Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grískur maður „númer tvö“ hjá íslenskum nýnasistum

Mað­ur með tengsl við gríska nýnas­ista seg­ist hafa ýtt und­ir stofn­un Norð­ur­víg­is í sam­vinnu við nýnas­ista á Norð­ur­lönd­um. Mál­ið varp­ar ljósi á hvernig ís­lensk­ir nýnas­ist­ar hafa feng­ið er­lend­an stuðn­ing til að skipu­leggja sig hér­lend­is.

Grískur maður „númer tvö“ hjá íslenskum nýnasistum
Dimitrios Tsikas Formanni Félags Grikkja á Íslandi var bolað burt þegar upp komst um tengsl hans við þjóðernissinna.

Grískur ríkisborgari búsettur á Íslandi var einn af stofnendum nýnasistahópsins Norðurvígi á Íslandi og tengiliður hans við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, samtök nýnasista á Norðurlöndum. Maðurinn hefur tengingar við nýnasistahreyfingar í Grikklandi og hefur sótt fundi með nýnasistum á Norðurlöndum sem margir hafa fengið dóma fyrir ofbeldi.

Rannsókn Stundarinnar í samstarfi við grísku samtökin Disinfaux Collective hefur leitt þetta í ljós.

Norðurvígi er fámennur hópur sem hefur haldið úti áróðri fyrir þjóðernishyggju á Íslandi undanfarin ár og einu sinni birst opinberlega hérlendis í slagtogi með leiðtogum þeirra frá Norðurlöndum. Hafa samtökin dreift límmiðum og einblöðungum, meðal annars við skólabyggingar og í heimahús.

Gríski maðurinn, Dimitrios Tsikas, hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og numið alþjóðasamskipti við Háskóla Íslands. Hann var einnig formaður Félags Grikkja á Íslandi frá 2016, en núverandi formaður félagsins, Dimitropoulos Vangelis, segir að félagsmenn hafi komist á snoðir um …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Íslenskir nýnasistar

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Afhjúpun

Ís­lensk­ir nýnas­ist­ar lokka „stráka sem eru í sigt­inu“ í dul­kóð­aða net­spjall­hópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár