Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Rit­stjóri Wiki­leaks seg­ir Ju­li­an Assange fyrst og fremst vilja vera í friði með fjöl­skyld­unni eft­ir ára­tug í mik­illi ein­angr­un en dóm­ari neit­aði hon­um um lausn gegn trygg­ingu þrátt fyr­ir að hafa hafn­að framsals­beiðni banda­rískra stjórn­valda. Hann kynni að meta boð um póli­tískt hæli á Ís­landi, jafn­vel þótt það yrði að­eins tákn­rænt.

Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Kristinn Hrafnsson hefur verið starfandi ritstjóri Wikileaks síðustu ár, í fjarvist Julian Assange. Eins og flestum er kunnugt hafðist Assange við í sendiráði Ekvadors í Lundúnum til margra ára áður en hann var dreginn út af lögreglu og reynt var að framselja hann til Bandaríkjanna fyrir birtingar Wikileaks á leyniskjölum þarlendra stjórnvalda. 

Réttarhöldin í Old Bailey-réttarsalnum sögufræga í Lundúnum hafa snúist um hvort tilefni bandarísku ákærunnar standist lög um tjáningarfrelsi og blaðamennsku í Bretlandi. Að endingu hafnaði dómarinn öllum röksemdarfærslum verjenda Assange um að hann nyti verndar á grundvelli tjáningarfrelsis líkt og aðrir blaðamenn. Aðeins var fallist á þau rök að það myndi vera Assange lífshættulegt að dvelja í bandarísku fangelsi, svo slæmt væri ástandið í bandarískum fangelsum að líf hans yrði í bráðri hættu.

Málinu hefur verið áfrýjað af bandarískum yfirvöldum en í millitíðinni báðu verjendur Assange um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu vegna slæmrar andlegrar heilsu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár