Albert Eiríksson er annálaður matgæðingur og heldur úti hinni vinsælu matarbloggsíðu Alberteldar.com. Það þarf því engan að undra að þegar hann er inntur eftir svörum við því í hverju hamingjan felst þá liggi svarið í góðum mat. En það er ekki svo einfalt, hamingjan getur leynst víða. „Hamingjan er svo fjölbreytt og fjölþætt og við erum á svo misjöfnum stað eftir því sem árin líða en það eru nokkrir þættir sem koma alltaf saman á öllum tímum í lífi okkar sem veitir okkur hamingju, til dæmis það að umgangast gott fólk, jákvætt fólk og fólk sem hefur góð og uppbyggjandi áhrif á okkur,“ segir Albert.
Albert talar líka um hreyfingu sem hentar hverju sinni sem geti verið hluti af hamingju hvers og eins, en það er sannað að við hreyfingu losar líkaminn út vellíðunarhormón og hefur því hreyfing góð áhrif bæði á líkama og sál. „Það er hreyfing sem við …
Athugasemdir