Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir

Skot­ið var á hús­næði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í nótt. Skotárás­irn­ar eru ekki tal­in ein­angr­uð til­vik þar eð skot­ið hef­ur ver­ið á hús­næði fleiri stjórn­mála­flokka síð­ustu mán­uði og miss­eri.

Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Rannsaka skotárásir á stjórnmálaflokka Lögreglan rannsakar skotárásir á húsnæði stjórnmálaflokka. Mynd: Pressphotos

Skotið var á glugga á skrifstofum Samfylkingarinnar í nótt sem leið. Skotárásin er ekki einangrað tilvik heldur hefur áður verið skotið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka, síðustu mánuði og ár. Þannig var skotið á húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á og á húsnæði Viðreisnar á síðasta ári og árið 2019. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að stjórnmálafólki hafi verið uppálagt að fara varlega, nú eftir skotárásina á húsnæði Samfylkingarinnar. Þau skilaboð munu hafa komið frá lögreglunni.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málanna í nótt á frumstigi. Talið sé að málin öll séu tengd. „Það voru mál í fyrra, í Valhöll og hjá Viðreisn líka. Þetta er ekki ósvipað.“

Spurður hvort einhverjar vísbendingar liggi fyrir um hver eða hverjir kunni að hafa verið að verki í nótt neitar Jóhann Karl því. „Við vorum ekki með neinar vísbendingar í hinum málunum heldur, það er verið að skoða þetta. Þetta virðist vera eitthvað lítið vopn, loftriffill eða eitthvað af því tagi.“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir í samtali við Stundina ekki geta staðfest hvort málin séu komin inn á borð hjá embættinu. „Ef þetta telst ógn gegn ríkisstjórninni eða þingmönnum kemur þetta inn á borð til okkar. Ef lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur, eftir að hafa hafið rannsókn, að þetta sé þannig vaxið þá gerir hún okkur viðvart. Ef þetta verður metið svo að þetta séu bara eignaspjöll sem beinist ekki að fólki sérstaklega mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara með málið.“

Uppfært 14:45

Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir að málið sé ekki komið inn á borð til ríkislögreglustjóra. „Embætti ríkislögreglustjóra ber ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Þetta kemur inn á borð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað fylgjumst við með en þetta svona tilfelli koma almennt ekki inn á borð hjá okkur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki séð ástæðu til að vísa þessu til okkar svo ég viti.“

Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, staðfestir að skotið hafi verið á húsnæði Viðreisnar oftar en einu sinni. „Ég hef verið framkvæmdastjóri Viðreisnar frá því í maí í fyrra og það hefur aldrei neitt komið fyrir á þeim tíma, þannig að manni var rosa brugðið við að sjá þetta. Það voru einhver tvö eða þrjú tilvik eins og þetta hjá okkur, fyrir minn tíma, sem að tekin var ákvörðun um að ræða ekki í smáatriðum til að spilla ekki rannsóknarhagsmunum. Það er það eina sem ég get sagt.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár