Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“

Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, líkti búsáhalda­bylt­ing­unni á Ís­landi ár­in 2008 og 2009 sam­an, við inn­rás­ina í þing­hús­ið í Washingt­on í síð­ustu viku. Hann stýrði fjár­fest­ing­ar­bank­an­um VBS sem skil­ur eft­ir sig 50 millj­arða skuld­ir, með­al ann­ars við ís­lenska rík­ið.

Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í  þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Búsáhaldabylting og innrásin í þinghúsið Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, líkti Búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghúsið í Washington í leiðara á laugardaginn. Mynd: OddurBen

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem líkti búsáhaldabyltingunni eftir bankahrunið 2008 við innrás áhangenda Donald Trumps í leiðara á laugardaginn,  var sjálfur þátttakandi í þeirri atburðarás sem hrunið var þar sem hann var forstjóri fjárfestingarbankans VBS. Þessi banki fékk meðal annars rúmlega 26 milljarða króna lán frá íslenska ríkinu skömmu eftir að vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna  tók til valda á Íslandi í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar í mars árið 2009.

Þessi lánveiting, sem fjármögnuð var með kröfum sem íslenska ríkið átti en ekki með „beinhörðum peningum“ eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði við Viðskiptablaðið árið 2011, var sett á lista fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins og Kjarnans eftir hrunið sem dæmi um lélegar og umdeildar björgunaraðgerðir íslenska ríkisins í kjölfar bankahrunsins. 

Í greininni þar sem rætt var við Steingrím J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar sem tók við völdum eftir hrunið, var fjárfestingarbankinn VBS sagður vera „versti banki sögunnar“ og vísað í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár