***
Aukaspurning nr. 1: Hvað heitir þetta unga skáld? Annaðhvort skírnarnafn eða ættarnafn dugar.
***
Aðalspurningar:
1. Einn helsti máttarstólpi íslenska landsliðsins í handbolta allt frá 2005 er Alexander Petersson. Hann flutti til Íslands frá öðru landi rétt fyrir aldamótin 2000 og gerðist síðan íslenskur ríkisborgari. Frá hvaða landi kom Alexander?
2. Einu sinni var til borgin Tenochtitlan. Hún var að stórum hluta úti í stöðuvatni einu. Á sextándu öld komu óvinir og lögðu borgina undir sig og hún er núna hluti af annarri borg, sem sigurvegararnir byggðu. Og stöðuvatnið er löngu horfið. Hvað heitir nútímaborgin?
3. Hvað heitir eiginkona Joe Bidens Bandaríkjaforseta?
4. Minkar bjuggu upphaflega aðeins á einu svæði Jarðar en að eftir ræktun á þeim hófst og þeir tóku að sleppa úr búrum, þá hafa þeir dreifst víða. En hvar eru minkar upprunnir?
5. Hver samdi óperuna Eugene Onegin um rússneskan iðjuleysingja?
6. Á áttunda áratugnum var sýnd í sjónvarpi sería sem fjallaði um Onedin-fjölskylduna á Bretlandi og gengi hennar í lífinu, ekki síst í fyrirtækjarekstri. Hvernig fyrirtæki rak þessi ímyndaða breska Onedin-fjölskylda?
7. Jóhann Hjartarson heitir lögfræðingur einn hér á landi, sem hefur — auk lögfræðistarfa — lagt stund á svolítið annað líka, og náði reyndar að komast í hóp hinna bestu í heimi á því sviði kringum 1990. Hvað stundaði Jóhann með slíkum árangri?
8. Einu sinni sagði Jón Sigurðsson: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ Hver var sú lögleysa sem Jón mótmælti?
9. Hver á að leika Vigdísi Finnbogadóttur í væntanlegri sjónvarpsseríu?
10. Hvað heitir höfuðstaður Grænlands?
***
Aukaspurning nr. 2: Hvaða sómakona er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Lettlandi.
2. Mexíkó borg.
3. Jill.
4. Norður-Ameríku.
5. Tjækovskí.
6. Skipafélag.
7. Skák.
8. Að þjóðfundinum væri slitið.
9. Nína Dögg.
10. Nuuk.
***
Svör við aukaspurningum:
Skáldið á efri myndinni heitir Amanda Gorman.
Konan á neðri myndinni er Florence Nightingale, frumkvöðull í hjúkrun.
***
Athugasemdir