Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

260. spurningaþraut: Þjóðverjar og Þýskaland

260. spurningaþraut: Þjóðverjar og Þýskaland

Þrautin frá í gær.

***

Allar spurningar um sama þema þar eð númer þrautarinnar endar á núlli. Að þessu sinni ber ég niður í Þýskalandi.

Fyrri aukaspurningin:

Þjóðverjar eiga tonn af frábærum tónskáldum fyrr og síðar, en færri myndlistarmenn í allra fremstu röð. Þeir eru þó nokkrir og einn þeirra — sem uppi var um 1500 — málaði þessa sjálfsmynd af sér. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.   Þýskaland er stærra en Ísland. En hve mörgum sinnum stærra, svona gróft séð? Er Þýskaland 2 sinnum stærra, 3,5 sinnum stærra, 5 sinnum stærra eða 7,5 sinnum stærra en Ísland?

2.   Hversu margir eru Þjóðverjar, samkvæmt nýjustu tölum? Hér má muna fimm milljónum til eða frá.

3.   Hvað gerðist merkilegast og afdrifaríkast til lengri tíma litið í þýskri sögu þann 18. janúar 1871?

4.   Claudia Schiffer var sennilega frægasta kona Þýskalands á síðasta áratug síðustu aldar. Hver er hennar atvinna?

5.   Angela Merkel er kanslari Þýskalands eins og flestir vita. Fyrir hvað flokk situr hún í embætti?

6.   Keppt hefur verið um þýska meistaratitilinn í fótbolta allt frá 1903, að vísu ekki alveg sleitulaust. Flestir vita að Bayern München hefur unnið þýska meistaratitilinn í karlaflokki oftast allra liða, en hvaða lið hefur unnið næstoftast? Það er að vísu meira en hálf öld síðan liðið vann síðast.

7.   Berlín er langfjölmennasta borg Þýskalands. Hvaða borg er næst fjölmennust?

8.   Hvaða þýskur rithöfundur skrifaði skáldsöguna Tintrommuna?

9.   Óteljandi orrustur hafa verið háðar á þýskri grund. Ein sú allra fjölmennasta var háð á þremur dögum í október 1813. Þar sigraði sameinaður her Rússa, ýmissa Þjóðverja og fleiri her Napóleons Frakkakeisara. Þetta varð upphafið að endalokum Napóleons. Við hvaða þýsku borg er þessi örlagaríka orrusta kennd?

10.   Þýsku systkinin Sophie Scholl og Hans Scholl stóðu á sínum tíma fyrir hópi sem kallaðist Hvíta rósin. Fyrir starf Hvítu rósarinnar voru þau dregin fyrir dóm, dæmd til dauða og afhöfðuð. En hverju helgaði Hvíta rósin sig, sem yfirvöldum fannst svo hættulegt?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi þýska listakona?

 

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskaland er um það bil 3,5 sinnum stærra en Ísland.

2.   83 milljónir, svo rétt telst vera allt frá 78 til 88.

3.   Þýskaland sameinaðist — að mestu. „Keisaradæmi stofnað“ er ekki fullnægjandi, þar sem sérstaklega er spurt um atburð er hafði langvarandi afleiðingar. Keisaradæmið stóð jú „aðeins“ í 45 ár eða svá.

4.   Fyrirsæta.

5.    Kristilega demókrata.

6.   Nürnberg.

7.   Hamborg.

8.   Grass.

9.   Leipzig.

10.   Andstöðu við nasisma og Hitler.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Dürer.

Á neðri myndinni er Nina Hagen.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu