***
Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan er tilbúningur listamanns, en hvar er hugmyndin að atburðir séu að gerast?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir menningarhúsið á Akureyri?
2. Með hvaða fótboltafélagi spilar brasilíski framherjinn Neymar?
3. Í norrænni goðafræði er fjöturinn Gleipnir búinn til svo hægt sé að binda Fenrisúlf. Fjöturinn er gerður úr skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins, af fugls hráka ... og einu enn. Hvað er það?
4. Hver skrifaði um ungfrú Marple?
5. Elín Sif Halldórsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir léku eftirminnilega aðalhlutverkin í nýlegri íslenskri kvikmynd. Hvað nefnist myndin?
6. Hvað heitir táin á Langanesi?
7. Sölvi Blöndal er tónlistarmaður sem gerði garðinn frægan um aldamótin síðustu þegar hann var einn helsti forsprakki vinsællar hljómsveitar, er naut umtalsverðra vinsælda bæði hér og erlendis, svo sem í Japan. Hvað hét hljómsveitin?
8. Hvað heitir höfuðborg Indlands?
9. „Ég elska lyktina af napalmi á morgnanna“ - „I love the smell of napalm in the morning.“ Þessi setning kemur fram í ákveðinni bíómynd og hljómar óneitanlega hryssingslega þar sem napalm er náttúrlega stórhættulegt íkveikjuefni. Um hvaða bíómynd er að ræða?
10. Tímaþjófurinn var skáldsaga sem kom út á Íslandi 1986 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Hver er höfundur bókarinn?
***
Síðari aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Hof.
2. Paris Saint Germain.
3. „Dyn kattarins.“ Ég hef ákveðið að gefa líka rétt fyrir „fótatak kattarins“.
4. Agatha Christie.
5. Lof mér að falla.
6. Fontur, Fonturinn.
7. Quarashi.
8. Delhi eða Nýja Delhí — hvorttveggja telst rétt.
9. Apocalypse Now.
10. Steinunn Sigurðardóttir.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin sýnir Trójumenn eftir að þeir hafa dröslað „Trójuhestinum“ inn í borg sína. Rétt svar er sem sé — Trója.
Á neðri myndinni er Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
***
Athugasemdir