„Það er ákaflega erfitt fyrir fólk með ADHD ef það fær hvorki greiningu né meðferð við hæfi,“ segir Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur en í þessu viðtali er sjónum sérstaklega beint að drengjum með ómeðhöndlað ADHD.
Talið er að 7–8% fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. ADHD er um það bil helmingi algengari hjá körlum en konum og er talið að 4–5% fullorðinna glími við ADHD. „Þetta virðist tengjast vanvirkni boðefna í heila og er stjórnkerfi heilans ekki að virka. Kjarnaeinkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Stundum eru öll einkennin jafn ráðandi, stundum einkum athyglisbrestur og stundum ofvirknin og hvatvísi. Út frá þessum kjarnaeinkennum þróast síðan fylgiraskanirnar.“
Ýmsar fylgiraskanir
Sólveig segir að fylgiraskanirnar séu oft erfiðastar. „Flestir fullorðnir með ADHD glíma við einhverjar fylgiraskanir sem leiða má til ADHD. Ef barn með ADHD fær ekki viðeigandi meðferð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir en þær geta oft orðið mun alvarlegri en …
Athugasemdir