Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ísland ekki með í PISA-könnun um fjármálalæsi

Ekki er næg­ur fjöldi nem­enda á Ís­landi til að land­ið fái að vera með Í al­þjóð­legri náms­könn­un OECD sem upp­haf­lega átti að fara fram í ár. Ís­land verð­ur ekki með í nein­um val­kvæð­um könn­un­um vegna þessa mats stofn­un­ar­inn­ar.

Ísland ekki með í PISA-könnun um fjármálalæsi
Lilja Alfreðsdóttir Menntamálaráðherra tilkynnti um þátttöku Íslands í könnuninni árið 2018. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aðferðafræði valkvæðra PISA-kannana kemur í veg fyrir að Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) geti heimilað Íslandi að taka þátt. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti í febrúar 2018 að Ísland yrði með í valkvæðum hluta PISA-könnunarinnar sem snýr að fjármálalæsi 15 ára nemenda. Könnunin átti upphaflega að fara fram í ár, en var frestað vegna Covid-19 faraldursins þar til 2022. Verður hún því lögð fyrir 15 ára nemendur í 10. bekk grunnskóla á næsta ári og könnuð hæfni og geta í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði. Er hún haldin á þriggja ára fresti og nær til 80 þjóða.

„Fjármálalæsi er grunnfærni sem er mikilvæg samfélagi okkar,“ sagði Lilja þegar þetta var tilkynnt. „Ljóst er að gott fjármálalæsi skilar sér í betri ákvarðanatöku einstaklinga í fjármálum og stuðlar að fjármálastöðugleika. Ég tel brýnt að íslensk ungmenni taki þátt í fjármálalæsi í PISA-könnuninni og því hefur þessi ákvörðun verið tekin.“

Nú er hins vegar komið í ljós að beiðni Íslands um að vera með í valkvæðri könnun á fjármálalæsi nemenda hefur verið hafnað og í raun þátttöku Íslands í öllum valkvæðum PISA-könnunum. „Það var hins vegar mat Efnahags- og framfarastofnunarinnar að vegna aðferðafræði prófanna uppfyllti Ísland ekki kröfu um lágmarksfjölda nemenda,“ segir í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Þetta á einnig við um aðrar valkvæðar kannanir í PISA sem krefjast viðbótarúrtaks nemenda. Leitað verður leiða eftir fremsta megni til þess að efla fræðslu í fjármálalæsi og námsmati því tengdu.“

Kennsla mikið til í höndum bankamanna

Frá hruni fjármálakerfisins haustið 2008 hafa starfshópar og nefndir á vegum stjórnvalda ítrekað hvatt til þess að fjármálalæsi almennings verði eflt með stuðningi hins opinbera. Málaflokkurinn var settur í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla árið 2011 í tíð Katrínar Jakobsdóttur sem mennta- og menningarmálaráðherra.

Í greinargerð með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019–2023 var sagt að fjárhagsvandi ungs fólks, meðal annars tekjulágra einstaklinga á leigumarkaði, benti til þess að þörf væri á eflingu fjármálalæsis og aukinni fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Orðalagið vakti hörð viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna og verkalýðsfélaga. „Ljóst er að lélegt fjármálalæsi hjá almenningi er ákveðin áskorun þar sem aukin hætta er á að fólk lendi í fjárhagslegum erfiðleikum,“ sagði í greinargerðinni.

„Ljóst er að lélegt fjármálalæsi hjá almenningi er ákveðin áskorun“

Í umfjöllun Stundarinnar hefur komið fram að námsefni og kennsla í fjármálalæsi á grunnskólastigi hefur mikið til verið í höndum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Á hverju ári fær um helmingur grunnskóla landsins heimsóknir þar sem þeir kenna nemendum í 10. bekk um fjármálalæsi á vegum verkefnisins Fjármálavits, sem er í eigu fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Stundin hefur einnig greint frá því að Fjármálavit hafi greitt laun dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál þar sem starfsmenn banka veittu ráðleggingar án þess að vera titlaðir sem slíkir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár