Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun

Alls hef­ur ver­ið til­kynnt um 57 til­vik þar sem grun­ur leik­ur á um auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19. Til­kynnt hef­ur ver­ið um sex and­lát en ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til aug­ljósra tengsla bólu­setn­inga og til­vik­anna.

Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun
Rannsókn enn yfirstandandi Vonast er til að rannsókn á aukaverkunum sem tilkynntar hafa verið eftir bólusetningar við Covid-19 ljúki á næstu dögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lyfjastofnun hafa borist 57 tilkynningar um grun um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Af þeim eru sjö alvarlegar og þar af hefur verið tilkynnt um sex andlát. Í öllum sjö tilvikunum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi, og ekkert hefur komið fram um tengsl milli bólusetningarinnar og atvikanna. Rannsókn embættis landlæknis á umræddum atvikum stendur enn yfir en vonast er til að stutt sé í niðurstöðu, jafnvel undir lok þessarar viku.

Þetta kemur fram í svari embættis landlæknis við fyrirspurn Stundarinnar. Rannsóknin á aukaverkunum vegna bólusetninga var hafin 5. janúar, eftir að embætti Landlæknis höfðu borist fimm tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega kynnu að tengjast bólusetningum með Comirnaty bóluefni Pfizer og BioNTech lyfjafyrirtækjana. Ekkert hafði komið fram um að beint orsakasamband væri milli bólusetninganna og þessara alvarlegu atvika en í öllum tilvikum var um að ræða aldraða sjúklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Engu að síður ákváðu landlæknir, sóttvarnarlæknir og forstjóri Lyfjastofnunar í sameiningu að láta hefja rannsókn til að meta hverjar líkurna séu á tengslum þar á milli.

Hefur ekki áhrif á bólusetningar með bóluefni Moderna

Í tilkynningu frá landlæknisembættinu var tilgreint að stefnt væri að því að frumniðurstöður myndu liggja fyrir eftir viku til tíu daga. Var lögð áhersla á að hraða rannsókninni til að niðurstöður lægju fyrir áður en gefa ætti fólki síðari skammt af bóluefninu, og jafnframt að skoðað yrði hvort breyta þyrfti nálgun á bólusetningum eldri einstaklinga.

Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinum hefur yfirstandandi rannsókn ekki nein áhrif á bólusetningar fólks með bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Moderna, sem barst hingað til lands í morgun.

Rannsókn á Landakoti enn í gangi

Þá er rannsókn landlæknisembættisins á hópsmiti sem kom upp á Landakoti á í október á síðasta ári  enn í gangi og ekki er hægt að gefa upp hvenær henni mun ljúka samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Umræddar tvær rannsóknir, tengdar Covid-19 faraldrinum, eru umfangsmiklar og sagðar í miklum forgangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár