Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

284. spurningaþraut: Rauðatorgið, Rósagarðurinn, Grimaldi, George Eliot

284. spurningaþraut: Rauðatorgið, Rósagarðurinn, Grimaldi, George Eliot

Hlekkurinn á gærdagsþrautina, hér er hann.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar.

1.   Hvað hét fyrsti forseti lýðveldisins Íslands?

2.   Þessi fyrsti forseti Íslands var maður virtur vel. Það þótti þó nokkuð vandræðalegt innan fjölskyldunnar að elsti sonur hans var um tíma meðlimur í samtökum, sem hafa ekki beint gott orð á sér. Hvaða samtök voru það?

3.   Hvar er Grimaldi-fjölskyldan í sérstökum hávegum höfð?

4.   Hvaða teiknimyndasögu sköpuðu þeir René Goscinny og Alberto Uderzo?

5.   Hvað áttu enski rithöfundurinn George Eliot (1819-1880) og franski rithöfundurinn George Sand (1804-1876) sameiginlegt, fyrir utan nafnið George?

6.  Hvar eru samliggjandi svæði sem kallast Rauðatorgið og Rósagarðurinn?

7.   Hvað hét franski kóngurinn sem afhausaður var 21. janúar 1793? Hér verður svarið að vera nákvæmt, altso með réttu konungsnúmeri.

8.   En hvað hét drottning hans, sem afhausuð var hálfu ári síðar?

9.   Ceylon var eyja ein eitt sinn kölluð. Hvað heitir hún núna?

10.   Shania Twain heitir kanadísk country-söngkona, hálfsextug núna. Árið 1997 gaf hún út plötuna Come On Over, sem á nokkur met en þar af eru tvö merkilegust. Nefnið að minnsta kosti annað þeirra.

***

Síðari aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Agnes Gonxha Bojaxhiu. Hún var reyndar miklu, miklu kunnari undir öðru nafni. Hvað var það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sveinn Björnsson.

2.   SS-sveitunum.

3.   Monaco. 

4.   Asterix eða Ástríkur.

5.   Þær voru konur.

6.   Milli Íslands og Færeyja. „Úti í sjónum“ er ekki nógu nákvæmt.

7.   Loðvík sextándi.

8.   María Antonetta.

9.   Sri Lanka.

10.   

Love Gets Me Every Time— eitt af tólf (!) af hinum sextán lögum plötunnar Come On Over sem gefið var út á smáskífu.

Platan er mest selda hljómplata konu í sögunni og ennfremur mest selda country-plata allra tíma. Ef einhverjum dettur í hug að nefna að Come On Over sé mest selda plata kanadísks listamanns mun ég einnig gefa rétt fyrir það.

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni er Anne Frank.

Konan á neðri myndinni varð hins vegar kunn undir nafninu Móðir Teresa.

***

Hlekkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár