Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar

Rögn­vald­ur Ólafs­son lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir skýrt að heim­ild sé til þess að ferða­lang­ar megi dvelja eina nótt ná­lægt Kefla­vík­ur­flug­velli áð­ur en þeir halda á dval­ar­stað í sótt­kví.

Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Fólk á að meta ástand sitt Allir ökumenn bera ábyrgð á að meta ástand sitt og hvílast ef þreyta sækir að þeim, segir Rögnvaldur. Mynd: Almannavarnir

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, segir að hnykkt verði á því við þá sem starfa á Keflavíkurflugvelli hvaða skilaboð ferðalangar sem til landsins koma fái. Skýrt sé í leiðbeiningum til vegna tvöfaldrar sýnatöku og sóttkvíar þar á milli að fólki sé heimilt að dvelja um hríð til hvíldar á einum stað áður en það heldur áfram þangað sem það hyggst dvelj í sóttkvínni. Þó þurfi vitanlega að virða sóttvarnarreglur.

Jóhann Sigurjónsson læknir gagnrýndi í morgun þá miklu áherslu sem landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli hafa lagt á það við ferðalanga að þeir haldi beinustu leið á leiðarenda í sóttkví eftir komuna til landsins, óháð ferðatíma, tíma sólarhringsins, færð á vegum, veðri og öðrum aðstæðum. Ákvað Jóhann að viðra þá gagnrýni eftir banaslysið sem varð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn laugardag. Hjón með ungt barn sitt voru þar á ferðinni, á leið til síns heima á Flateyri, eftir að hafa komið til landsins frá Póllandi. Konan lést en faðir og barn slösuðust. Jóhann var meðal viðbragðsaðila sem komu að slysinu og lýsti hann aðstæðum á veginum þar sem slysið varð sem þeim verstu sem hægt er að hugsa sér.

Ekki þarf að breyta reglum

Rögnvaldur segir að ekki þurfi að breyta reglunum sem í gildi séu, heimilt sé fyrir fólk að taka sér hvíld áður en það haldi í sóttkví. „Í fyrra haust þurftum við að leggja hart að fólki á flugvellinum að kynna fólki reglurnar af því að við vorum að lenda í því að það voru dæmi um að ferðamenn komu til landsins og voru svo að fara á milli hótela. Þeir túlkuðu reglurnar með þeim hætti, sem mátti auðvitað alls ekki. Það voru líka dæmi um að fólk túlkaði reglur um sóttkví, þar sem er heimild til að fara út og viðra sig, þannig að fólk fór út að morgni og skilaði sér ekki til baka fyrr en að kvöldi, eftir að hafa farið í dagsferðir á ferðamannastaði. Við lögðum því mikið upp úr því að skilaboðin væru skýr, þetta mætti ekki og fólk ætti að koma sér á dvalarstað og halda þar sóttkví.“

„Það gildir alltaf sú regla á okkur ökumönnum, óháð Covid, að við þurfum að meta okkar ástand“
Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur segir að fólk hafi gert sér grein fyrir því að á Íslandi sé allra veðra von og því hafi verið klásúla í leiðbeiningum til fólks sem hingað kemur til lands um þennan möguleika. ,,Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví."

„Það gildir alltaf sú regla á okkur ökumönnum, óháð Covid, að við þurfum að meta okkar ástand. Ef við erum þreytt eða illa fyrirkölluð eigum við annað hvort að stoppa úti í kanti og leggja okkur eða taka okkur næturhvíld áður en við leggjum af stað,“ segir Rögnvaldur og leggur áherslu á að með þeim orðum sé hann alls ekki að vísa til slyssins sem varð í Ísafjarðardjúpi um liðna helgi heldur sé þetta regla sem almennt eigi að fara eftir.

Fjöldi hótela býður upp á gistingu í sóttkví

Rögnvaldur bendir á að langur listi sé yfir hótel sem bjóði upp á gistingu fyrir fólk sem sé í sóttkví og að þau hótel bjóði sanngjörn verð. Hins vegar sé það auðvitað svo að einhverjir geti sett kostnaðinn fyrir sig. „Við sáum þegar að gjaldtöku var breytt í desember, þegar að sýnatakan var gerð gjaldfrjáls, þá snarfjölgaði þeim sem völdu sýnatöku á landamærunum. Einhverjir höfðu því sett þá upphæð sem greiða þurfti fyrir sig, þó hún væri ekki há. Það er því alveg viðbúið að einhverjir setji fyrir sig að þurfa að kaupa sér gistingu áður en haldið er á áfangastað. Þannig að það eru margar hliðar á þessu.“

Spurður hvort að það verði þá hnykkt á því við þá sem starfa á Keflavíkurflugvelli að kynna ferðalöngum þessa leið betur, að hægt sé að hvílast á hóteli áður en haldið í lokaáfangann á davalarstað, svara hann því játandi. „Ég held að það sé einmitt spurning um að skoða það, í ljósi umræðunnar. Þetta var mjög fín ábending og gott að fá umræðuna upp á yfirborðið. Maður veit svo sem að þó leiðbeiningarnar séu góðar, á átta tungumálum, þá er það svo að ekki lesa allir leiðbeiningar. Fólk tekur við bæklingum og hlustar á það sem sagt er og leggur svo kannski út af því sinn skilning. Með því að lyfta þessu upp í umræðuna hjálpar það vonandi til að fólk taki upplýstar ákvarðanir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár