Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son mun ekki verða í fram­boði fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík fyr­ir Al­þing­is­kosn­ing­ar í haust. Upp­still­ing­ar­nefnd bauð hon­um þriðja sæti en hann hafn­aði því.

Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Var boðið þriðja sæti Formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík segir lýsingu Ágústs Ólafs ekki kórrétta, honum hafi verið boðið þriðja sæti á lista en ekki þegið það. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, verður ekki á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Ágúst greindi sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni nú fyrr í dag. Ágústi var boðið að taka þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu en hann hafnaði því.

Styrr hefur staðið um Ágúst Ólaf innan Samfylkingarinnar allt frá því að að honum var veitt áminnig af trúnaðarnefnd flokksins í desember 2018. Áminninguna fékk Ágúst Ólafur vegna kynferðislegrar áreitni sinnar í garð Báru Huldu Beck blaðamanns sumarið 2018. Í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar kom fram að áminna ætti Ágúst Ólaf fyrir að hafa endurtekið og í óþökk Báru reynt að kyssa hana, að hafa niðurlægt hana og auðmýkt með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni þegar tilraunir hans báru ekki árangur. 

Ágúst Ólafur birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í desember 2018 þar sem hann greindi frá því að hann myndi taka leyfi frá þingstörfum eftir að hafa fengið áminninguna. Bára birti grein á Kjarnanum fjórum dögum síðar þar sem hún fór yfir samskipti Ágústs Ólafs við sig og greindi þar frá því að atvikalýsing hans samræmdist alls ekki hennar upplifun. Þá greindi Bára einnig frá því að yfirlýsingu sína hefði Ágúst birt án samráðs við hana og í hennar óþökk. 

Ósamræmi í lýsingu á atburðum

Ágúst Ólafur var ekki í einu af fimm efstu sætum í könnun Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem gerð var fyrir skemmstu vegna uppstillingar á lista flokksins. Hann mun hins vegar hafa verið þar skammt á eftir samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar. Harðar deilur hafa skapast innan Samfylkingarinnar síðustu daga vegna stöðu Ágústs Ólafs eftir að þetta varð ljóst. Ásakanir um samblástur gegn Ágústi Ólafi hafa verið settar fram af stuðningsfólki hans og þá vék einn fulltrúi í uppstillingarnefnd flokksins, Birgir Dýrfjörð, úr nefndinni sökum málsins. Vildi Birgir meina að með meðferðinni á Ágústi Ólafi væri verið að fremja „ódæðisverk gegn óvirkum alkahólistum“ en Ágúst Ólafur fór í áfengismeðferð eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum áminninguna. Vildi Birgir meina að með því að hafna Ágústi Ólafi væri verið að hafa að engu þá staðreynd að hann hefði leitað sér hjálpar við alkahólisma, sem hefði orsakað breytni hans gegn Báru.  

„Raunverulega var þetta ekki svona heldur fékk hann bara boð um þriðja sæti sem hann hafnaði“
Hörður Oddfríðarson

Í yfirlýsingunni sem Ágúst birti á Facebook nú fyrir skemmstu sagði að Samfylkingunni hefði gengið vel á kjörtímabilinu og ekki síst í Reykjavík. Hann hafi tekið virkan þátt í því starfi og teldi sig hafa verið mikilvægan þingmann fyrir flokkinn. „Það er því virkilega dapurlegt fyrir mig að meirihluti uppstillingarnefndar telji ekki rétt að ég verði í líklegu þingsæti fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ágúst Ólafur. Hann segir einnig að þó gagnrýna megi ýmislegt varðandi aðferðina við val á lista flokksins þá virði hann rétt nefndarinnar til að taka ákvörðun. 

Ágúst Ólafur segir að hann hafi boðið uppstillingarnefnd flokksins sáttatillögu „sem fælist í því að ég færi úr oddvitasætinu í kjördæminu í nafni nýliðunar og tæki annað sætið. Þeirri tillögu var hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar.“ 

Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík segir hins vegar að lýsing Ágústs Ólafs sé ekki rétt. „Raunverulega var þetta ekki svona heldur fékk hann bara boð um þriðja sæti sem hann hafnaði.“ Þá segir Hörður einnig að það hafi verið ákvörðun sem uppstillingarnefndin hafi tekið og hafi ekkert haft með meiri- eða minnihluta að gera. 

Ágúst Ólafur svaraði ekki þegar Stundin reyndi að ná sambandi við hann símleiðis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár