Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!

266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!

Hér er hún, já þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurningin sú hin fyrri:

Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.    Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með stöfunum LHR?

2.   Hver átti eiginkonu sem var svo forvitin að hún varð að saltstólpa?

3.   „Elementary, my dear Watson!“ segir Sherlock Holmes gjarnan við vin sinn, Watson lækni, að minnsta kosti í bíó- og sjónvarpsmyndum. En hvað heitir Watson að fornafni?

4.   Þegar Íslendingar ætluðu að reyna að íslenska sem allra flest útlensk orð, þá varð til orðið „glóaldin“. Hvað er það?

5.   John Dalton hét enskur vísindamaður sem gerði meðal annars brautryðjendarannsókn á litblindu, en er þó þekktastur fyrir að hafa átt mestan þátt í að hnitmiða og móta þekkingu okkar á svolitlu. Menn höfðu reyndar grun um þetta fyrirbæri löngu fyrr, bæði á Grikklandi og á Indlandi til forna, en Dalton setti fyrstur manna fram brúklega kenningu um þetta. Orðið, sem við notum um þetta fyrirbæri er grískt, og þýðir eiginlega eitthvað sem er óaðgreinanlegt eða ósundurskeranlegt. En nú á seinni árum hafa menn reyndar komist að því að fyrirbærið er vissulega samsett og þar með aðgreinanlegt. Hvaða fyrirbæri er þetta?

6.   Hvað heitir landfyllingin þar sem Reykvíkingar viðra gjarnan hundana sína?

7.   Holland og Danmörk eiga fleira sameiginlegt en vera láglend. Í báðum löndum er hérað eða landsvæði sem nefnist ... hvað?

8.   Fyrir hvaða flokk situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi?

9.   Á miðöldum voru tvö nunnuklaustur á Íslandi. Nefnið annað þeirra.

10.   Ung írsk kona hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir tvær geysivinsælar skáldsögur sem báðar hafa komið út á íslensku — Conversations With Friends (Okkar á milli) og Normal People (Eins og fólk er flest). Hvað heitir hún?

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Myndin hér að neðan snertir — eins og hin neðri — leikhús. Af hvaða frægri persónu úr leiklistarsögunni er langlíklegast að myndin sé?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   London Heathrow.

2.   Lot.

3.   John.

4.   Appelsína.

5.   Atóm.

6.   Geirsnef.

7.   Sjáland.

8.   Samfylkingin.

9.   Kirkjubæjarklaustur og/eða Reynistaðaklaustur.

10.   Sally Rooney. Eftirnafnið dugar reyndar.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá Chekhov í miðið.

Á neðri myndinni flýtur Ófelía.

***

Og svo hlekkurinn á þrautina síðan í gær. Þannig má rekja sig 265 þrautir aftur á bak!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár