Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit

Íbú­ar á öldruna­heim­il­inu Selja­hlíð eru mjög ósátt­ir við fyr­ir­hug­aða opn­un mötu­neyt­is þar fyr­ir fólk ut­an heim­il­is­ins. Þau telja að með því sé ver­ið að setja þau í hættu. For­stöðu­kona seg­ir að um nauð­syn­lega þjón­ustu sé að ræða fyr­ir skjól­stæð­inga Selja­hlíð­ar.

Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit
Ósátt og telja sig sett í hættu Ingibjörg segir að íbúar í Seljahlíð vilji að beðið sé með að opna mötuneytið fyrir utanaðkomandi þar til allir íbúar hafi fengið bólusetningu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íbúar í Seljahlíð, þjónustíbúðakjarna og hjúkrunarheimili, eru mjög ósáttir við fyrirhugaða opnun á mötuneyti heimilisins fyrir fólk sem ekki býr þar. Mötuneytisþjónusta hefur verið lokuð fyrir utanaðkomandi síðustu mánuði til að hamla hugsanlegu Covid-19 smiti. Nú er fyrirhugað að opna mötuneytisþjónustuna fyrir fólki sem ekki býr inn á heimilinu sjálfu. Á fjórða tug íbúða í þjónustuíbúðum hafa undirritað mótmælaskjal vegna þessa.

Rekin er mötuneytisþjónusta inni í Seljahlíð þar sem íbúar fá sínar máltíðir en aðrir aldraðir, sem búa utan Seljahlíðar, hafa einnig haft kost á að koma þangað og fá mat. Tekið var fyrir þá þjónustu nú fyrir áramót til að hamla gegn útbreiðslu kórónaveirunnar, og raunar hafði það einnig verið gert í tvígang áður í fyrri bylgjum faraldursins. Nú er fyrirhugað að opna á þessa þjónustu aftur, næstkomandi mánudag.

Telja sig óvarin fyrir veirunni

Ingibjörg Finnbogadóttir býr í þjónustuíbúð í Seljahlíð og er mjög ósátt við fyrirhugaða opnun. „Það voru tuttugu manns bólusettir hér, fólk sem býr í hjúkrunarrýmum hér í Seljahlíð. Við sem búum í þjónustuíbúðunum fengum hins vegar ekki bólusetningu, tæplega fimmtíu manns, þeir yngstu á sjötugsaldri en þeir yngstu um eitthundrað ára. Ég verð nú að segja að ég, og við, erum frekar ósátt við það, við teljum okkur búa hér á heimili fyrir aldraða. Ég frétti síðan af því að þegar búið væri að sprauta fólk með seinni sprautunni ætti að opna mötuneytisþjónustuna á ný. Við það erum við afar ósátt því við teljum að með því séum við óvarin gegn veirunni.“

Ingibjörg segir að íbúar í þjónustuíbúðunum hafi að mestu verið í sjálfskipaðri einangrun mánuðum saman. Þau panti sér vörur með netverslun, fari sem minnst út og fái ekki gesti. Allir fari varlega, passi upp á sig og starfsfólkið geri hið sama.

„Við viljum þetta bara alls ekki, það styðja mig allir í þessu og ég fæ ekki annað séð en að starfsfólkið sé á sama máli. Ég fór til forstöðukonunnar, Margrétar Ósvaldsdóttur, og lýsti því að við íbúarnir óskuðum eftir að það yrði ekki af þessu. Hún gerði nú lítið með það, svörin voru sú að Reykjavíkurborg væri að opna þessa þjónustu.“

„Við viljum bara að það verði beðið eftir því að við höfum fengið bólusetningu svo við séum ekki sett í hættu“
Ingibjörg Finnbogadóttir

Ingibjörg hóf því undirskriftasöfnun til að mótmæla opnuninni og óska eftir að óbreyttar reglur yrðu í gildi þar til búið væri að bólusetja íbúa í þjónustuíbúðunum. Á einni kvöldstund fékk Ingibjörg á fjórða tug undirskrifta sem hún afhenti Margréti. „Þá fengum við þau svör að ákveðið hefði verið að opna ekki mötuneytisþjónustuna nema fyrir það fólk sem býr á Þúfunni.“ Þúfan eru parhús á lóðunum Hjallaseli 17-53 sem eru hluti af þjónustukjarnanum í Seljahlíð en eru ekki innan aðalhúsnæðisins þar sem er að Hjallaseli 55.

Ingibjörg segir að íbúar inni í Seljahlíð séu ósáttir við þetta. „Fólkið sem býr á Þúfunni er ekki búið að binda sig heima við eins og við, það er frjálst að því að fá gesti og fara hvert sem það vill. Þetta fólk valdi að búa í einbýli. Við viljum bara að það verði beðið eftir því að við höfum fengið bólusetningu svo við séum ekki sett í hættu.“

Segir meiri hættu vegna starfsfólks

Margrét Ósvaldsdóttir forstöðukona Seljahlíðar segir að fólkið sem búi í svokallaðri Þúfu fái heimaþjónustu frá starfsfólki Seljahlíðar. „Það er sama starfsfólk sem er að sinna íbúum þar og inni í aðalbyggingunni svo það er sama hætta á smiti.“ Engu að síður hefur fólkið sem býr á Þúfunni ekki fengið að koma í mat inni í aðalbyggingu Seljahlíðar frá því að þriðja bylgja Covid-19 hófst í september, síðan þá hefur mötuneytið verið lokað fólki sem býr utan aðalbyggingarinnar. Fólkið fékk þá heimsendan mat og ekkert kemur í veg fyrir að hægt sé að halda því áfram. Um er að ræða fjóra einstaklinga. „Það stendur til að ég opni fyrir þessi fjögur á mánudaginn kemur,“ segir Margrét.

„Þetta fólk hefur látið verulega á sjá með því að missa þessa rútínu sína, færni þeirra er að daprast“
Margrét Ósvaldsdóttir

Spurð hvort hún hafi skilning á áhyggjum íbúanna sem ekki vilja á mötuneytið verði opnað játar Margrét því. „Jú, ég skil vel þessar áhyggjur en eins og ég segi þá er starfsfólkið mitt að þjónusta þetta fólk og sama starfsfólk er að þjónusta þá sem eru að kvarta. Það sem verið er að hugsa um er að þetta fólk hefur látið verulega á sjá með því að missa þessa rútínu sína, færni þeirra er að daprast. Það er verið að skerða þeirra lífsgæði. Ég tel að íbúunum hérna stafi meiri hætta af okkur starfsfólkinu sem hér vinnur og þurfum að sinna því sem þarf að gera úti í samfélaginu, og einnig af íbúunum sjálfum sem fara út í samfélagið.“

Spurð hvort að vilji þeirra sem búa í þjónustuíbúðunum inni í aðalbyggingu Seljahlíðar hafi ekkert vægi í ákvarðanatökunni segir Margrét að það hafi hann vissulega. Hún telji sig þó hafa mótrök, þau sem hún hefur rakið. Verið sé að fara þessa sömu leið í öðrum dvalar-og þjónustuheimilum borgarinnar.

Sem fyrr segir er fyrirhugað að opna mötuneytið næstkomandi mánudag. Íbúarnir tuttugu á hjúkrunarheimilishluta Seljahlíðar fengu seinni bólefnasprautuna í gær. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum tekur það bóluefnið um eina viku að ná fullri virkni eftir síðari bólusetningu. Á mánudag verða hins vegar aðeins liðnir fjórir dagar. Spurð hvers vegna fyrirhugað sé að opna þá en að bíða ekki í það minnsta viku svarar Margrét því ekki heldur ítrekar að það sé fyrirhugað að opna þá en ekki ákveðið. Ekki er búið að ræða við umrædda fjóra íbúa um það hvort vilji þeirra standi til þess að nýta þjónustuna í mötuneytinu. Ákvörðun um það verður endanlega tekin á stjórnarfundi næstkomandi mánudag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár