Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

260. spurningaþraut: Þjóðverjar og Þýskaland

260. spurningaþraut: Þjóðverjar og Þýskaland

Þrautin frá í gær.

***

Allar spurningar um sama þema þar eð númer þrautarinnar endar á núlli. Að þessu sinni ber ég niður í Þýskalandi.

Fyrri aukaspurningin:

Þjóðverjar eiga tonn af frábærum tónskáldum fyrr og síðar, en færri myndlistarmenn í allra fremstu röð. Þeir eru þó nokkrir og einn þeirra — sem uppi var um 1500 — málaði þessa sjálfsmynd af sér. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.   Þýskaland er stærra en Ísland. En hve mörgum sinnum stærra, svona gróft séð? Er Þýskaland 2 sinnum stærra, 3,5 sinnum stærra, 5 sinnum stærra eða 7,5 sinnum stærra en Ísland?

2.   Hversu margir eru Þjóðverjar, samkvæmt nýjustu tölum? Hér má muna fimm milljónum til eða frá.

3.   Hvað gerðist merkilegast og afdrifaríkast til lengri tíma litið í þýskri sögu þann 18. janúar 1871?

4.   Claudia Schiffer var sennilega frægasta kona Þýskalands á síðasta áratug síðustu aldar. Hver er hennar atvinna?

5.   Angela Merkel er kanslari Þýskalands eins og flestir vita. Fyrir hvað flokk situr hún í embætti?

6.   Keppt hefur verið um þýska meistaratitilinn í fótbolta allt frá 1903, að vísu ekki alveg sleitulaust. Flestir vita að Bayern München hefur unnið þýska meistaratitilinn í karlaflokki oftast allra liða, en hvaða lið hefur unnið næstoftast? Það er að vísu meira en hálf öld síðan liðið vann síðast.

7.   Berlín er langfjölmennasta borg Þýskalands. Hvaða borg er næst fjölmennust?

8.   Hvaða þýskur rithöfundur skrifaði skáldsöguna Tintrommuna?

9.   Óteljandi orrustur hafa verið háðar á þýskri grund. Ein sú allra fjölmennasta var háð á þremur dögum í október 1813. Þar sigraði sameinaður her Rússa, ýmissa Þjóðverja og fleiri her Napóleons Frakkakeisara. Þetta varð upphafið að endalokum Napóleons. Við hvaða þýsku borg er þessi örlagaríka orrusta kennd?

10.   Þýsku systkinin Sophie Scholl og Hans Scholl stóðu á sínum tíma fyrir hópi sem kallaðist Hvíta rósin. Fyrir starf Hvítu rósarinnar voru þau dregin fyrir dóm, dæmd til dauða og afhöfðuð. En hverju helgaði Hvíta rósin sig, sem yfirvöldum fannst svo hættulegt?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi þýska listakona?

 

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskaland er um það bil 3,5 sinnum stærra en Ísland.

2.   83 milljónir, svo rétt telst vera allt frá 78 til 88.

3.   Þýskaland sameinaðist — að mestu. „Keisaradæmi stofnað“ er ekki fullnægjandi, þar sem sérstaklega er spurt um atburð er hafði langvarandi afleiðingar. Keisaradæmið stóð jú „aðeins“ í 45 ár eða svá.

4.   Fyrirsæta.

5.    Kristilega demókrata.

6.   Nürnberg.

7.   Hamborg.

8.   Grass.

9.   Leipzig.

10.   Andstöðu við nasisma og Hitler.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Dürer.

Á neðri myndinni er Nina Hagen.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár