Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ísland ekki með í PISA-könnun um fjármálalæsi

Ekki er næg­ur fjöldi nem­enda á Ís­landi til að land­ið fái að vera með Í al­þjóð­legri náms­könn­un OECD sem upp­haf­lega átti að fara fram í ár. Ís­land verð­ur ekki með í nein­um val­kvæð­um könn­un­um vegna þessa mats stofn­un­ar­inn­ar.

Ísland ekki með í PISA-könnun um fjármálalæsi
Lilja Alfreðsdóttir Menntamálaráðherra tilkynnti um þátttöku Íslands í könnuninni árið 2018. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aðferðafræði valkvæðra PISA-kannana kemur í veg fyrir að Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) geti heimilað Íslandi að taka þátt. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti í febrúar 2018 að Ísland yrði með í valkvæðum hluta PISA-könnunarinnar sem snýr að fjármálalæsi 15 ára nemenda. Könnunin átti upphaflega að fara fram í ár, en var frestað vegna Covid-19 faraldursins þar til 2022. Verður hún því lögð fyrir 15 ára nemendur í 10. bekk grunnskóla á næsta ári og könnuð hæfni og geta í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði. Er hún haldin á þriggja ára fresti og nær til 80 þjóða.

„Fjármálalæsi er grunnfærni sem er mikilvæg samfélagi okkar,“ sagði Lilja þegar þetta var tilkynnt. „Ljóst er að gott fjármálalæsi skilar sér í betri ákvarðanatöku einstaklinga í fjármálum og stuðlar að fjármálastöðugleika. Ég tel brýnt að íslensk ungmenni taki þátt í fjármálalæsi í PISA-könnuninni og því hefur þessi ákvörðun verið tekin.“

Nú er hins vegar komið í ljós að beiðni Íslands um að vera með í valkvæðri könnun á fjármálalæsi nemenda hefur verið hafnað og í raun þátttöku Íslands í öllum valkvæðum PISA-könnunum. „Það var hins vegar mat Efnahags- og framfarastofnunarinnar að vegna aðferðafræði prófanna uppfyllti Ísland ekki kröfu um lágmarksfjölda nemenda,“ segir í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Þetta á einnig við um aðrar valkvæðar kannanir í PISA sem krefjast viðbótarúrtaks nemenda. Leitað verður leiða eftir fremsta megni til þess að efla fræðslu í fjármálalæsi og námsmati því tengdu.“

Kennsla mikið til í höndum bankamanna

Frá hruni fjármálakerfisins haustið 2008 hafa starfshópar og nefndir á vegum stjórnvalda ítrekað hvatt til þess að fjármálalæsi almennings verði eflt með stuðningi hins opinbera. Málaflokkurinn var settur í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla árið 2011 í tíð Katrínar Jakobsdóttur sem mennta- og menningarmálaráðherra.

Í greinargerð með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019–2023 var sagt að fjárhagsvandi ungs fólks, meðal annars tekjulágra einstaklinga á leigumarkaði, benti til þess að þörf væri á eflingu fjármálalæsis og aukinni fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Orðalagið vakti hörð viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna og verkalýðsfélaga. „Ljóst er að lélegt fjármálalæsi hjá almenningi er ákveðin áskorun þar sem aukin hætta er á að fólk lendi í fjárhagslegum erfiðleikum,“ sagði í greinargerðinni.

„Ljóst er að lélegt fjármálalæsi hjá almenningi er ákveðin áskorun“

Í umfjöllun Stundarinnar hefur komið fram að námsefni og kennsla í fjármálalæsi á grunnskólastigi hefur mikið til verið í höndum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Á hverju ári fær um helmingur grunnskóla landsins heimsóknir þar sem þeir kenna nemendum í 10. bekk um fjármálalæsi á vegum verkefnisins Fjármálavits, sem er í eigu fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Stundin hefur einnig greint frá því að Fjármálavit hafi greitt laun dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál þar sem starfsmenn banka veittu ráðleggingar án þess að vera titlaðir sem slíkir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu