Dagný Rut Magnúsdóttir kom á Laugaland í byrjun árs 2001, nokkrum dögum fyrir fimmtán ára afmælið sitt. „Ingjaldi var frá fyrsta degi illa við mig. Ég held hann hafi hatað mig. Þannig var mín upplifun strax fyrstu dagana. Ég hafði verið lengi í neyslu þó ég væri enn svona ung, hafði byrjað tíu ára gömul að fikta og var orðinn veikur fíkill þegar ég kom á Laugaland, en það sem var kallað meðferð þar gerði slæmt ástand miklu verra,“ segir Dagný Rut, sem er 35 ára og fimm barna móðir. Hún hefur glímt við fíknisjúkdóm um árabil en er í bata. Hún stefnir á að klára stúdentspróf innan tíðar.
Dagný var á Laugalandi í tæplega sex mánuði en strauk nokkrum sinnum á því tímabili. Hún segir að þó að hún hafi ekki dvalið jafn lengi á Laugalandi og margar hinna stúlknanna hafi vistin þar haft afar skaðleg áhrif …
Athugasemdir