Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem líkti búsáhaldabyltingunni eftir bankahrunið 2008 við innrás áhangenda Donald Trumps í leiðara á laugardaginn, var sjálfur þátttakandi í þeirri atburðarás sem hrunið var þar sem hann var forstjóri fjárfestingarbankans VBS. Þessi banki fékk meðal annars rúmlega 26 milljarða króna lán frá íslenska ríkinu skömmu eftir að vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók til valda á Íslandi í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar í mars árið 2009.
Þessi lánveiting, sem fjármögnuð var með kröfum sem íslenska ríkið átti en ekki með „beinhörðum peningum“ eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði við Viðskiptablaðið árið 2011, var sett á lista fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins og Kjarnans eftir hrunið sem dæmi um lélegar og umdeildar björgunaraðgerðir íslenska ríkisins í kjölfar bankahrunsins.
Í greininni þar sem rætt var við Steingrím J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar sem tók við völdum eftir hrunið, var fjárfestingarbankinn VBS sagður vera „versti banki sögunnar“ og vísað í …
Athugasemdir