Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

273. spurningaþraut: Eugene Onegin og Onedin-fjölskyldan, það er aldeilis!

273. spurningaþraut: Eugene Onegin og Onedin-fjölskyldan, það er aldeilis!

Jú, hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning nr. 1: Hvað heitir þetta unga skáld? Annaðhvort skírnarnafn eða ættarnafn dugar.

***

Aðalspurningar:

1.   Einn helsti máttarstólpi íslenska landsliðsins í handbolta allt frá 2005 er Alexander Petersson. Hann flutti til Íslands frá öðru landi rétt fyrir aldamótin 2000 og gerðist síðan íslenskur ríkisborgari. Frá hvaða landi kom Alexander?

2.   Einu sinni var til borgin Tenochtitlan. Hún var að stórum hluta úti í stöðuvatni einu. Á sextándu öld komu óvinir og lögðu borgina undir sig og hún er núna hluti af annarri borg, sem sigurvegararnir byggðu. Og stöðuvatnið er löngu horfið. Hvað heitir nútímaborgin?

3.   Hvað heitir eiginkona Joe Bidens Bandaríkjaforseta?

4.   Minkar bjuggu upphaflega aðeins á einu svæði Jarðar en að eftir ræktun á þeim hófst og þeir tóku að sleppa úr búrum, þá hafa þeir dreifst víða. En hvar eru minkar upprunnir?

5.   Hver samdi óperuna Eugene Onegin um rússneskan iðjuleysingja?

6.   Á áttunda áratugnum var sýnd í sjónvarpi sería sem fjallaði um Onedin-fjölskylduna á Bretlandi og gengi hennar í lífinu, ekki síst í fyrirtækjarekstri. Hvernig fyrirtæki rak þessi ímyndaða breska Onedin-fjölskylda?

7.   Jóhann Hjartarson heitir lögfræðingur einn hér á landi, sem hefur — auk lögfræðistarfa — lagt stund á svolítið annað líka, og náði reyndar að komast í hóp hinna bestu í heimi á því sviði kringum 1990. Hvað stundaði Jóhann með slíkum árangri?

8.   Einu sinni sagði Jón Sigurðsson: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ Hver var sú lögleysa sem Jón mótmælti?

9.   Hver á að leika Vigdísi Finnbogadóttur í væntanlegri sjónvarpsseríu?

10.   Hvað heitir höfuðstaður Grænlands?

***

Aukaspurning nr. 2: Hvaða sómakona er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Lettlandi.

2.   Mexíkó borg.

3.   Jill.

4.   Norður-Ameríku.

5.   Tjækovskí.

6.   Skipafélag.

7.   Skák.

8.   Að þjóðfundinum væri slitið.

9.   Nína Dögg.

10.   Nuuk.

***

Svör við aukaspurningum:

Skáldið á efri myndinni heitir Amanda Gorman.

Konan á neðri myndinni er Florence Nightingale, frumkvöðull í hjúkrun.

***

Og jújú, hér er þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.
Menja von Schmalensee
6
Aðsent

Menja von Schmalensee

Hvar eru um­hverf­is­mál­in í að­drag­anda kosn­inga?

„Síð­ustu ald­ir, en þó sér­stak­lega frá iðn­væð­ingu, hef­ur mann­kyn­ið geng­ið æ hrað­ar og með vax­andi offorsi fram gegn nátt­úr­unni með skelfi­leg­um af­leið­ing­um og er nauð­syn­legt að breyta um stefnu,“ skrif­ar Menja von Schma­len­see líf­fræð­ing­ur, sviðs­stjóri á Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands og formað­ur Fugla­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár