Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óður til tartalettunnar

Tartalett­an á heima á stalli nostal­g­ískra æskuminn­inga og lúmsks geymslu­bragðs. Í tartalett­ur má setja margs kon­ar girni­leg­ar fyll­ing­ar og nýta af­ganga sér­lega vel. Brauð­tert­an hef­ur feng­ið svið­ið í nokk­urn tíma og því ekki fjar­stæðu­kennt að tími tartalett­unn­ar sé kom­inn.

Óður til tartalettunnar

Ég gæti lifað á tartalettum! hugsaði ég þar sem ég sat makindalega í stofusófanum og horfði á Áramótaskaupið í annað sinn. Í þessari ágætu tartalettu var steiktur rauðlaukur og sveppir hrært saman við rjómaost, skvettu af rjóma, handahófskenndu samblandi af kryddi, skinku og aspas. Eiginlega mætti kalla þessa blöndu brauðrétt í tartalettu og það hljómar skothelt!

Ef marka má þessa skilyrðislausu ást mína á tartalettum er svolítið skondið að segja frá því að í raun kaupi ég þær mjög sjaldan. Eiginlega aldrei nema í desember, en tartalettur eiga einmitt sérdeilis vel við nú í janúar líka. Þær eru nefnilega tilvaldar til að fylla með öllum þeim afgöngum sem kunna að leynast í ísskápnum. Svo eru þær líka dálítið sparilegar þannig að maður getur nartað í góða tartalettu og hangið dálítið lengur á matarhátíðinni miklu sem jólin eru. Þó auðvitað í mun minna og jafnvel hollara mæli, svona ef ég nenni. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár