Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Rit­stjóri Wiki­leaks seg­ir Ju­li­an Assange fyrst og fremst vilja vera í friði með fjöl­skyld­unni eft­ir ára­tug í mik­illi ein­angr­un en dóm­ari neit­aði hon­um um lausn gegn trygg­ingu þrátt fyr­ir að hafa hafn­að framsals­beiðni banda­rískra stjórn­valda. Hann kynni að meta boð um póli­tískt hæli á Ís­landi, jafn­vel þótt það yrði að­eins tákn­rænt.

Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Kristinn Hrafnsson hefur verið starfandi ritstjóri Wikileaks síðustu ár, í fjarvist Julian Assange. Eins og flestum er kunnugt hafðist Assange við í sendiráði Ekvadors í Lundúnum til margra ára áður en hann var dreginn út af lögreglu og reynt var að framselja hann til Bandaríkjanna fyrir birtingar Wikileaks á leyniskjölum þarlendra stjórnvalda. 

Réttarhöldin í Old Bailey-réttarsalnum sögufræga í Lundúnum hafa snúist um hvort tilefni bandarísku ákærunnar standist lög um tjáningarfrelsi og blaðamennsku í Bretlandi. Að endingu hafnaði dómarinn öllum röksemdarfærslum verjenda Assange um að hann nyti verndar á grundvelli tjáningarfrelsis líkt og aðrir blaðamenn. Aðeins var fallist á þau rök að það myndi vera Assange lífshættulegt að dvelja í bandarísku fangelsi, svo slæmt væri ástandið í bandarískum fangelsum að líf hans yrði í bráðri hættu.

Málinu hefur verið áfrýjað af bandarískum yfirvöldum en í millitíðinni báðu verjendur Assange um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu vegna slæmrar andlegrar heilsu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár