Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit

Íbú­ar á öldruna­heim­il­inu Selja­hlíð eru mjög ósátt­ir við fyr­ir­hug­aða opn­un mötu­neyt­is þar fyr­ir fólk ut­an heim­il­is­ins. Þau telja að með því sé ver­ið að setja þau í hættu. For­stöðu­kona seg­ir að um nauð­syn­lega þjón­ustu sé að ræða fyr­ir skjól­stæð­inga Selja­hlíð­ar.

Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit
Ósátt og telja sig sett í hættu Ingibjörg segir að íbúar í Seljahlíð vilji að beðið sé með að opna mötuneytið fyrir utanaðkomandi þar til allir íbúar hafi fengið bólusetningu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íbúar í Seljahlíð, þjónustíbúðakjarna og hjúkrunarheimili, eru mjög ósáttir við fyrirhugaða opnun á mötuneyti heimilisins fyrir fólk sem ekki býr þar. Mötuneytisþjónusta hefur verið lokuð fyrir utanaðkomandi síðustu mánuði til að hamla hugsanlegu Covid-19 smiti. Nú er fyrirhugað að opna mötuneytisþjónustuna fyrir fólki sem ekki býr inn á heimilinu sjálfu. Á fjórða tug íbúða í þjónustuíbúðum hafa undirritað mótmælaskjal vegna þessa.

Rekin er mötuneytisþjónusta inni í Seljahlíð þar sem íbúar fá sínar máltíðir en aðrir aldraðir, sem búa utan Seljahlíðar, hafa einnig haft kost á að koma þangað og fá mat. Tekið var fyrir þá þjónustu nú fyrir áramót til að hamla gegn útbreiðslu kórónaveirunnar, og raunar hafði það einnig verið gert í tvígang áður í fyrri bylgjum faraldursins. Nú er fyrirhugað að opna á þessa þjónustu aftur, næstkomandi mánudag.

Telja sig óvarin fyrir veirunni

Ingibjörg Finnbogadóttir býr í þjónustuíbúð í Seljahlíð og er mjög ósátt við fyrirhugaða opnun. „Það voru tuttugu manns bólusettir hér, fólk sem býr í hjúkrunarrýmum hér í Seljahlíð. Við sem búum í þjónustuíbúðunum fengum hins vegar ekki bólusetningu, tæplega fimmtíu manns, þeir yngstu á sjötugsaldri en þeir yngstu um eitthundrað ára. Ég verð nú að segja að ég, og við, erum frekar ósátt við það, við teljum okkur búa hér á heimili fyrir aldraða. Ég frétti síðan af því að þegar búið væri að sprauta fólk með seinni sprautunni ætti að opna mötuneytisþjónustuna á ný. Við það erum við afar ósátt því við teljum að með því séum við óvarin gegn veirunni.“

Ingibjörg segir að íbúar í þjónustuíbúðunum hafi að mestu verið í sjálfskipaðri einangrun mánuðum saman. Þau panti sér vörur með netverslun, fari sem minnst út og fái ekki gesti. Allir fari varlega, passi upp á sig og starfsfólkið geri hið sama.

„Við viljum þetta bara alls ekki, það styðja mig allir í þessu og ég fæ ekki annað séð en að starfsfólkið sé á sama máli. Ég fór til forstöðukonunnar, Margrétar Ósvaldsdóttur, og lýsti því að við íbúarnir óskuðum eftir að það yrði ekki af þessu. Hún gerði nú lítið með það, svörin voru sú að Reykjavíkurborg væri að opna þessa þjónustu.“

„Við viljum bara að það verði beðið eftir því að við höfum fengið bólusetningu svo við séum ekki sett í hættu“
Ingibjörg Finnbogadóttir

Ingibjörg hóf því undirskriftasöfnun til að mótmæla opnuninni og óska eftir að óbreyttar reglur yrðu í gildi þar til búið væri að bólusetja íbúa í þjónustuíbúðunum. Á einni kvöldstund fékk Ingibjörg á fjórða tug undirskrifta sem hún afhenti Margréti. „Þá fengum við þau svör að ákveðið hefði verið að opna ekki mötuneytisþjónustuna nema fyrir það fólk sem býr á Þúfunni.“ Þúfan eru parhús á lóðunum Hjallaseli 17-53 sem eru hluti af þjónustukjarnanum í Seljahlíð en eru ekki innan aðalhúsnæðisins þar sem er að Hjallaseli 55.

