Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“

Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, líkti búsáhalda­bylt­ing­unni á Ís­landi ár­in 2008 og 2009 sam­an, við inn­rás­ina í þing­hús­ið í Washingt­on í síð­ustu viku. Hann stýrði fjár­fest­ing­ar­bank­an­um VBS sem skil­ur eft­ir sig 50 millj­arða skuld­ir, með­al ann­ars við ís­lenska rík­ið.

Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í  þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Búsáhaldabylting og innrásin í þinghúsið Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, líkti Búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghúsið í Washington í leiðara á laugardaginn. Mynd: OddurBen

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem líkti búsáhaldabyltingunni eftir bankahrunið 2008 við innrás áhangenda Donald Trumps í leiðara á laugardaginn,  var sjálfur þátttakandi í þeirri atburðarás sem hrunið var þar sem hann var forstjóri fjárfestingarbankans VBS. Þessi banki fékk meðal annars rúmlega 26 milljarða króna lán frá íslenska ríkinu skömmu eftir að vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna  tók til valda á Íslandi í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar í mars árið 2009.

Þessi lánveiting, sem fjármögnuð var með kröfum sem íslenska ríkið átti en ekki með „beinhörðum peningum“ eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði við Viðskiptablaðið árið 2011, var sett á lista fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins og Kjarnans eftir hrunið sem dæmi um lélegar og umdeildar björgunaraðgerðir íslenska ríkisins í kjölfar bankahrunsins. 

Í greininni þar sem rætt var við Steingrím J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar sem tók við völdum eftir hrunið, var fjárfestingarbankinn VBS sagður vera „versti banki sögunnar“ og vísað í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár