Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir

Tæp­lega tug­ur slíkra mála er á borði kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Lík­legt er tal­ið að um fáa full­orðna ein­stak­linga sé að ræða og lík­lega ekki mik­ið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegð­un á net­inu veru­lega að mati að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóns.

Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Rannsaka kaup á myndefni Lögreglan rannsakar nú mál þar sem fullorðnir hafa boðið börnum greiðslur fyrir kynferðislegt myndefni. Mynd: Shutterstock

Lögreglan hefur til skoðunar tæplega tæplega tug mála þar sem fullorðnir einstaklingar eru taldir hafa greitt börnum fyrir að senda sér kynferðislegar myndir. Gerendurnir sem um ræðir eru færri, ekki mikið fleiri en tveir að því er lögreglan telur. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að auka þurfi forvarnir og fræðslu til barna um hegðun þeirra á netinu verulega. Sú fræðsla þyrfti að hefjast strax í grunnskóla.

Foreldrar og forráðamenn barna í grunnskólum Reykjavíkur fengu í morgun sendan tölvupóst þar sem vakin var athygli á nýrri birtingarmynd kynferðisbrota gegn börnum og unglingum, þar sem fullorðnir aðilar hafa greitt ungmennum peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Í flestum tilfellum hefur samband komist á milli þeirra fullorðnu og barnanna komist á með spjalli á netinu, á síðum eins og Snapchat, Instagram, TikTok og Telegram. Börnum hafi verið boðnar fimm til tíu þúsund krónur fyrir mynd, eftir því hvað á myndinni er að sjá, og hafa greiðslur farið í gegnum öpp á borð við Kass og Aur til að mynda.

„Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir“

Ævar Pálmi segir að þessi mál hafi komið inn á borð til lögreglunnar upp á síðkastið, ekki mörg þó. „Við erum bara að ná utan um þetta. Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir. Börnin sem um ræðir eru fleiri, þetta eru á bilinu fimm til tíu börn sem um ræðir eftir því sem við komumst næst.“

Verið er að kanna hvort málin tengist en það sé óljóst á þessari stundu. „Svona mál geta verið umfangsmikil í rannsókn. Bæði er nokkur fjöldi málsaðila og svo eru mál þar sem börn eru hugsanlegir brotaþolar eru að sjálfsögðu tekin föstum tökum og því meira umstang um þau,“ segir Ævar Pálmi.

Stöðva þarf frekari óæskileg samskipti

Í fyrrnefndum tölvupósti er vakin athygli á því að fullorðnir aðilar sem kaupi myndir með þessum hætti geti á stundum notað þær gegn börnunum til að fá þau til að senda fleiri og grófari myndir. Þá séu dæmi um að reynt sé að nálgast börnin frekar, mynda persónulegt samband við þau, mögulega með gjöfum til að vinna sér inn traust og velvilja. Það sé þekkt leið í kynferðisbrotamálmum gegn börnum.

Í tölvupóstinum er þess einnig getið að börn hafi tekið myndir af netinu og selt hinum fullorðnu. „Rannsóknin er svolítið að stefna í þá átt. Engu að síður þá er komið á samband milli einstaklinga sem ekki er æskilegt, samband sem getur leitt til frekari óæskilegri samskipta sem þarf að stöðva,“ segir Ævar Pálmi.

„Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir“

Rannsóknin gengur meðal annars út á að kanna hvað hinir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi farið fram á, hvernig samband hafi komist á og hvort þeir hafi vitað að þeir ættu í samskiptum við börn. Það sé ekki endilega svo klippt og skorið að hinir fullorðnu hafi endilega átt fullt frumkvæði að upphafi samskipta, þó svo að ábyrgðin liggi hjá þeim.  „Í einhverjum tilvikum getur verið að börn bjóði myndir gegn greiðslu. Staðalímyndin er oft sú að um sé að ræða fullorðinn mann sem borgar barni fyrir kynferðislega ljósmynd, tælir barn til að gera eitthvað. Það er auðvitað eins og þessi brot hafa yfirleitt verið en við erum líka að sjá núna að frumkvæðið að samskiptum getur verið að einhver unglingur sendir út skilaboð um að viðkomandi sé tilbúinn að senda af sér myndir fyrir peninga. Samskiptin hefjast því ekki endilega alltaf hjá hinum fullorðna en ábyrgðin liggur hins vegar alltaf hjá þeim sem er fullorðinn.“

Foreldrar tali við börn sín

Ævar Pálmi segist vonast til að með umfjöllun um þessi brot muni viðlíka mál detta niður. „Þessar bréfasendingar eru forvörn. Börnum er kennt að fara yfir götur, læra umferðarreglurnar, að það sé bannað að stela og bannað brjóta rúður. Það virðist hins vegar vera afskaplega lítil kennsla fyrir börn um það hvernig á að haga sér á netinu. Þar þyrfti að auka forvarnir og fræðslu verulega. Lögreglan er tilbúin í allt samtal og umræðu, þetta samtal mitt við þig er þáttur í því að auka vitund fólks um þessi mál. Mín skoðun er sú að fræðsla og forvarnir um þessi mál eigi heima í fræðslusamfélaginu og eigi að byrja strax í leikskóla. Í Bretlandi eru sex ára börn í áföngum þar sem þau læra hvernig á að hegða sér á netinu. Ég held því miður að við séum dálítið á eftir á í þessum efnum.“

„Það sem fer á netið, það er ekkert hægt að ná því út aftur“

Ævar Pálmi segir að þó að þessi tegund brota sé tiltölulega ný á borði lögreglunnar komi jafnt og þétt til hennar kasta ýmis blygðunarsemisbrot þar sem kynferðislegu myndefni sé dreift án vilja fólks, bæði barna og fullorðinna. „Það kemur manni svolítið á óvart að fullorðið fólk skuli enn senda af sér viðkvæmar myndir yfir netið. Það sem fer á netið, það er ekkert hægt að ná því út aftur. Þó að það sé kannski hægt að ná því út af einum miðli, einni vefsíðu, þá er þetta alltaf þarna til staðar. Þó fólk sendi myndir af sér á einhvern þann sem fólk telur að sé traustsins verður, og er það kannski, þá er líka alltaf möguleik á að einhver annar komist yfir myndefnið. Við höfum séð þess háttar brot. Fólk hefur líka lent í því að senda myndir í góðri trú á meðan að allt lék í lyndi en svo hefur kannski slest upp á vinskapinn. Þá eru dæmi um að myndunum sé dreift og þær jafnvel notaðar sem einhvers konar kúgun eða hótun. Þetta á við bæði um börn og fullorðna.“

Í tölvupóstinum er foreldrum bent á að þau geti farið reikningsyfirlit barna sinna og athuga hvort ókunnugir hafi verið að leggja peninga inn á börnin og eins sé vert að vera á varðbergi ef börn virðast eiga peninga sem ekki er skýring á hvaðan komi. Mikilvægt sé að ræða við börnin um þessi mál, án þess að þau upplifi skömm. Segi börn frá málum af þessum toga, fólk hafi vitneskju um slík mál eða grun þá beri að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu og barnaverndar í síma 411-9200.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
6
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár