Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir

Tæp­lega tug­ur slíkra mála er á borði kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Lík­legt er tal­ið að um fáa full­orðna ein­stak­linga sé að ræða og lík­lega ekki mik­ið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegð­un á net­inu veru­lega að mati að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóns.

Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Rannsaka kaup á myndefni Lögreglan rannsakar nú mál þar sem fullorðnir hafa boðið börnum greiðslur fyrir kynferðislegt myndefni. Mynd: Shutterstock

Lögreglan hefur til skoðunar tæplega tæplega tug mála þar sem fullorðnir einstaklingar eru taldir hafa greitt börnum fyrir að senda sér kynferðislegar myndir. Gerendurnir sem um ræðir eru færri, ekki mikið fleiri en tveir að því er lögreglan telur. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að auka þurfi forvarnir og fræðslu til barna um hegðun þeirra á netinu verulega. Sú fræðsla þyrfti að hefjast strax í grunnskóla.

Foreldrar og forráðamenn barna í grunnskólum Reykjavíkur fengu í morgun sendan tölvupóst þar sem vakin var athygli á nýrri birtingarmynd kynferðisbrota gegn börnum og unglingum, þar sem fullorðnir aðilar hafa greitt ungmennum peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Í flestum tilfellum hefur samband komist á milli þeirra fullorðnu og barnanna komist á með spjalli á netinu, á síðum eins og Snapchat, Instagram, TikTok og Telegram. Börnum hafi verið boðnar fimm til tíu þúsund krónur fyrir mynd, eftir því hvað á myndinni er að sjá, og hafa greiðslur farið í gegnum öpp á borð við Kass og Aur til að mynda.

„Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir“

Ævar Pálmi segir að þessi mál hafi komið inn á borð til lögreglunnar upp á síðkastið, ekki mörg þó. „Við erum bara að ná utan um þetta. Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir. Börnin sem um ræðir eru fleiri, þetta eru á bilinu fimm til tíu börn sem um ræðir eftir því sem við komumst næst.“

Verið er að kanna hvort málin tengist en það sé óljóst á þessari stundu. „Svona mál geta verið umfangsmikil í rannsókn. Bæði er nokkur fjöldi málsaðila og svo eru mál þar sem börn eru hugsanlegir brotaþolar eru að sjálfsögðu tekin föstum tökum og því meira umstang um þau,“ segir Ævar Pálmi.

Stöðva þarf frekari óæskileg samskipti

Í fyrrnefndum tölvupósti er vakin athygli á því að fullorðnir aðilar sem kaupi myndir með þessum hætti geti á stundum notað þær gegn börnunum til að fá þau til að senda fleiri og grófari myndir. Þá séu dæmi um að reynt sé að nálgast börnin frekar, mynda persónulegt samband við þau, mögulega með gjöfum til að vinna sér inn traust og velvilja. Það sé þekkt leið í kynferðisbrotamálmum gegn börnum.

Í tölvupóstinum er þess einnig getið að börn hafi tekið myndir af netinu og selt hinum fullorðnu. „Rannsóknin er svolítið að stefna í þá átt. Engu að síður þá er komið á samband milli einstaklinga sem ekki er æskilegt, samband sem getur leitt til frekari óæskilegri samskipta sem þarf að stöðva,“ segir Ævar Pálmi.

„Þetta lítur þannig út að þetta séu ekki margir menn, ekki mikið fleiri en tveir“

Rannsóknin gengur meðal annars út á að kanna hvað hinir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi farið fram á, hvernig samband hafi komist á og hvort þeir hafi vitað að þeir ættu í samskiptum við börn. Það sé ekki endilega svo klippt og skorið að hinir fullorðnu hafi endilega átt fullt frumkvæði að upphafi samskipta, þó svo að ábyrgðin liggi hjá þeim.  „Í einhverjum tilvikum getur verið að börn bjóði myndir gegn greiðslu. Staðalímyndin er oft sú að um sé að ræða fullorðinn mann sem borgar barni fyrir kynferðislega ljósmynd, tælir barn til að gera eitthvað. Það er auðvitað eins og þessi brot hafa yfirleitt verið en við erum líka að sjá núna að frumkvæðið að samskiptum getur verið að einhver unglingur sendir út skilaboð um að viðkomandi sé tilbúinn að senda af sér myndir fyrir peninga. Samskiptin hefjast því ekki endilega alltaf hjá hinum fullorðna en ábyrgðin liggur hins vegar alltaf hjá þeim sem er fullorðinn.“

Foreldrar tali við börn sín

Ævar Pálmi segist vonast til að með umfjöllun um þessi brot muni viðlíka mál detta niður. „Þessar bréfasendingar eru forvörn. Börnum er kennt að fara yfir götur, læra umferðarreglurnar, að það sé bannað að stela og bannað brjóta rúður. Það virðist hins vegar vera afskaplega lítil kennsla fyrir börn um það hvernig á að haga sér á netinu. Þar þyrfti að auka forvarnir og fræðslu verulega. Lögreglan er tilbúin í allt samtal og umræðu, þetta samtal mitt við þig er þáttur í því að auka vitund fólks um þessi mál. Mín skoðun er sú að fræðsla og forvarnir um þessi mál eigi heima í fræðslusamfélaginu og eigi að byrja strax í leikskóla. Í Bretlandi eru sex ára börn í áföngum þar sem þau læra hvernig á að hegða sér á netinu. Ég held því miður að við séum dálítið á eftir á í þessum efnum.“

„Það sem fer á netið, það er ekkert hægt að ná því út aftur“

Ævar Pálmi segir að þó að þessi tegund brota sé tiltölulega ný á borði lögreglunnar komi jafnt og þétt til hennar kasta ýmis blygðunarsemisbrot þar sem kynferðislegu myndefni sé dreift án vilja fólks, bæði barna og fullorðinna. „Það kemur manni svolítið á óvart að fullorðið fólk skuli enn senda af sér viðkvæmar myndir yfir netið. Það sem fer á netið, það er ekkert hægt að ná því út aftur. Þó að það sé kannski hægt að ná því út af einum miðli, einni vefsíðu, þá er þetta alltaf þarna til staðar. Þó fólk sendi myndir af sér á einhvern þann sem fólk telur að sé traustsins verður, og er það kannski, þá er líka alltaf möguleik á að einhver annar komist yfir myndefnið. Við höfum séð þess háttar brot. Fólk hefur líka lent í því að senda myndir í góðri trú á meðan að allt lék í lyndi en svo hefur kannski slest upp á vinskapinn. Þá eru dæmi um að myndunum sé dreift og þær jafnvel notaðar sem einhvers konar kúgun eða hótun. Þetta á við bæði um börn og fullorðna.“

Í tölvupóstinum er foreldrum bent á að þau geti farið reikningsyfirlit barna sinna og athuga hvort ókunnugir hafi verið að leggja peninga inn á börnin og eins sé vert að vera á varðbergi ef börn virðast eiga peninga sem ekki er skýring á hvaðan komi. Mikilvægt sé að ræða við börnin um þessi mál, án þess að þau upplifi skömm. Segi börn frá málum af þessum toga, fólk hafi vitneskju um slík mál eða grun þá beri að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu og barnaverndar í síma 411-9200.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár