„Ég myndi segja að hamingjan sé vellíðan; að leyfa sér að líða vel og geta notið þess sem er gott í lífi manns,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur. „Hamingjan er að kunna að meta það sem er fagurt og gott og einblína á það í staðinn fyrir að velta sér upp úr því sem maður hefur enga stjórn á og fer í taugarnar á manni. Hamingjan felst líka í því að vita að manns nánustu líði vel. Ef þessu er steypt saman þá er hamingjuna að finna í því sem veitir manni gleði, því að geta hlegið og notið einhvers sem er fallegt, svo sem stjarnanna og himinsins fyrir ofan okkur og hafsins; að geta notið fegurðarinnar í kringum sig og návistar við þá sem standa manni næst.
Það er eitt sem manni verður kannski ljóst eftir því sem maður eldist og þroskast en það er að hamingjan er …
Athugasemdir