Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

284. spurningaþraut: Rauðatorgið, Rósagarðurinn, Grimaldi, George Eliot

284. spurningaþraut: Rauðatorgið, Rósagarðurinn, Grimaldi, George Eliot

Hlekkurinn á gærdagsþrautina, hér er hann.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar.

1.   Hvað hét fyrsti forseti lýðveldisins Íslands?

2.   Þessi fyrsti forseti Íslands var maður virtur vel. Það þótti þó nokkuð vandræðalegt innan fjölskyldunnar að elsti sonur hans var um tíma meðlimur í samtökum, sem hafa ekki beint gott orð á sér. Hvaða samtök voru það?

3.   Hvar er Grimaldi-fjölskyldan í sérstökum hávegum höfð?

4.   Hvaða teiknimyndasögu sköpuðu þeir René Goscinny og Alberto Uderzo?

5.   Hvað áttu enski rithöfundurinn George Eliot (1819-1880) og franski rithöfundurinn George Sand (1804-1876) sameiginlegt, fyrir utan nafnið George?

6.  Hvar eru samliggjandi svæði sem kallast Rauðatorgið og Rósagarðurinn?

7.   Hvað hét franski kóngurinn sem afhausaður var 21. janúar 1793? Hér verður svarið að vera nákvæmt, altso með réttu konungsnúmeri.

8.   En hvað hét drottning hans, sem afhausuð var hálfu ári síðar?

9.   Ceylon var eyja ein eitt sinn kölluð. Hvað heitir hún núna?

10.   Shania Twain heitir kanadísk country-söngkona, hálfsextug núna. Árið 1997 gaf hún út plötuna Come On Over, sem á nokkur met en þar af eru tvö merkilegust. Nefnið að minnsta kosti annað þeirra.

***

Síðari aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Agnes Gonxha Bojaxhiu. Hún var reyndar miklu, miklu kunnari undir öðru nafni. Hvað var það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sveinn Björnsson.

2.   SS-sveitunum.

3.   Monaco. 

4.   Asterix eða Ástríkur.

5.   Þær voru konur.

6.   Milli Íslands og Færeyja. „Úti í sjónum“ er ekki nógu nákvæmt.

7.   Loðvík sextándi.

8.   María Antonetta.

9.   Sri Lanka.

10.   

Love Gets Me Every Time— eitt af tólf (!) af hinum sextán lögum plötunnar Come On Over sem gefið var út á smáskífu.

Platan er mest selda hljómplata konu í sögunni og ennfremur mest selda country-plata allra tíma. Ef einhverjum dettur í hug að nefna að Come On Over sé mest selda plata kanadísks listamanns mun ég einnig gefa rétt fyrir það.

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni er Anne Frank.

Konan á neðri myndinni varð hins vegar kunn undir nafninu Móðir Teresa.

***

Hlekkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár