Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!

266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!

Hér er hún, já þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurningin sú hin fyrri:

Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.    Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með stöfunum LHR?

2.   Hver átti eiginkonu sem var svo forvitin að hún varð að saltstólpa?

3.   „Elementary, my dear Watson!“ segir Sherlock Holmes gjarnan við vin sinn, Watson lækni, að minnsta kosti í bíó- og sjónvarpsmyndum. En hvað heitir Watson að fornafni?

4.   Þegar Íslendingar ætluðu að reyna að íslenska sem allra flest útlensk orð, þá varð til orðið „glóaldin“. Hvað er það?

5.   John Dalton hét enskur vísindamaður sem gerði meðal annars brautryðjendarannsókn á litblindu, en er þó þekktastur fyrir að hafa átt mestan þátt í að hnitmiða og móta þekkingu okkar á svolitlu. Menn höfðu reyndar grun um þetta fyrirbæri löngu fyrr, bæði á Grikklandi og á Indlandi til forna, en Dalton setti fyrstur manna fram brúklega kenningu um þetta. Orðið, sem við notum um þetta fyrirbæri er grískt, og þýðir eiginlega eitthvað sem er óaðgreinanlegt eða ósundurskeranlegt. En nú á seinni árum hafa menn reyndar komist að því að fyrirbærið er vissulega samsett og þar með aðgreinanlegt. Hvaða fyrirbæri er þetta?

6.   Hvað heitir landfyllingin þar sem Reykvíkingar viðra gjarnan hundana sína?

7.   Holland og Danmörk eiga fleira sameiginlegt en vera láglend. Í báðum löndum er hérað eða landsvæði sem nefnist ... hvað?

8.   Fyrir hvaða flokk situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi?

9.   Á miðöldum voru tvö nunnuklaustur á Íslandi. Nefnið annað þeirra.

10.   Ung írsk kona hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir tvær geysivinsælar skáldsögur sem báðar hafa komið út á íslensku — Conversations With Friends (Okkar á milli) og Normal People (Eins og fólk er flest). Hvað heitir hún?

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Myndin hér að neðan snertir — eins og hin neðri — leikhús. Af hvaða frægri persónu úr leiklistarsögunni er langlíklegast að myndin sé?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   London Heathrow.

2.   Lot.

3.   John.

4.   Appelsína.

5.   Atóm.

6.   Geirsnef.

7.   Sjáland.

8.   Samfylkingin.

9.   Kirkjubæjarklaustur og/eða Reynistaðaklaustur.

10.   Sally Rooney. Eftirnafnið dugar reyndar.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá Chekhov í miðið.

Á neðri myndinni flýtur Ófelía.

***

Og svo hlekkurinn á þrautina síðan í gær. Þannig má rekja sig 265 þrautir aftur á bak!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár