Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu

Ekki eru aug­ljós tengsl milli auka­verk­ana og bólu­setn­ing­ar. Til­kynnt hef­ur ver­ið um fjög­ur dauðs­föll aldr­aðra ein­stak­linga sem glímt höfðu við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og lang­vinn veik­indi fyr­ir bólu­setn­ingu.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu
Tilkynnt um 31 tilvik aukaverkana Aukaverkun segir ekkki til um orsakasamhengi heldur einungis að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lyfjastofnun hefur borist 31 tilkynning um aukaverkanir eftir bólusetningu við Covid-19. Fimm tilkynningar eru um alvarleg atvik, þar af fjögur dauðsföll. Í öllum fimm tilvikunum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli aukaverkananna og bólusetningarinnar vegna undirliggjandi sjúkdóma þeirra sem um ræðir. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Stundarinnar.

Í 26 tilvikum var ekki um alvarlegar aukaverkanir að ræða heldur hefðbundnar aukaverkanir af bólusetningum, svo sem eymsl á stungustað, höfuðverki, svima, þreytu, ógleði eða slappleika. Þær aukaverkanir eru í samræmi við upplýsingar á fylgiseðli bóluefnisins Comirnaty frá Pfizer og BioNTech. Tíðni aukaverkana er svipuð og upplýsingar frá lyfjaframleiðendunum benda til. Ekki eru til staðar samanburðartölur um tíðni aukaverkana í nágrannalöndunum að svo komnu máli. Flestar tilkynningar varða framlínustarfsmenn sem fengið hafa bólusetningu.

„Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi“

Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.

Ekki hafa borist neinar tilkynningar um aukaverkanir að svo komnu máli sem gefa tilefni til að endurskoða hverjir fá bólusetningu samkvæmt svörum Lyfjastofnunar. „Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi, bara að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Hafa verður í huga að í þessari umferð bólusetninga var verið að bólusetja okkar veikustu og elstu einstaklinga. Gagnsemi nákvæmrar skráningar er fyrst og fremst til að geta fundið merki um mynstur mögulegra aukaverkana sem kann að tengjast bólusetningunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár