Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

255. spurningaþraut: Hver af þessum eyjum er sjálfstætt ríki – Galapagos-eyjar, Nauru, Páskaeyja, Pitcairn eða Tahiti?

255. spurningaþraut: Hver af þessum eyjum er sjálfstætt ríki – Galapagos-eyjar, Nauru, Páskaeyja, Pitcairn eða Tahiti?

Þrautin. Síðan. Í. Gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Hver er hin dapra kona á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi er borgin Þessalónika eða Saloniki?

2.   Hvaða dagblað var stofnað í Reykjavík árið 1910?

3.   Hvaða gyðja í norrænni goðafræði gætir eplanna, sem tryggja goðunum eilífa æsku?

4.   Hvað af fótboltaliðunum í London hefur oftast unnið enska meistaratitilinn frá upphafi?

5.   Hvað hét yngri bróðir Grettis Ásmundarsonar, sem fylgdi honum að lokum í útlegð og dauða?

6.   Fyrsti forsætisráðherra í landi nokkru hét Pehr Svinhufvud. Seinna varð hann forseti landsins. Hvaða land var þetta?

7.   Marla Maples heitir bandarísk leikkona sem reyndar þykir ekki meðal hinna öflugustu í sínu fagi. Hún hefur aðallega leikið í frekar klénum sjónvarpsþáttum. Enda er tilkall Maples til frægðar allt annað en það sem hún hefur fengist við í vinnunni. Hvað er Marla Maples frægust fyrir?

8.   Stromboli heitir náttúrufyrirbrigði eitt. Fyrir hvað er það frægt?

9.   Hver af þessum eyjum í Kyrrahafi er sjálfstætt ríki: Galapagos-eyjar, Nauru, Páskaeyja (Rapa Nui), Pitcairn eða Tahiti?

10.   Hvaða á fellur til sjávar rétt við borgina New Orleans?

***

Seinni aukaspurning.

Hvað heita herramennirnir á þessu flotta mótorhjóli á myndinni hér að neðan?

Myndin var tekin árið 1919.

Athugið að þið eigið í rauninni alls ekki að þekkja mennina í sjón, auk þess sem myndgæðin eru ekki mikil.

Það þarf því svolítið hugmyndaflug til að leysa þessa þraut.

En það á alveg að vera hægt samt!

*** 

Svör við aðalspurningum:

1.   Grikklandi.

2.   Vísir.

3.   Iðunn.

4.   Arsenal.

5.   Illugi.

6.   Finnland.

Maria Maples

7.   Hún var eiginkona Donald Trumps númer tvö.

8.   Þar eru nær stöðug eldgos. (Þetta er eyja nálægt Ítalíuströndum.)

9.   Nauru.

10.   Mississippi.

***

Alexandra og Nikulás II

Svör við aukaspurningum.

Konan á efri myndinni er Alexandra, síðasta keisaraynja Rússlands.

Hún hafði svo sannarlega ástæðu til að vera döpur enda fór allt hennar líf í hunda, ekki síst fyrir tilverknað hennar sjálfrar.

Á neðri myndinni má sjá þá félaga Harley og Davidson á einu af fyrstu mótorhjólunum sem þeir framleiddu í sameiningu.

***

Og hér er svo aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu