Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“

Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, líkti búsáhalda­bylt­ing­unni á Ís­landi ár­in 2008 og 2009 sam­an, við inn­rás­ina í þing­hús­ið í Washingt­on í síð­ustu viku. Hann stýrði fjár­fest­ing­ar­bank­an­um VBS sem skil­ur eft­ir sig 50 millj­arða skuld­ir, með­al ann­ars við ís­lenska rík­ið.

Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í  þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Búsáhaldabylting og innrásin í þinghúsið Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, líkti Búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghúsið í Washington í leiðara á laugardaginn. Mynd: OddurBen

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem líkti búsáhaldabyltingunni eftir bankahrunið 2008 við innrás áhangenda Donald Trumps í leiðara á laugardaginn,  var sjálfur þátttakandi í þeirri atburðarás sem hrunið var þar sem hann var forstjóri fjárfestingarbankans VBS. Þessi banki fékk meðal annars rúmlega 26 milljarða króna lán frá íslenska ríkinu skömmu eftir að vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna  tók til valda á Íslandi í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar í mars árið 2009.

Þessi lánveiting, sem fjármögnuð var með kröfum sem íslenska ríkið átti en ekki með „beinhörðum peningum“ eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði við Viðskiptablaðið árið 2011, var sett á lista fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins og Kjarnans eftir hrunið sem dæmi um lélegar og umdeildar björgunaraðgerðir íslenska ríkisins í kjölfar bankahrunsins. 

Í greininni þar sem rætt var við Steingrím J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar sem tók við völdum eftir hrunið, var fjárfestingarbankinn VBS sagður vera „versti banki sögunnar“ og vísað í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár