279. spurningaþraut: „Brátt verður þú aska, eða bein. Bara nafnið eitt — og jafnvel það er bara hljóð, bara bergmál.“

279. spurningaþraut: „Brátt verður þú aska, eða bein. Bara nafnið eitt — og jafnvel það er bara hljóð, bara bergmál.“

Já, þetta er einmitt hlekkur á hana, þrautina síðan í gær.

***

Hér er fyrri aukaspurning:

Konan og börnin hér á myndinni eru ansi mædd. Hvað eiga þau við að stríða? Nefna þarf hvað og hvar.

***

Aðalspurningar:

1.   Gunnar Eyjólfsson lést fyrir tæpum fimm árum, níræður að aldri. Hann var einn sá fremsti í sinni röð á landinu sem ...?

2.   Í hvaða borg er Brandenborgarhliðið?

3.   „Brátt verður þú aska, eða bein. Bara nafnið eitt — og jafnvel það er bara hljóð, bara bergmál. Það sem við sækjumst eftir í lífinu er hégómi, einskis vert, hjómið eitt.“ Þessa dæmigerðu stóuspeki má finna í verki rómverska heimspekingsins Marcusar Aureliusar, sem hann skrifaði á annarri öld eftir Krist. Hugleiðingar hans voru gefnar út undir nafninu Hugleiðingar en á frummálinu (grísku, ekki latínu) nefnist rit hans: Τὰ εἰς ἑαυτόν , sem þýðir eiginlega „Til sjálfs mín.“ En Marcus Aurelius var raunar ekki kunnastur í þá daga fyrir heimspeki, heldur allt annan starfa. Hvað var hans aðalstarf?

4.   Hvað hét myndin sem Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun fyrir í fyrra?

5.   Hvaða Íslendingur var fyrstur tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd frá 1991?

6.   Sama árið og Íslendingurinn hér að ofan fór tómhentur af Óskarsverðlaunahátíðinni féllu verðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla í skaut Anthony Hopkins. Fyrir hvaða hlutverk?

7.   Árið 2014 hófst eldgos á Íslandi og rann þar mesta hraun á Íslandi síðan 1783. Hvað kallast gosið?

8.   Sviatlana Tsikhanouskaya er 38 ára enskukennari og túlkur sem atburðir á árinu 2020 ýttu nokkuð óvænt fram í sviðsljósið. Eiginmaður hennar heltist úr lestinni við ákveðið verk, en hún gekk þá í það í staðinn. Hvaða verk var það?  

9.   Lengi vel var rapp-tónlist mest stunduð af svörtum tónlistarmönnum. Hvað kallast fyrsti hvíti rapparinn sem náði alþjóðlegum vinsældum laust fyrir aldamótin 2000?

10.   Hver var keisari Frakklands frá 1852-1870? Svarið þarf vitaskuld að vera nákvæmt.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ríki hefur þennan fána?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Leikari.

2.   Berlín.

3.   Hann var keisari.

4.   Joker.

5.   Friðrik Þór Friðriksson.

6.   Hlutverk Hannibals Lecters mannætu.

7.   Holuhraun.

8.   Forsetaframboð í Hvíta-Rússlandi eða Bélarus.

9.   Eminem.

10.   Napóleon þriðji.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á hinni frægu mynd Dorotheu Lange frá 1936 á í höggi við kreppuna í Bandaríkjunum. Nefna þarf bæði „kreppuna“ og „Bandaríkin“. 

Rauði og hvíti fáninn er fáni Austurríkis.

***

Hlekkurinn, hér er hann, á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár