Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grískur maður „númer tvö“ hjá íslenskum nýnasistum

Mað­ur með tengsl við gríska nýnas­ista seg­ist hafa ýtt und­ir stofn­un Norð­ur­víg­is í sam­vinnu við nýnas­ista á Norð­ur­lönd­um. Mál­ið varp­ar ljósi á hvernig ís­lensk­ir nýnas­ist­ar hafa feng­ið er­lend­an stuðn­ing til að skipu­leggja sig hér­lend­is.

Grískur maður „númer tvö“ hjá íslenskum nýnasistum
Dimitrios Tsikas Formanni Félags Grikkja á Íslandi var bolað burt þegar upp komst um tengsl hans við þjóðernissinna.

Grískur ríkisborgari búsettur á Íslandi var einn af stofnendum nýnasistahópsins Norðurvígi á Íslandi og tengiliður hans við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, samtök nýnasista á Norðurlöndum. Maðurinn hefur tengingar við nýnasistahreyfingar í Grikklandi og hefur sótt fundi með nýnasistum á Norðurlöndum sem margir hafa fengið dóma fyrir ofbeldi.

Rannsókn Stundarinnar í samstarfi við grísku samtökin Disinfaux Collective hefur leitt þetta í ljós.

Norðurvígi er fámennur hópur sem hefur haldið úti áróðri fyrir þjóðernishyggju á Íslandi undanfarin ár og einu sinni birst opinberlega hérlendis í slagtogi með leiðtogum þeirra frá Norðurlöndum. Hafa samtökin dreift límmiðum og einblöðungum, meðal annars við skólabyggingar og í heimahús.

Gríski maðurinn, Dimitrios Tsikas, hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og numið alþjóðasamskipti við Háskóla Íslands. Hann var einnig formaður Félags Grikkja á Íslandi frá 2016, en núverandi formaður félagsins, Dimitropoulos Vangelis, segir að félagsmenn hafi komist á snoðir um …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Íslenskir nýnasistar

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Afhjúpun

Ís­lensk­ir nýnas­ist­ar lokka „stráka sem eru í sigt­inu“ í dul­kóð­aða net­spjall­hópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár