Alexandra Sif Herleifsdóttir
Íþróttafræðingur hjá Ekki gefast upp! – þjálfun fyrir ungmenni með kvíða
Fyrir mér er hamingjan mjög margþætt. Þetta snýst svolítið um að temja sér að sjá það jákvæða og fallega í litlu hlutunum. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að finna fyrir allri breiddinni af tilfinningum en þannig nær maður að njóta þegar hamingjan bankar upp á.
Fyrir mig persónulega er mikilvægt að ég sé í góðu jafnvægi andlega og líkamlega og það er æðislegt að fylgjast með fjölskyldu og vinum ganga vel í lífinu og blómstra. Hvað þá þegar maður er foreldri, en ég átti mitt fyrsta barn á síðasta ári. Svo er alltaf jafn hollt að taka sjálfan sig og aðra ekki of alvarlega.
Fjóla Þorsteinsdóttir
Einkaþjálfari og safnvörður hjá Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði
Hamingja er lífsstíll sem maður velur sér með því að tileinka sér jákvætt hugarfar dag hvern …
Athugasemdir