Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun

Alls hef­ur ver­ið til­kynnt um 57 til­vik þar sem grun­ur leik­ur á um auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19. Til­kynnt hef­ur ver­ið um sex and­lát en ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til aug­ljósra tengsla bólu­setn­inga og til­vik­anna.

Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun
Rannsókn enn yfirstandandi Vonast er til að rannsókn á aukaverkunum sem tilkynntar hafa verið eftir bólusetningar við Covid-19 ljúki á næstu dögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lyfjastofnun hafa borist 57 tilkynningar um grun um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Af þeim eru sjö alvarlegar og þar af hefur verið tilkynnt um sex andlát. Í öllum sjö tilvikunum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi, og ekkert hefur komið fram um tengsl milli bólusetningarinnar og atvikanna. Rannsókn embættis landlæknis á umræddum atvikum stendur enn yfir en vonast er til að stutt sé í niðurstöðu, jafnvel undir lok þessarar viku.

Þetta kemur fram í svari embættis landlæknis við fyrirspurn Stundarinnar. Rannsóknin á aukaverkunum vegna bólusetninga var hafin 5. janúar, eftir að embætti Landlæknis höfðu borist fimm tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega kynnu að tengjast bólusetningum með Comirnaty bóluefni Pfizer og BioNTech lyfjafyrirtækjana. Ekkert hafði komið fram um að beint orsakasamband væri milli bólusetninganna og þessara alvarlegu atvika en í öllum tilvikum var um að ræða aldraða sjúklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Engu að síður ákváðu landlæknir, sóttvarnarlæknir og forstjóri Lyfjastofnunar í sameiningu að láta hefja rannsókn til að meta hverjar líkurna séu á tengslum þar á milli.

Hefur ekki áhrif á bólusetningar með bóluefni Moderna

Í tilkynningu frá landlæknisembættinu var tilgreint að stefnt væri að því að frumniðurstöður myndu liggja fyrir eftir viku til tíu daga. Var lögð áhersla á að hraða rannsókninni til að niðurstöður lægju fyrir áður en gefa ætti fólki síðari skammt af bóluefninu, og jafnframt að skoðað yrði hvort breyta þyrfti nálgun á bólusetningum eldri einstaklinga.

Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinum hefur yfirstandandi rannsókn ekki nein áhrif á bólusetningar fólks með bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Moderna, sem barst hingað til lands í morgun.

Rannsókn á Landakoti enn í gangi

Þá er rannsókn landlæknisembættisins á hópsmiti sem kom upp á Landakoti á í október á síðasta ári  enn í gangi og ekki er hægt að gefa upp hvenær henni mun ljúka samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Umræddar tvær rannsóknir, tengdar Covid-19 faraldrinum, eru umfangsmiklar og sagðar í miklum forgangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár