Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan

272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan

Síðasta þrautin, hér er hún!

***

Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður?

2.   William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado árið 1917, sjötugur að aldri. William Cody var á sínum tíma einn allra frægasti maður í heimi og dáður um víða veröld, þótt afrek hans ýmis séu nú umdeildari en þá. Langflestir þekktu hann þó eingöngu undir gælu- eða viðurnefni. Hvað kallaðist William Cody?

3.   Við hvað mun Janet Yellen starfa í náinni framtíð, ef að líkum lætur?

4.   Hvað er kraken?

5.   Hver er höfuðborg Alsír?

6.   Við hvaða listgrein fékkst Helga Bachmann um sína daga?

7.   Hvað hét sú evrópska aðalsætt sem öldum saman réði miklum löndum, ekki síst á Spáni og Austurríki?

8.   Hver leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd árið 1971 og nefndi hana Play Misty for Me?

9.   Hver er talin fjölmennasta orrusta sem haldin hefur verið á Íslandi?

10.   Og um það bil hvað margir eru taldir hafa barist þar — samtals? Skekkjumörk eru gefin, 200 til eða frá.

***

Síðari aukaspurning:

Hundarnir á myndinni hér að neðan eru af tegund sem kallast saluki, og einnig stundum kallaðir gaselluhundar, Arabíuhundar eða persneskir gráhundar. En eitt er það, sem ævinlega er sagt vera merkilegast við saluki-tegundina. Hvað þá?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   David Bowie.

2.   Buffalo Bill.

3.   Fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Krakensnæðir skip.

4.   Sæskrímsli. Skrímsli dugar eiginlega ekki eitt og sér, það verður að fylgja sögunni að skrímsli hafist við í sjónum. Dýrið er yfirleitt talið vera einhvers konar kolkrabbi.

5.   Alsír, Algeirsborg.

6.   Hún var leikkona.

7.   Habsborg.

8.   Clint Eastwood.

9.   Örlygsstaðabardagi.

10.   Menn geta reiknað sig upp í 3.000 manns, svo rétt telst vera allt frá 2.800 til 3.200.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er María Magdalena við gröf Jesúa frá Nasaret.

Hundategundin saluki er talin vera sú elsta í heimi sem enn er á dögum. Þetta er auðvitað ekki vitað upp á púnkt og prik, en þetta er svona almennt álitið og fylgir ævinlega sögunni um tegundina. Talið er að saluki hundar hafi verið með í för þegar Alexander mikli réðist inn í Indland árið 329 fyrir Krist.

***

Og hlekkur á síðustu þraut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár