að nefna að Come On Over sé mest selda plata kanadísks listamanns mun ég einnig gefa rétt fyrir það.

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni er Anne Frank.

Konan á neðri myndinni varð hins vegar kunn undir nafninu Móðir Teresa.

***

Hlekkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár