Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar

Rögn­vald­ur Ólafs­son lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir skýrt að heim­ild sé til þess að ferða­lang­ar megi dvelja eina nótt ná­lægt Kefla­vík­ur­flug­velli áð­ur en þeir halda á dval­ar­stað í sótt­kví.

Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Fólk á að meta ástand sitt Allir ökumenn bera ábyrgð á að meta ástand sitt og hvílast ef þreyta sækir að þeim, segir Rögnvaldur. Mynd: Almannavarnir

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, segir að hnykkt verði á því við þá sem starfa á Keflavíkurflugvelli hvaða skilaboð ferðalangar sem til landsins koma fái. Skýrt sé í leiðbeiningum til vegna tvöfaldrar sýnatöku og sóttkvíar þar á milli að fólki sé heimilt að dvelja um hríð til hvíldar á einum stað áður en það heldur áfram þangað sem það hyggst dvelj í sóttkvínni. Þó þurfi vitanlega að virða sóttvarnarreglur.

Jóhann Sigurjónsson læknir gagnrýndi í morgun þá miklu áherslu sem landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli hafa lagt á það við ferðalanga að þeir haldi beinustu leið á leiðarenda í sóttkví eftir komuna til landsins, óháð ferðatíma, tíma sólarhringsins, færð á vegum, veðri og öðrum aðstæðum. Ákvað Jóhann að viðra þá gagnrýni eftir banaslysið sem varð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn laugardag. Hjón með ungt barn sitt voru þar á ferðinni, á leið til síns heima á Flateyri, eftir að hafa komið til landsins frá Póllandi. Konan lést en faðir og barn slösuðust. Jóhann var meðal viðbragðsaðila sem komu að slysinu og lýsti hann aðstæðum á veginum þar sem slysið varð sem þeim verstu sem hægt er að hugsa sér.

Ekki þarf að breyta reglum

Rögnvaldur segir að ekki þurfi að breyta reglunum sem í gildi séu, heimilt sé fyrir fólk að taka sér hvíld áður en það haldi í sóttkví. „Í fyrra haust þurftum við að leggja hart að fólki á flugvellinum að kynna fólki reglurnar af því að við vorum að lenda í því að það voru dæmi um að ferðamenn komu til landsins og voru svo að fara á milli hótela. Þeir túlkuðu reglurnar með þeim hætti, sem mátti auðvitað alls ekki. Það voru líka dæmi um að fólk túlkaði reglur um sóttkví, þar sem er heimild til að fara út og viðra sig, þannig að fólk fór út að morgni og skilaði sér ekki til baka fyrr en að kvöldi, eftir að hafa farið í dagsferðir á ferðamannastaði. Við lögðum því mikið upp úr því að skilaboðin væru skýr, þetta mætti ekki og fólk ætti að koma sér á dvalarstað og halda þar sóttkví.“

„Það gildir alltaf sú regla á okkur ökumönnum, óháð Covid, að við þurfum að meta okkar ástand“
Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur segir að fólk hafi gert sér grein fyrir því að á Íslandi sé allra veðra von og því hafi verið klásúla í leiðbeiningum til fólks sem hingað kemur til lands um þennan möguleika. ,,Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví."

„Það gildir alltaf sú regla á okkur ökumönnum, óháð Covid, að við þurfum að meta okkar ástand. Ef við erum þreytt eða illa fyrirkölluð eigum við annað hvort að stoppa úti í kanti og leggja okkur eða taka okkur næturhvíld áður en við leggjum af stað,“ segir Rögnvaldur og leggur áherslu á að með þeim orðum sé hann alls ekki að vísa til slyssins sem varð í Ísafjarðardjúpi um liðna helgi heldur sé þetta regla sem almennt eigi að fara eftir.

Fjöldi hótela býður upp á gistingu í sóttkví

Rögnvaldur bendir á að langur listi sé yfir hótel sem bjóði upp á gistingu fyrir fólk sem sé í sóttkví og að þau hótel bjóði sanngjörn verð. Hins vegar sé það auðvitað svo að einhverjir geti sett kostnaðinn fyrir sig. „Við sáum þegar að gjaldtöku var breytt í desember, þegar að sýnatakan var gerð gjaldfrjáls, þá snarfjölgaði þeim sem völdu sýnatöku á landamærunum. Einhverjir höfðu því sett þá upphæð sem greiða þurfti fyrir sig, þó hún væri ekki há. Það er því alveg viðbúið að einhverjir setji fyrir sig að þurfa að kaupa sér gistingu áður en haldið er á áfangastað. Þannig að það eru margar hliðar á þessu.“

Spurður hvort að það verði þá hnykkt á því við þá sem starfa á Keflavíkurflugvelli að kynna ferðalöngum þessa leið betur, að hægt sé að hvílast á hóteli áður en haldið í lokaáfangann á davalarstað, svara hann því játandi. „Ég held að það sé einmitt spurning um að skoða það, í ljósi umræðunnar. Þetta var mjög fín ábending og gott að fá umræðuna upp á yfirborðið. Maður veit svo sem að þó leiðbeiningarnar séu góðar, á átta tungumálum, þá er það svo að ekki lesa allir leiðbeiningar. Fólk tekur við bæklingum og hlustar á það sem sagt er og leggur svo kannski út af því sinn skilning. Með því að lyfta þessu upp í umræðuna hjálpar það vonandi til að fólk taki upplýstar ákvarðanir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár