Kristinn Hrafnsson hefur verið starfandi ritstjóri Wikileaks síðustu ár, í fjarvist Julian Assange. Eins og flestum er kunnugt hafðist Assange við í sendiráði Ekvadors í Lundúnum til margra ára áður en hann var dreginn út af lögreglu og reynt var að framselja hann til Bandaríkjanna fyrir birtingar Wikileaks á leyniskjölum þarlendra stjórnvalda.
Réttarhöldin í Old Bailey-réttarsalnum sögufræga í Lundúnum hafa snúist um hvort tilefni bandarísku ákærunnar standist lög um tjáningarfrelsi og blaðamennsku í Bretlandi. Að endingu hafnaði dómarinn öllum röksemdarfærslum verjenda Assange um að hann nyti verndar á grundvelli tjáningarfrelsis líkt og aðrir blaðamenn. Aðeins var fallist á þau rök að það myndi vera Assange lífshættulegt að dvelja í bandarísku fangelsi, svo slæmt væri ástandið í bandarískum fangelsum að líf hans yrði í bráðri hættu.
Málinu hefur verið áfrýjað af bandarískum yfirvöldum en í millitíðinni báðu verjendur Assange um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu vegna slæmrar andlegrar heilsu …
Athugasemdir