Grískur ríkisborgari búsettur á Íslandi var einn af stofnendum nýnasistahópsins Norðurvígi á Íslandi og tengiliður hans við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, samtök nýnasista á Norðurlöndum. Maðurinn hefur tengingar við nýnasistahreyfingar í Grikklandi og hefur sótt fundi með nýnasistum á Norðurlöndum sem margir hafa fengið dóma fyrir ofbeldi.
Rannsókn Stundarinnar í samstarfi við grísku samtökin Disinfaux Collective hefur leitt þetta í ljós.
Norðurvígi er fámennur hópur sem hefur haldið úti áróðri fyrir þjóðernishyggju á Íslandi undanfarin ár og einu sinni birst opinberlega hérlendis í slagtogi með leiðtogum þeirra frá Norðurlöndum. Hafa samtökin dreift límmiðum og einblöðungum, meðal annars við skólabyggingar og í heimahús.
Gríski maðurinn, Dimitrios Tsikas, hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og numið alþjóðasamskipti við Háskóla Íslands. Hann var einnig formaður Félags Grikkja á Íslandi frá 2016, en núverandi formaður félagsins, Dimitropoulos Vangelis, segir að félagsmenn hafi komist á snoðir um …
Athugasemdir