Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Rit­stjóri Wiki­leaks seg­ir Ju­li­an Assange fyrst og fremst vilja vera í friði með fjöl­skyld­unni eft­ir ára­tug í mik­illi ein­angr­un en dóm­ari neit­aði hon­um um lausn gegn trygg­ingu þrátt fyr­ir að hafa hafn­að framsals­beiðni banda­rískra stjórn­valda. Hann kynni að meta boð um póli­tískt hæli á Ís­landi, jafn­vel þótt það yrði að­eins tákn­rænt.

Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Kristinn Hrafnsson hefur verið starfandi ritstjóri Wikileaks síðustu ár, í fjarvist Julian Assange. Eins og flestum er kunnugt hafðist Assange við í sendiráði Ekvadors í Lundúnum til margra ára áður en hann var dreginn út af lögreglu og reynt var að framselja hann til Bandaríkjanna fyrir birtingar Wikileaks á leyniskjölum þarlendra stjórnvalda. 

Réttarhöldin í Old Bailey-réttarsalnum sögufræga í Lundúnum hafa snúist um hvort tilefni bandarísku ákærunnar standist lög um tjáningarfrelsi og blaðamennsku í Bretlandi. Að endingu hafnaði dómarinn öllum röksemdarfærslum verjenda Assange um að hann nyti verndar á grundvelli tjáningarfrelsis líkt og aðrir blaðamenn. Aðeins var fallist á þau rök að það myndi vera Assange lífshættulegt að dvelja í bandarísku fangelsi, svo slæmt væri ástandið í bandarískum fangelsum að líf hans yrði í bráðri hættu.

Málinu hefur verið áfrýjað af bandarískum yfirvöldum en í millitíðinni báðu verjendur Assange um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu vegna slæmrar andlegrar heilsu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár