Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

260. spurningaþraut: Þjóðverjar og Þýskaland

260. spurningaþraut: Þjóðverjar og Þýskaland

Þrautin frá í gær.

***

Allar spurningar um sama þema þar eð númer þrautarinnar endar á núlli. Að þessu sinni ber ég niður í Þýskalandi.

Fyrri aukaspurningin:

Þjóðverjar eiga tonn af frábærum tónskáldum fyrr og síðar, en færri myndlistarmenn í allra fremstu röð. Þeir eru þó nokkrir og einn þeirra — sem uppi var um 1500 — málaði þessa sjálfsmynd af sér. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.   Þýskaland er stærra en Ísland. En hve mörgum sinnum stærra, svona gróft séð? Er Þýskaland 2 sinnum stærra, 3,5 sinnum stærra, 5 sinnum stærra eða 7,5 sinnum stærra en Ísland?

2.   Hversu margir eru Þjóðverjar, samkvæmt nýjustu tölum? Hér má muna fimm milljónum til eða frá.

3.   Hvað gerðist merkilegast og afdrifaríkast til lengri tíma litið í þýskri sögu þann 18. janúar 1871?

4.   Claudia Schiffer var sennilega frægasta kona Þýskalands á síðasta áratug síðustu aldar. Hver er hennar atvinna?

5.   Angela Merkel er kanslari Þýskalands eins og flestir vita. Fyrir hvað flokk situr hún í embætti?

6.   Keppt hefur verið um þýska meistaratitilinn í fótbolta allt frá 1903, að vísu ekki alveg sleitulaust. Flestir vita að Bayern München hefur unnið þýska meistaratitilinn í karlaflokki oftast allra liða, en hvaða lið hefur unnið næstoftast? Það er að vísu meira en hálf öld síðan liðið vann síðast.

7.   Berlín er langfjölmennasta borg Þýskalands. Hvaða borg er næst fjölmennust?

8.   Hvaða þýskur rithöfundur skrifaði skáldsöguna Tintrommuna?

9.   Óteljandi orrustur hafa verið háðar á þýskri grund. Ein sú allra fjölmennasta var háð á þremur dögum í október 1813. Þar sigraði sameinaður her Rússa, ýmissa Þjóðverja og fleiri her Napóleons Frakkakeisara. Þetta varð upphafið að endalokum Napóleons. Við hvaða þýsku borg er þessi örlagaríka orrusta kennd?

10.   Þýsku systkinin Sophie Scholl og Hans Scholl stóðu á sínum tíma fyrir hópi sem kallaðist Hvíta rósin. Fyrir starf Hvítu rósarinnar voru þau dregin fyrir dóm, dæmd til dauða og afhöfðuð. En hverju helgaði Hvíta rósin sig, sem yfirvöldum fannst svo hættulegt?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi þýska listakona?

 

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskaland er um það bil 3,5 sinnum stærra en Ísland.

2.   83 milljónir, svo rétt telst vera allt frá 78 til 88.

3.   Þýskaland sameinaðist — að mestu. „Keisaradæmi stofnað“ er ekki fullnægjandi, þar sem sérstaklega er spurt um atburð er hafði langvarandi afleiðingar. Keisaradæmið stóð jú „aðeins“ í 45 ár eða svá.

4.   Fyrirsæta.

5.    Kristilega demókrata.

6.   Nürnberg.

7.   Hamborg.

8.   Grass.

9.   Leipzig.

10.   Andstöðu við nasisma og Hitler.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Dürer.

Á neðri myndinni er Nina Hagen.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár