Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

278. spurningaþraut: Stór höf, Rúm eru hættuleg, Noregskóngur og fræg abbadís

278. spurningaþraut: Stór höf, Rúm eru hættuleg, Noregskóngur og fræg abbadís

Hlekkur á síðustu þraut!

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Á 12. öld var uppi kona í Þýskalandi og var henni margt til lista lagt. Hún var guðfræðingur, nunna og abbadís, dulspekingur og prédikari, ljóðskáld og rithöfundur, náttúrufræðingur, lyfjafræðingur, myndlistarmaður og síðast en ekki síst tónskáld. Hvað hét þessi fjölhæfa kona? 

2.   Kyrrahafið, Atlantshafið og Indlandshaf eru stærstu höf Jarðar samkvæmt flokkun, sem menn hafa komið sér saman um. En hvaða haf er í fjórða sæti samkvæmt sömu flokkun?

3.   Hver var bassaleikari The Rolling Stones fyrstu áratugina?

4.   Rúm eru hættuleg, Dans í lokuðu herbergi, Heilræði lásasmiðsins, Dauðinn í verkfæraskúrnum og Fótboltasögur (tala saman strákar) eru allt bækur — ýmist ljóð eða prósi — eftir íslenskan höfund. Hver er sá höfundur?

5.   Í hvaða landi er borgin Gdansk?

6.   Hvað hét Gdansk lengst af, eða þangað til eftir síðari heimsstyrjöld?

7.   Hver söng fyrst lagið Sveitin milli sanda?

8.   Hver var konungur í Noregi þegar Sturlungaöld geisaði á Íslandi?

9.   Dóra Wonder, Magga Stína, Ívar Bongó, Sigurður Guðmundsson, Margrét Örnólfsdóttir, Valur Gautason, Þórarinn Kristjánsson — þau voru öll um lengri eða skemmri tíma í gleðihljómsveit einni sem var áberandi á árunum 1985-1990. Hvað hét sú hljómsveit?

10.   Hvaða landsvæði samsvarar því sem til forna var kallað Litla-Asía?

*** 

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hildegard frá Bingen. Hildegard er reyndar alveg nóg. Það má líka segja Hildigerður ef einhver vill það endilega.

2.   Suður-(ís)hafið. Sjá meðfylgjandi mynd.

3.   Bill Wyman.

4.   Elísabet Jökulsdóttir.

5.   Póllandi.

6.   Danzig.

7.   Elly Vilhjálms.

8.   Hákon gamli, en Hákon dugar alveg.

9.   Risaeðlan.

10.   Tyrkland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Edgar Allan Poe, bandarískur rithöfundur.

Á neðri myndinni er Ellen DeGeneres, spjallþáttastjórnandi, einnig bandarísk.

***

Og hlekkur á síðustu þraut!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár