Meðferðarheimilið Varpholt, sem síðar var flutt að Laugalandi, hóf starfsemi í Eyjafirði sumarið 1997 undir stjórn forstöðumannsins Ingjalds Arnþórssonar. Heimilið var rekið sem fjölskylduheimili og bjuggu Ingjaldur og kona hans, Áslaug Brynjarsdóttir, á heimilinu með tveimur börnum sínum ásamt skjólstæðingum, sem fyrst voru sex en fjölgaði með tímanum í átta. Utanaðkomandi starfsmenn unnu þar einnig, mismargir eftir tímabilum. Einungis stúlkur voru vistaðar á heimilinu frá árinu 1998, með þeim rökum að með því næðist meiri ró fyrir stúlkurnar „til að byggja upp og styrkja eigin sjálfsmynd“, líkt og segir á vef Barnaverndarstofu.
Ingjaldur og Áslaug kona hans höfðu bakgrunn í meðferð vímuefnaneytenda, Ingjaldur hafði þannig starfað hjá SÁÁ og áfengisskor Landspítalans. „Ég hef starfað sem áfengisráðgjafi í 12 ár og hef alltaf haft tröllatrú á AA-módelinu sem meðferð fyrir fíkla á öllum aldri,“ sagði Ingjaldur í viðtali við Dag-Tímann í júní 1997 þegar verið var að opna meðferðarheimilið …
Athugasemdir