Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut

265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut

Hér er þraut gærdags, gærdags.

***

Aukaspurning númer eitt:

Nátttröllið á glugganum heitir verkið hér að ofan. Hver málaði?

***

Aðalspurningar:

1.   Priti Patel heitir stjórnmálakona ein, sem nú er mjög umdeildur innanríkisráðherra í heimalandi sínu. Hvaða land er það?

2.   Heimsmeistaramótið í handbolta stendur nú yfir. Hvaða þjóð mun freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn frá 2019?

3.   Johanna Maria Magdalena Ritschel fæddist árið 1901 og dó aðeins 43 ára. Þá hafði hún nýlokið við að fremja hræðilegan glæp. Undir hvaða nafni er Johanna Maria Magdalena Ritschel þekktust?

4.   En undir hvaða nafni er Hallgerður Höskuldsdóttir þekktust?

5.   Lilja Björk Einarsdóttir stýrir einu mikilvægasta fjármálafyrirtæki landsins. Hvaða fyrirtæki skyldi það vera?

6.   Hvaða rithöfundur sagði eitthvað á þessa leið: „Það er mjög heppilegt að maðurinn minn er fornleifafræðingur. Þá er minni hætta á að hann missi áhugann á mér þegar ég eldist.“

7.   Í loks mars mun söngkona ein gefa út plötuna Chemtrails Over the Country Club, sem margir munu vera farnir að bíða eftir. Söngkonan er 35 ára gömul, hefur gegnum tíðina sungið um bæði vídeóleiki og bláar gallabuxur, heitir í rauninni Elizabeth Woolridge Grant, en hvað kallar hún sig?

8.   Í hvaða hafi eru Andaman-eyjar?

9.   Hvar á Íslandi er Deildartunguhver?

10.   Hver lék Bibbu á Brávallagötu?

***

Aukaspurning númer tvö:

Upp á síðkastið hefur enginn málað íslensk þjóðsagna- og söguleg minni eins og Þrándur Þórarinsson. Hér eiga útilegumenn í höggi við ... ja, hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bretlandi.

2.   Danir.

3.   Magda Goebbels.

4.   Hallgerður langbrók.

5.   Landsbankinn.

6.   Agatha Christie.

7.   Lana del Rey.

8.   Indlandshafi.

9.   Borgarfirði.

10.   Edda Björgvinsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Ásgrímur Jónsson málaði nátttröllið.

Þrándur málaði Þorgeirsbola.

***

Og gærdagsþrautin!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár