Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

255. spurningaþraut: Hver af þessum eyjum er sjálfstætt ríki – Galapagos-eyjar, Nauru, Páskaeyja, Pitcairn eða Tahiti?

255. spurningaþraut: Hver af þessum eyjum er sjálfstætt ríki – Galapagos-eyjar, Nauru, Páskaeyja, Pitcairn eða Tahiti?

Þrautin. Síðan. Í. Gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Hver er hin dapra kona á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi er borgin Þessalónika eða Saloniki?

2.   Hvaða dagblað var stofnað í Reykjavík árið 1910?

3.   Hvaða gyðja í norrænni goðafræði gætir eplanna, sem tryggja goðunum eilífa æsku?

4.   Hvað af fótboltaliðunum í London hefur oftast unnið enska meistaratitilinn frá upphafi?

5.   Hvað hét yngri bróðir Grettis Ásmundarsonar, sem fylgdi honum að lokum í útlegð og dauða?

6.   Fyrsti forsætisráðherra í landi nokkru hét Pehr Svinhufvud. Seinna varð hann forseti landsins. Hvaða land var þetta?

7.   Marla Maples heitir bandarísk leikkona sem reyndar þykir ekki meðal hinna öflugustu í sínu fagi. Hún hefur aðallega leikið í frekar klénum sjónvarpsþáttum. Enda er tilkall Maples til frægðar allt annað en það sem hún hefur fengist við í vinnunni. Hvað er Marla Maples frægust fyrir?

8.   Stromboli heitir náttúrufyrirbrigði eitt. Fyrir hvað er það frægt?

9.   Hver af þessum eyjum í Kyrrahafi er sjálfstætt ríki: Galapagos-eyjar, Nauru, Páskaeyja (Rapa Nui), Pitcairn eða Tahiti?

10.   Hvaða á fellur til sjávar rétt við borgina New Orleans?

***

Seinni aukaspurning.

Hvað heita herramennirnir á þessu flotta mótorhjóli á myndinni hér að neðan?

Myndin var tekin árið 1919.

Athugið að þið eigið í rauninni alls ekki að þekkja mennina í sjón, auk þess sem myndgæðin eru ekki mikil.

Það þarf því svolítið hugmyndaflug til að leysa þessa þraut.

En það á alveg að vera hægt samt!

*** 

Svör við aðalspurningum:

1.   Grikklandi.

2.   Vísir.

3.   Iðunn.

4.   Arsenal.

5.   Illugi.

6.   Finnland.

Maria Maples

7.   Hún var eiginkona Donald Trumps númer tvö.

8.   Þar eru nær stöðug eldgos. (Þetta er eyja nálægt Ítalíuströndum.)

9.   Nauru.

10.   Mississippi.

***

Alexandra og Nikulás II

Svör við aukaspurningum.

Konan á efri myndinni er Alexandra, síðasta keisaraynja Rússlands.

Hún hafði svo sannarlega ástæðu til að vera döpur enda fór allt hennar líf í hunda, ekki síst fyrir tilverknað hennar sjálfrar.

Á neðri myndinni má sjá þá félaga Harley og Davidson á einu af fyrstu mótorhjólunum sem þeir framleiddu í sameiningu.

***

Og hér er svo aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár