Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu

Ekki eru aug­ljós tengsl milli auka­verk­ana og bólu­setn­ing­ar. Til­kynnt hef­ur ver­ið um fjög­ur dauðs­föll aldr­aðra ein­stak­linga sem glímt höfðu við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og lang­vinn veik­indi fyr­ir bólu­setn­ingu.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu
Tilkynnt um 31 tilvik aukaverkana Aukaverkun segir ekkki til um orsakasamhengi heldur einungis að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lyfjastofnun hefur borist 31 tilkynning um aukaverkanir eftir bólusetningu við Covid-19. Fimm tilkynningar eru um alvarleg atvik, þar af fjögur dauðsföll. Í öllum fimm tilvikunum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli aukaverkananna og bólusetningarinnar vegna undirliggjandi sjúkdóma þeirra sem um ræðir. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Stundarinnar.

Í 26 tilvikum var ekki um alvarlegar aukaverkanir að ræða heldur hefðbundnar aukaverkanir af bólusetningum, svo sem eymsl á stungustað, höfuðverki, svima, þreytu, ógleði eða slappleika. Þær aukaverkanir eru í samræmi við upplýsingar á fylgiseðli bóluefnisins Comirnaty frá Pfizer og BioNTech. Tíðni aukaverkana er svipuð og upplýsingar frá lyfjaframleiðendunum benda til. Ekki eru til staðar samanburðartölur um tíðni aukaverkana í nágrannalöndunum að svo komnu máli. Flestar tilkynningar varða framlínustarfsmenn sem fengið hafa bólusetningu.

„Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi“

Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.

Ekki hafa borist neinar tilkynningar um aukaverkanir að svo komnu máli sem gefa tilefni til að endurskoða hverjir fá bólusetningu samkvæmt svörum Lyfjastofnunar. „Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi, bara að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Hafa verður í huga að í þessari umferð bólusetninga var verið að bólusetja okkar veikustu og elstu einstaklinga. Gagnsemi nákvæmrar skráningar er fyrst og fremst til að geta fundið merki um mynstur mögulegra aukaverkana sem kann að tengjast bólusetningunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár