Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði

Jó­hann Sig­ur­jóns­son lækn­ir seg­ir að með því að etja ferða­löng­um í lang­ferð­ir milli lands­hluta eft­ir kom­una til lands­ins án til­lits til að­stæðna sé ver­ið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suð­vest­ur­horn­inu áð­ur en það legg­ur í lang­ferð­ir eft­ir kom­una til lands­ins.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Ferðalöngum att milli landshluta óháð aðstæðum Jóhann Sigurjónsson læknir gagnrýnir að fólki sem kemur til landsins sé gert að fara tafarlaust á þann stað sem það hyggst dvelja í sóttkví á án þess að tillit sé tekið til dagsbirtu, þreytu, færðar og veðurs. Mynd: Úr einkasafni

Alvarlegar misfellur eru í framkvæmd sóttvarnaraðgerða þegar kemur að skimunarsóttkví ferðalanga, svo miklar að vel er mögulegt að þær hafi valdið fólki skaða. Með því að leggja ofuráherslu á að fólk fari beinustu leið á þann stað sem það hefur gefið upp sem sóttkvíarstað, óháð tíma dags, ferðatíma fyrir komuna til landsins, vegalengda og færðar á vegum sé verið að leggja fólk í hættu. Þó ekki sé hægt að fullyrða um orsakir slyssins í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn laugardag, sem varð til þess að kona lét lífið og eiginmaður hennar og barn slösuðust, þá er ljóst að fólkið hafði verið á ferð alla nóttina, eftir langt ferðalag frá útlöndum, og aksturskilyrði voru mjög slæm auk þess sem myrkur var.

Þetta er mat Jóhanns Sigurjónssonar læknis, sem búsettur er í Lundi í Svíþjóð en kemur reglulega til starfa á Ísafirði. Jóhann var sjálfur með í för í lögreglubílnum sem kom á vettvang slyssins í Skötufirði síðastliðinn laugardag. Hann segir að þrátt fyrir að um þaulþjálfaðan ökumann hafi verið að ræða, á besta hugsanlega bíl til að keyra við þessar aðstæður, hafi verið ómögulegt að komast hraðar yfir en áttatíu kílómetra á klukkustund þar sem best lét. „Aðstæður á veginum í Skötufirði á laugardagsmorgun voru verstu mögulegar aðstæður til aksturs, ég fullyrði það, krapi ofan á svellbunkum og flughált,“ segir Jóhann í samtali við Stundina.

„Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum“

Jóhann segir að hann hafi frá því í haust í þrígang komið til landsins og farið til Ísafjarðar í vinnuerindum. Í öll skiptin hafi hann kosið að undirgangast tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Hann segir að allt frá því í haust hafi hann haft áhyggjur af því að hversu mikil áhersla sé lögð á það við fólk sem kemur til landsins að það komi sér án tafar milli landshluta, án tillits til aðstæðna. „Mér hefur fundist augljós áhættan við að etja fólki í slík ferðalög, en talað fyrir algerlega daufum eyrum fulltrúa yfirvalda í Keflavík. Mér finnst þetta mjög óvarlegt og raunar er það mjög svekkjandi að yfirvöld noti ekki tækifærið og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að auka varkárni. Þarna er kjörið tækifæri til þess að leggja lóð á vogarskál þess að fólk fari varlega í umferðinni. Óháð Covid hefur fólk verið að taka rangar ákvarðanir og keyra á milli í vitlausum veðrum. Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum. Þarna ertu með örþreytt fólk, á versta tíma sólarhrings, við verstu mögulegar aðstæður.“

Gagnrýnir framkvæmdina

Jóhann leggur áherslu á að hann sé ekki að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir yfirvalda sem slíkar heldur telur hann tvöföldu skimunina og sóttkvínna þar á milli skilvirka og vel heppnaða leið til að koma í veg fyrir að veiran berist inn í landið. Hann gagnrýni hins vegar framkvæmdina.

Fyrir komu til landsins er ferðalöngum gert að skrá aðeins einn dvalarstað þar sem það hyggst dvelja á meðan á sóttkví stendur. Í tilviki Jóhanns hefur hann skráð heimilsfang foreldra sinna á Ísafirði þar sem hann hefur ætlað sér að dveljast. Við komuna til landsins hefur hann í öllum tilvikum fengið afhentan bæklinga um hvaða reglur gildi í sóttkví og einnig rætt við landamæraverði en landamærvörðum er uppálagt að ræða við alla sem til landsins koma. Í bæklingnum má finna eftirfarandi málsgrein: ,,Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví."

Jóhann segir að ekkert komi í veg fyrir að sóttkví sé skipt upp í tvennt, þannig að fólk dvelji fyrstu nótt á suðvesturhorninu, og haldi svo áfram ferðalaginu á þann stað sem dvelja eigi á næstu daga fram að seinni skimun. „Það eru fjöldi hótela á suðvesturhorninu sem bjóða upp á sérstaklega hagstæða gistingu fyrir fólk sem er í þessum sporum en upplýsingarnar ná einhverra hluta vegna ekki fram.“

Lætur sér ekki til hugar koma að keyra beint vestur

Jóhann lýsir því að hann hafi í þessi þrjú skipti sem hann hefur komið til landsins verið að lenda um kaffileytið eftir sex til sjö klukkustunda ferðalag til landsins. Þess má geta að vegalengdin milli Keflavíkurflugvallar og Ísafjarðar eru 500 kílómetrar og má gera ráð fyrir að ekki taki styttri tíma að keyra þá vegalengd en ríflega sex klukkustundir, miðað við eðlilegan hraða og góð akstursskilyrði og að hvergi sé stoppað.

„Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni“

Jóhann segir að hann hafi í fyrstu ferðinni til landsins í september spurt sérstaklega hvort hann mætti gista eina nótt í mannlausu húsnæði sem hann hefði aðgang að í Reykjavík og halda ferðinn áfram vestur morguninn eftir. „Ég bar fyrir mig þreytu eftir langt ferðalag, veðurspá sem var betri daginn eftir og að ég kysi að keyra í dagsbirtu. Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni. Ég maldaði í móinn og bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir.“

Jóhann kom síðast til landins fyrir rúmri viku síðan með þriggja ára son sinn sem hann bar á handleggnum í samtali við landamæravörð, þeir báðir þreyttir eftir ferðalagin. Skilaboðin hafi þá verið þau sömu og áður. „Hunskist á áfangastað, án tafar – Gildir einu hvort það er í Hafnarfirði eða á Ísafirði.

Skemmst er frá því að segja að ég hef í öllum ferðum mínum hunsað þessi boð og sofið eina nótt fyrir sunnan og keyrt úthvíldur vestur í dagsbirtu morguninn eftir.“

„Ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm“

Jóhann vill að fólk verði beinlínis hvatt til þess að haga ferðalögum sínum með þessum hætti, í nafni umferðaröryggis og öryggis fólks. „Það er verið að bjóða hættunni heim með því að leggja svona hart að fólki að halda ferð sinni áfram og að sama skapi erum við að missa af kjörnu tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um hættuna samfara þreytu í umferðinni. Þreyta er að minnsta kosti jafn hættuleg og ölvun og lyfjaneysla við akstur. Ég sjálfur myndi aldrei, núna eftir að ég komst til vits og ár, myndi aldrei keyra beint vestur eftir komu til landsins, ekki einu sinni við bestu aðstæður.“

Jóhann segir að hann hafi bent á þetta á samráðsfundi sem haldinn var á sunnudaginn eftir slysið í Skötufirði. Kollegi hans hafi tekið málið upp á samráðsfundi almannavarna einnig. „Svo er máttur Facebook þannig að skólafélagi minn úr grunnskóla er kvæntur konu sem er innsti koppur í búri hjá almannavörnum og þau tóku þetta fyrir á fundi strax í morgun. Ég er mjög ánægður með öll þau viðbrögð sem ég hef fengið að heyra. Það virðist vera að skynsemin fái að ráða í þessu, að málin séu rædd af yfirvegun og ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm.“

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár