Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun

Alls hef­ur ver­ið til­kynnt um 57 til­vik þar sem grun­ur leik­ur á um auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19. Til­kynnt hef­ur ver­ið um sex and­lát en ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til aug­ljósra tengsla bólu­setn­inga og til­vik­anna.

Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun
Rannsókn enn yfirstandandi Vonast er til að rannsókn á aukaverkunum sem tilkynntar hafa verið eftir bólusetningar við Covid-19 ljúki á næstu dögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lyfjastofnun hafa borist 57 tilkynningar um grun um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Af þeim eru sjö alvarlegar og þar af hefur verið tilkynnt um sex andlát. Í öllum sjö tilvikunum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi, og ekkert hefur komið fram um tengsl milli bólusetningarinnar og atvikanna. Rannsókn embættis landlæknis á umræddum atvikum stendur enn yfir en vonast er til að stutt sé í niðurstöðu, jafnvel undir lok þessarar viku.

Þetta kemur fram í svari embættis landlæknis við fyrirspurn Stundarinnar. Rannsóknin á aukaverkunum vegna bólusetninga var hafin 5. janúar, eftir að embætti Landlæknis höfðu borist fimm tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega kynnu að tengjast bólusetningum með Comirnaty bóluefni Pfizer og BioNTech lyfjafyrirtækjana. Ekkert hafði komið fram um að beint orsakasamband væri milli bólusetninganna og þessara alvarlegu atvika en í öllum tilvikum var um að ræða aldraða sjúklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Engu að síður ákváðu landlæknir, sóttvarnarlæknir og forstjóri Lyfjastofnunar í sameiningu að láta hefja rannsókn til að meta hverjar líkurna séu á tengslum þar á milli.

Hefur ekki áhrif á bólusetningar með bóluefni Moderna

Í tilkynningu frá landlæknisembættinu var tilgreint að stefnt væri að því að frumniðurstöður myndu liggja fyrir eftir viku til tíu daga. Var lögð áhersla á að hraða rannsókninni til að niðurstöður lægju fyrir áður en gefa ætti fólki síðari skammt af bóluefninu, og jafnframt að skoðað yrði hvort breyta þyrfti nálgun á bólusetningum eldri einstaklinga.

Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinum hefur yfirstandandi rannsókn ekki nein áhrif á bólusetningar fólks með bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Moderna, sem barst hingað til lands í morgun.

Rannsókn á Landakoti enn í gangi

Þá er rannsókn landlæknisembættisins á hópsmiti sem kom upp á Landakoti á í október á síðasta ári  enn í gangi og ekki er hægt að gefa upp hvenær henni mun ljúka samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Umræddar tvær rannsóknir, tengdar Covid-19 faraldrinum, eru umfangsmiklar og sagðar í miklum forgangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár