„Ég get ekki sagt það en þetta er bara mál sem ég get ekki verið að hafa neina skoðun á [...] Auðvitað var manni brugðið en þetta er bara eitt mál,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, aðspurð um það hvort afstaða hennar til útgerðarfélagsins Samherja hafi breyst í kjölfar umfjöllunar um Namibíumálið.
Líkt og Ásthildur lýsir þá hefur málið ekki breytt hennar persónulegu afstöðu til Samherja og benda sum önnur viðtöl, sem Stundin hefur tekið við sveitarstjórnarmenn og íbúa á Akureyri, til þess að þetta viðhorf til Namibíumálsins og Samherja sé nokkuð algengt þar. Sveitarstjórnarmennirnir vilja margir hverjir bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknunum á Samherja í Namibíu og á Íslandi áður en þeir breyta afstöðu sinni til fyrirtækisins eða mynda sér skoðun á málinu.
Athugasemdir