Ingibjörg segir að íbúar inni í Seljahlíð séu ósáttir við þetta. „Fólkið sem býr á Þúfunni er ekki búið að binda sig heima við eins og við, það er frjálst að því að fá gesti og fara hvert sem það vill. Þetta fólk valdi að búa í einbýli. Við viljum bara að það verði beðið eftir því að við höfum fengið bólusetningu svo við séum ekki sett í hættu.“

Segir meiri hættu vegna starfsfólks

Margrét Ósvaldsdóttir forstöðukona Seljahlíðar segir að fólkið sem búi í svokallaðri Þúfu fái heimaþjónustu frá starfsfólki Seljahlíðar. „Það er sama starfsfólk sem er að sinna íbúum þar og inni í aðalbyggingunni svo það er sama hætta á smiti.“ Engu að síður hefur fólkið sem býr á Þúfunni ekki fengið að koma í mat inni í aðalbyggingu Seljahlíðar frá því að þriðja bylgja Covid-19 hófst í september, síðan þá hefur mötuneytið verið lokað fólki sem býr utan aðalbyggingarinnar. Fólkið fékk þá heimsendan mat og ekkert kemur í veg fyrir að hægt sé að halda því áfram. Um er að ræða fjóra einstaklinga. „Það stendur til að ég opni fyrir þessi fjögur á mánudaginn kemur,“ segir Margrét.

„Þetta fólk hefur látið verulega á sjá með því að missa þessa rútínu sína, færni þeirra er að daprast“
Margrét Ósvaldsdóttir

Spurð hvort hún hafi skilning á áhyggjum íbúanna sem ekki vilja á mötuneytið verði opnað játar Margrét því. „Jú, ég skil vel þessar áhyggjur en eins og ég segi þá er starfsfólkið mitt að þjónusta þetta fólk og sama starfsfólk er að þjónusta þá sem eru að kvarta. Það sem verið er að hugsa um er að þetta fólk hefur látið verulega á sjá með því að missa þessa rútínu sína, færni þeirra er að daprast. Það er verið að skerða þeirra lífsgæði. Ég tel að íbúunum hérna stafi meiri hætta af okkur starfsfólkinu sem hér vinnur og þurfum að sinna því sem þarf að gera úti í samfélaginu, og einnig af íbúunum sjálfum sem fara út í samfélagið.“

Spurð hvort að vilji þeirra sem búa í þjónustuíbúðunum inni í aðalbyggingu Seljahlíðar hafi ekkert vægi í ákvarðanatökunni segir Margrét að það hafi hann vissulega. Hún telji sig þó hafa mótrök, þau sem hún hefur rakið. Verið sé að fara þessa sömu leið í öðrum dvalar-og þjónustuheimilum borgarinnar.

Sem fyrr segir er fyrirhugað að opna mötuneytið næstkomandi mánudag. Íbúarnir tuttugu á hjúkrunarheimilishluta Seljahlíðar fengu seinni bólefnasprautuna í gær. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum tekur það bóluefnið um eina viku að ná fullri virkni eftir síðari bólusetningu. Á mánudag verða hins vegar aðeins liðnir fjórir dagar. Spurð hvers vegna fyrirhugað sé að opna þá en að bíða ekki í það minnsta viku svarar Margrét því ekki heldur ítrekar að það sé fyrirhugað að opna þá en ekki ákveðið. Ekki er búið að ræða við umrædda fjóra íbúa um það hvort vilji þeirra standi til þess að nýta þjónustuna í mötuneytinu. Ákvörðun um það verður endanlega tekin á stjórnarfundi næstkomandi mánudag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
5
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár