Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Rit­stjóri Wiki­leaks seg­ir Ju­li­an Assange fyrst og fremst vilja vera í friði með fjöl­skyld­unni eft­ir ára­tug í mik­illi ein­angr­un en dóm­ari neit­aði hon­um um lausn gegn trygg­ingu þrátt fyr­ir að hafa hafn­að framsals­beiðni banda­rískra stjórn­valda. Hann kynni að meta boð um póli­tískt hæli á Ís­landi, jafn­vel þótt það yrði að­eins tákn­rænt.

Áfangasigur Assange en ósigur fyrir tjáningarfrelsi

Kristinn Hrafnsson hefur verið starfandi ritstjóri Wikileaks síðustu ár, í fjarvist Julian Assange. Eins og flestum er kunnugt hafðist Assange við í sendiráði Ekvadors í Lundúnum til margra ára áður en hann var dreginn út af lögreglu og reynt var að framselja hann til Bandaríkjanna fyrir birtingar Wikileaks á leyniskjölum þarlendra stjórnvalda. 

Réttarhöldin í Old Bailey-réttarsalnum sögufræga í Lundúnum hafa snúist um hvort tilefni bandarísku ákærunnar standist lög um tjáningarfrelsi og blaðamennsku í Bretlandi. Að endingu hafnaði dómarinn öllum röksemdarfærslum verjenda Assange um að hann nyti verndar á grundvelli tjáningarfrelsis líkt og aðrir blaðamenn. Aðeins var fallist á þau rök að það myndi vera Assange lífshættulegt að dvelja í bandarísku fangelsi, svo slæmt væri ástandið í bandarískum fangelsum að líf hans yrði í bráðri hættu.

Málinu hefur verið áfrýjað af bandarískum yfirvöldum en í millitíðinni báðu verjendur Assange um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu vegna slæmrar andlegrar heilsu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár