Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar

Rögn­vald­ur Ólafs­son lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir skýrt að heim­ild sé til þess að ferða­lang­ar megi dvelja eina nótt ná­lægt Kefla­vík­ur­flug­velli áð­ur en þeir halda á dval­ar­stað í sótt­kví.

Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Fólk á að meta ástand sitt Allir ökumenn bera ábyrgð á að meta ástand sitt og hvílast ef þreyta sækir að þeim, segir Rögnvaldur. Mynd: Almannavarnir

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, segir að hnykkt verði á því við þá sem starfa á Keflavíkurflugvelli hvaða skilaboð ferðalangar sem til landsins koma fái. Skýrt sé í leiðbeiningum til vegna tvöfaldrar sýnatöku og sóttkvíar þar á milli að fólki sé heimilt að dvelja um hríð til hvíldar á einum stað áður en það heldur áfram þangað sem það hyggst dvelj í sóttkvínni. Þó þurfi vitanlega að virða sóttvarnarreglur.

Jóhann Sigurjónsson læknir gagnrýndi í morgun þá miklu áherslu sem landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli hafa lagt á það við ferðalanga að þeir haldi beinustu leið á leiðarenda í sóttkví eftir komuna til landsins, óháð ferðatíma, tíma sólarhringsins, færð á vegum, veðri og öðrum aðstæðum. Ákvað Jóhann að viðra þá gagnrýni eftir banaslysið sem varð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn laugardag. Hjón með ungt barn sitt voru þar á ferðinni, á leið til síns heima á Flateyri, eftir að hafa komið til landsins frá Póllandi. Konan lést en faðir og barn slösuðust. Jóhann var meðal viðbragðsaðila sem komu að slysinu og lýsti hann aðstæðum á veginum þar sem slysið varð sem þeim verstu sem hægt er að hugsa sér.

Ekki þarf að breyta reglum

Rögnvaldur segir að ekki þurfi að breyta reglunum sem í gildi séu, heimilt sé fyrir fólk að taka sér hvíld áður en það haldi í sóttkví. „Í fyrra haust þurftum við að leggja hart að fólki á flugvellinum að kynna fólki reglurnar af því að við vorum að lenda í því að það voru dæmi um að ferðamenn komu til landsins og voru svo að fara á milli hótela. Þeir túlkuðu reglurnar með þeim hætti, sem mátti auðvitað alls ekki. Það voru líka dæmi um að fólk túlkaði reglur um sóttkví, þar sem er heimild til að fara út og viðra sig, þannig að fólk fór út að morgni og skilaði sér ekki til baka fyrr en að kvöldi, eftir að hafa farið í dagsferðir á ferðamannastaði. Við lögðum því mikið upp úr því að skilaboðin væru skýr, þetta mætti ekki og fólk ætti að koma sér á dvalarstað og halda þar sóttkví.“

„Það gildir alltaf sú regla á okkur ökumönnum, óháð Covid, að við þurfum að meta okkar ástand“
Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur segir að fólk hafi gert sér grein fyrir því að á Íslandi sé allra veðra von og því hafi verið klásúla í leiðbeiningum til fólks sem hingað kemur til lands um þennan möguleika. ,,Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví."

„Það gildir alltaf sú regla á okkur ökumönnum, óháð Covid, að við þurfum að meta okkar ástand. Ef við erum þreytt eða illa fyrirkölluð eigum við annað hvort að stoppa úti í kanti og leggja okkur eða taka okkur næturhvíld áður en við leggjum af stað,“ segir Rögnvaldur og leggur áherslu á að með þeim orðum sé hann alls ekki að vísa til slyssins sem varð í Ísafjarðardjúpi um liðna helgi heldur sé þetta regla sem almennt eigi að fara eftir.

Fjöldi hótela býður upp á gistingu í sóttkví

Rögnvaldur bendir á að langur listi sé yfir hótel sem bjóði upp á gistingu fyrir fólk sem sé í sóttkví og að þau hótel bjóði sanngjörn verð. Hins vegar sé það auðvitað svo að einhverjir geti sett kostnaðinn fyrir sig. „Við sáum þegar að gjaldtöku var breytt í desember, þegar að sýnatakan var gerð gjaldfrjáls, þá snarfjölgaði þeim sem völdu sýnatöku á landamærunum. Einhverjir höfðu því sett þá upphæð sem greiða þurfti fyrir sig, þó hún væri ekki há. Það er því alveg viðbúið að einhverjir setji fyrir sig að þurfa að kaupa sér gistingu áður en haldið er á áfangastað. Þannig að það eru margar hliðar á þessu.“

Spurður hvort að það verði þá hnykkt á því við þá sem starfa á Keflavíkurflugvelli að kynna ferðalöngum þessa leið betur, að hægt sé að hvílast á hóteli áður en haldið í lokaáfangann á davalarstað, svara hann því játandi. „Ég held að það sé einmitt spurning um að skoða það, í ljósi umræðunnar. Þetta var mjög fín ábending og gott að fá umræðuna upp á yfirborðið. Maður veit svo sem að þó leiðbeiningarnar séu góðar, á átta tungumálum, þá er það svo að ekki lesa allir leiðbeiningar. Fólk tekur við bæklingum og hlustar á það sem sagt er og leggur svo kannski út af því sinn skilning. Með því að lyfta þessu upp í umræðuna hjálpar það vonandi til að fólk taki upplýstar ákvarðanir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár