Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!

266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!

Hér er hún, já þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurningin sú hin fyrri:

Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.    Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með stöfunum LHR?

2.   Hver átti eiginkonu sem var svo forvitin að hún varð að saltstólpa?

3.   „Elementary, my dear Watson!“ segir Sherlock Holmes gjarnan við vin sinn, Watson lækni, að minnsta kosti í bíó- og sjónvarpsmyndum. En hvað heitir Watson að fornafni?

4.   Þegar Íslendingar ætluðu að reyna að íslenska sem allra flest útlensk orð, þá varð til orðið „glóaldin“. Hvað er það?

5.   John Dalton hét enskur vísindamaður sem gerði meðal annars brautryðjendarannsókn á litblindu, en er þó þekktastur fyrir að hafa átt mestan þátt í að hnitmiða og móta þekkingu okkar á svolitlu. Menn höfðu reyndar grun um þetta fyrirbæri löngu fyrr, bæði á Grikklandi og á Indlandi til forna, en Dalton setti fyrstur manna fram brúklega kenningu um þetta. Orðið, sem við notum um þetta fyrirbæri er grískt, og þýðir eiginlega eitthvað sem er óaðgreinanlegt eða ósundurskeranlegt. En nú á seinni árum hafa menn reyndar komist að því að fyrirbærið er vissulega samsett og þar með aðgreinanlegt. Hvaða fyrirbæri er þetta?

6.   Hvað heitir landfyllingin þar sem Reykvíkingar viðra gjarnan hundana sína?

7.   Holland og Danmörk eiga fleira sameiginlegt en vera láglend. Í báðum löndum er hérað eða landsvæði sem nefnist ... hvað?

8.   Fyrir hvaða flokk situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi?

9.   Á miðöldum voru tvö nunnuklaustur á Íslandi. Nefnið annað þeirra.

10.   Ung írsk kona hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir tvær geysivinsælar skáldsögur sem báðar hafa komið út á íslensku — Conversations With Friends (Okkar á milli) og Normal People (Eins og fólk er flest). Hvað heitir hún?

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Myndin hér að neðan snertir — eins og hin neðri — leikhús. Af hvaða frægri persónu úr leiklistarsögunni er langlíklegast að myndin sé?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   London Heathrow.

2.   Lot.

3.   John.

4.   Appelsína.

5.   Atóm.

6.   Geirsnef.

7.   Sjáland.

8.   Samfylkingin.

9.   Kirkjubæjarklaustur og/eða Reynistaðaklaustur.

10.   Sally Rooney. Eftirnafnið dugar reyndar.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá Chekhov í miðið.

Á neðri myndinni flýtur Ófelía.

***

Og svo hlekkurinn á þrautina síðan í gær. Þannig má rekja sig 265 þrautir aftur á bak!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár