Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

279. spurningaþraut: „Brátt verður þú aska, eða bein. Bara nafnið eitt — og jafnvel það er bara hljóð, bara bergmál.“

279. spurningaþraut: „Brátt verður þú aska, eða bein. Bara nafnið eitt — og jafnvel það er bara hljóð, bara bergmál.“

Já, þetta er einmitt hlekkur á hana, þrautina síðan í gær.

***

Hér er fyrri aukaspurning:

Konan og börnin hér á myndinni eru ansi mædd. Hvað eiga þau við að stríða? Nefna þarf hvað og hvar.

***

Aðalspurningar:

1.   Gunnar Eyjólfsson lést fyrir tæpum fimm árum, níræður að aldri. Hann var einn sá fremsti í sinni röð á landinu sem ...?

2.   Í hvaða borg er Brandenborgarhliðið?

3.   „Brátt verður þú aska, eða bein. Bara nafnið eitt — og jafnvel það er bara hljóð, bara bergmál. Það sem við sækjumst eftir í lífinu er hégómi, einskis vert, hjómið eitt.“ Þessa dæmigerðu stóuspeki má finna í verki rómverska heimspekingsins Marcusar Aureliusar, sem hann skrifaði á annarri öld eftir Krist. Hugleiðingar hans voru gefnar út undir nafninu Hugleiðingar en á frummálinu (grísku, ekki latínu) nefnist rit hans: Τὰ εἰς ἑαυτόν , sem þýðir eiginlega „Til sjálfs mín.“ En Marcus Aurelius var raunar ekki kunnastur í þá daga fyrir heimspeki, heldur allt annan starfa. Hvað var hans aðalstarf?

4.   Hvað hét myndin sem Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun fyrir í fyrra?

5.   Hvaða Íslendingur var fyrstur tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd frá 1991?

6.   Sama árið og Íslendingurinn hér að ofan fór tómhentur af Óskarsverðlaunahátíðinni féllu verðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla í skaut Anthony Hopkins. Fyrir hvaða hlutverk?

7.   Árið 2014 hófst eldgos á Íslandi og rann þar mesta hraun á Íslandi síðan 1783. Hvað kallast gosið?

8.   Sviatlana Tsikhanouskaya er 38 ára enskukennari og túlkur sem atburðir á árinu 2020 ýttu nokkuð óvænt fram í sviðsljósið. Eiginmaður hennar heltist úr lestinni við ákveðið verk, en hún gekk þá í það í staðinn. Hvaða verk var það?  

9.   Lengi vel var rapp-tónlist mest stunduð af svörtum tónlistarmönnum. Hvað kallast fyrsti hvíti rapparinn sem náði alþjóðlegum vinsældum laust fyrir aldamótin 2000?

10.   Hver var keisari Frakklands frá 1852-1870? Svarið þarf vitaskuld að vera nákvæmt.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ríki hefur þennan fána?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Leikari.

2.   Berlín.

3.   Hann var keisari.

4.   Joker.

5.   Friðrik Þór Friðriksson.

6.   Hlutverk Hannibals Lecters mannætu.

7.   Holuhraun.

8.   Forsetaframboð í Hvíta-Rússlandi eða Bélarus.

9.   Eminem.

10.   Napóleon þriðji.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á hinni frægu mynd Dorotheu Lange frá 1936 á í höggi við kreppuna í Bandaríkjunum. Nefna þarf bæði „kreppuna“ og „Bandaríkin“. 

Rauði og hvíti fáninn er fáni Austurríkis.

***

Hlekkurinn, hér er hann, á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár