Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 29. janú­ar til 18. fe­brú­ar.

Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.

Last and First Men

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Daglega
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Þessi kvikmynd er sú fyrsta og síðasta sem Jóhann Jóhannsson leikstýrði. Eins og kunnugt er féll Jóhann frá árið 2018, en hann var margverðlaunað og heimsþekkt tónskáld. Tveimur árum eftir fráfall hans var frumraun hans sem leikstjóra frumsýnd á Berlínarhátíðinni, en eins og mörg önnur verk hans er myndin framúrstefnuleg og tilraunakennd. Sögusviðið færist tvær billjónir ára fram í tímann, við endalok mannkyns, þar sem stakir og súrealískir minnisvarðar eru nánast það eina sem stendur eftir og varpa skilaboðum inn í öræfin. Myndin er hlaðin táknrænni merkingu, en stórleikkonan Tilda Swinton fer með hlutverk sögumanns.

Ég veit núna / Fjórar athuganir

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 30. janúar til 14. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýning Jóhannesar Dagssonar hverfist um samnefnt vídeóverk sem samanstendur af skrásetningum á athugunum á samspili hlutar og ljóss. Hlutir og hugmyndir okkar um þá mótast að miklu leyti af því samhengi sem þeir eru staðsettir í hverju sinni. Sami efnishluturinn tekur á sig ólík hlutverk, og fær jafnvel mismunandi nöfn eftir því hvernig hann er staðsettur. 

Þar sem heimurinn bráðnar

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 30. janúar til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Í ljósmyndaverkum sínum og ljósmyndabókum endurspeglar Ragnar Axelsson óvenjuleg tengsl íbúa norðurslóða við öfgakennt umhverfi sitt – tengsl sem eru nú stöðugt að breytast vegna breytinga á loftslagi. Ragnar skrásetur hvernig þessar breytingar hafa áhrif á líf fólks og dýra og hvaða ógn býr að baki hlýnun jarðar.

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 31. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk þrettán nemenda úr Ljósmyndaskólanum verða til sýnis á þessari útskriftarsýningu. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Endurspegla verkin á sýningunni þannig að einhverju leyti gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Sinfó: Haydn og Brahms

Hvar? Harpa
Hvenær? 11. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 2.400 kr.

Á tónleikunum hljóma tvö fræg tónverk í stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það fyrra er Sellókonsert Haydns, og það síðara Sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta í sal verður tónleikunum einnig útvarpað beint á Rás 1.

Skúlptúr / skúlptúr

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 28. febrúar
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Þessi sýningaröð er tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Í þetta sinn eru til sýnis verk eftir Ólöfu Helgu Helgadóttur og Magnús Helgason, en röðiner  ætluð til að heiðra Gerði Helgadóttur og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar.

Franska kvikmyndahátíðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 4.–14. febrúar
Aðgangseyrir: 1.690 kr. myndin

Franska kvikmyndahátíðin er nú haldin í 21. skiptið, en hún fer fram bæði í bíósal Bíó Paradísar og á streymisveitunni Heimabíó Paradís. Sýndar eru allt frá klassískum kvikmyndum frá 6. áratugnum til teiknimynda, spennumynda, krimma og ástarsagna. Opnunarmyndin, Sumarið ‘85, fjallar um flókið ástarsamband tveggja unglingsdrengja í Normandíhéraði Frakklands.

Sykrað morgunkorn

Hvar? Harbinger
Hvenær? Til 13. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningu Petru Hjartardóttur getur að líta verk sem hafa víðar skírskotanir; sykrað morgunkorn, greftrunarker rómverskra körfugerðarkvenna, handverksarfleifð og almennt deyfðarástand í samfélaginu eru staksteinar í hugmyndaheimi sem gat af sér þessi verk. Verkin á sýningunni eru unnin á liðnu ári, undir áhrifum þessa sérkennilega tímabils sem heimsbyggðin er að upplifa.

Vertu úlfur

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Til 28. febrúar 
Aðgangseyrir: 6.450 kr.

Þessi einleikur er innblásinn af samnefndri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verkið fjallar um baráttu við hugann, brjálæði og það að vera manneskja. Höfundur hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Dýpsta sæla og sorgin þunga

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 14. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fjórir ólíkir listamenn vinna með myndgervingu stórra tilfinninga í verkum sínum á þessari sýningu sem tekur nafn og þema sitt frá ljóðinu Tárin eftir Ólöfu frá Hlöðum. Listamennirnir eru Anne Carson, Halla Birgisdóttir, Margrét Dúadóttir Landmark og Ragnar Kjartansson. Til sýnis eru teikningar, málverk, myndbandsverk og bókverk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár