Snjóruðningstækin vekja mig klukkan 7. Húsið skelfur og nötrar, hávaðinn sker í eyru og flóðljósin stinga sér undir rúllugardínurnar. Siglufjörður er vaknaður. Póláttin ríkir enn, hér er tíundi dagur í norðanhríð, og morgunninn byrjar eins og allir aðrir: Maður þarf að moka sig út.
Á Sigló þurfa allir að eiga tvær skóflur. Eina til að geyma í sturtunni, til að moka sig út á morgnana. Og aðra til að geyma úti í innkeyrslu, til að moka sig inn á kvöldin.
Ég kom hingað í byrjun árs, með nýja kraftgallann minn, hundinn Lukku og skáldsögu í tölvunni, framhaldið af „60 kílóum af sólskini“. Fyrir rúmi ári blésu þau rausnarhjónin Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Hálfdán Sveinsson til námskeiðs um einmitt þá bók sem haldið var á gistihúsi þeirra, Hótel Siglunesi á Siglufirði. Það var svona líka vel lukkað, með geggjuðum félagsskap og geggjuðum mat auðvitað (Marokkókokkurinn) og í framhaldinu buðu þau mér …
Athugasemdir