265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut

265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut

Hér er þraut gærdags, gærdags.

***

Aukaspurning númer eitt:

Nátttröllið á glugganum heitir verkið hér að ofan. Hver málaði?

***

Aðalspurningar:

1.   Priti Patel heitir stjórnmálakona ein, sem nú er mjög umdeildur innanríkisráðherra í heimalandi sínu. Hvaða land er það?

2.   Heimsmeistaramótið í handbolta stendur nú yfir. Hvaða þjóð mun freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn frá 2019?

3.   Johanna Maria Magdalena Ritschel fæddist árið 1901 og dó aðeins 43 ára. Þá hafði hún nýlokið við að fremja hræðilegan glæp. Undir hvaða nafni er Johanna Maria Magdalena Ritschel þekktust?

4.   En undir hvaða nafni er Hallgerður Höskuldsdóttir þekktust?

5.   Lilja Björk Einarsdóttir stýrir einu mikilvægasta fjármálafyrirtæki landsins. Hvaða fyrirtæki skyldi það vera?

6.   Hvaða rithöfundur sagði eitthvað á þessa leið: „Það er mjög heppilegt að maðurinn minn er fornleifafræðingur. Þá er minni hætta á að hann missi áhugann á mér þegar ég eldist.“

7.   Í loks mars mun söngkona ein gefa út plötuna Chemtrails Over the Country Club, sem margir munu vera farnir að bíða eftir. Söngkonan er 35 ára gömul, hefur gegnum tíðina sungið um bæði vídeóleiki og bláar gallabuxur, heitir í rauninni Elizabeth Woolridge Grant, en hvað kallar hún sig?

8.   Í hvaða hafi eru Andaman-eyjar?

9.   Hvar á Íslandi er Deildartunguhver?

10.   Hver lék Bibbu á Brávallagötu?

***

Aukaspurning númer tvö:

Upp á síðkastið hefur enginn málað íslensk þjóðsagna- og söguleg minni eins og Þrándur Þórarinsson. Hér eiga útilegumenn í höggi við ... ja, hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bretlandi.

2.   Danir.

3.   Magda Goebbels.

4.   Hallgerður langbrók.

5.   Landsbankinn.

6.   Agatha Christie.

7.   Lana del Rey.

8.   Indlandshafi.

9.   Borgarfirði.

10.   Edda Björgvinsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Ásgrímur Jónsson málaði nátttröllið.

Þrándur málaði Þorgeirsbola.

***

Og gærdagsþrautin!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár