Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu

Ekki eru aug­ljós tengsl milli auka­verk­ana og bólu­setn­ing­ar. Til­kynnt hef­ur ver­ið um fjög­ur dauðs­föll aldr­aðra ein­stak­linga sem glímt höfðu við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og lang­vinn veik­indi fyr­ir bólu­setn­ingu.

Tilkynnt um fimm alvarleg atvik eftir bólusetningu
Tilkynnt um 31 tilvik aukaverkana Aukaverkun segir ekkki til um orsakasamhengi heldur einungis að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lyfjastofnun hefur borist 31 tilkynning um aukaverkanir eftir bólusetningu við Covid-19. Fimm tilkynningar eru um alvarleg atvik, þar af fjögur dauðsföll. Í öllum fimm tilvikunum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli aukaverkananna og bólusetningarinnar vegna undirliggjandi sjúkdóma þeirra sem um ræðir. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Stundarinnar.

Í 26 tilvikum var ekki um alvarlegar aukaverkanir að ræða heldur hefðbundnar aukaverkanir af bólusetningum, svo sem eymsl á stungustað, höfuðverki, svima, þreytu, ógleði eða slappleika. Þær aukaverkanir eru í samræmi við upplýsingar á fylgiseðli bóluefnisins Comirnaty frá Pfizer og BioNTech. Tíðni aukaverkana er svipuð og upplýsingar frá lyfjaframleiðendunum benda til. Ekki eru til staðar samanburðartölur um tíðni aukaverkana í nágrannalöndunum að svo komnu máli. Flestar tilkynningar varða framlínustarfsmenn sem fengið hafa bólusetningu.

„Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi“

Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.

Ekki hafa borist neinar tilkynningar um aukaverkanir að svo komnu máli sem gefa tilefni til að endurskoða hverjir fá bólusetningu samkvæmt svörum Lyfjastofnunar. „Lyfjastofnun telur mikilvægt að árétta að tilkynnt aukaverkun segir ekkert til um orsakasamhengi, bara að tengsl séu milli bólusetningar og tiltekins atviks í tíma. Hafa verður í huga að í þessari umferð bólusetninga var verið að bólusetja okkar veikustu og elstu einstaklinga. Gagnsemi nákvæmrar skráningar er fyrst og fremst til að geta fundið merki um mynstur mögulegra aukaverkana sem kann að tengjast bólusetningunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár