Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu

Ekki eru aug­ljós tengsl milli auka­verk­ana og bólu­setn­ing­ar. Til­kynnt hef­ur ver­ið um fjög­ur dauðs­föll aldr­aðra ein­stak­linga sem glímt höfðu við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og lang­vinn veik­indi fyr­ir bólu­setn­ingu.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu
Tilkynnt um 31 tilvik aukaverkana Aukaverkun segir ekkki til um orsakasamhengi heldur einungis að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lyfjastofnun hefur borist 31 tilkynning um aukaverkanir eftir bólusetningu við Covid-19. Fimm tilkynningar eru um alvarleg atvik, þar af fjögur dauðsföll. Í öllum fimm tilvikunum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli aukaverkananna og bólusetningarinnar vegna undirliggjandi sjúkdóma þeirra sem um ræðir. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Stundarinnar.

Í 26 tilvikum var ekki um alvarlegar aukaverkanir að ræða heldur hefðbundnar aukaverkanir af bólusetningum, svo sem eymsl á stungustað, höfuðverki, svima, þreytu, ógleði eða slappleika. Þær aukaverkanir eru í samræmi við upplýsingar á fylgiseðli bóluefnisins Comirnaty frá Pfizer og BioNTech. Tíðni aukaverkana er svipuð og upplýsingar frá lyfjaframleiðendunum benda til. Ekki eru til staðar samanburðartölur um tíðni aukaverkana í nágrannalöndunum að svo komnu máli. Flestar tilkynningar varða framlínustarfsmenn sem fengið hafa bólusetningu.

„Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi“

Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.

Ekki hafa borist neinar tilkynningar um aukaverkanir að svo komnu máli sem gefa tilefni til að endurskoða hverjir fá bólusetningu samkvæmt svörum Lyfjastofnunar. „Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi, bara að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Hafa verður í huga að í þessari umferð bólusetninga var verið að bólusetja okkar veikustu og elstu einstaklinga. Gagnsemi nákvæmrar skráningar er fyrst og fremst til að geta fundið merki um mynstur mögulegra aukaverkana sem kann að tengjast bólusetningunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár