Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þórólfur í sóttkví vegna smits á sóttvarnasviði

Covid-smit hef­ur kom­ið upp á sótt­varna­sviði hjá embætti land­lækn­is.

Þórólfur í sóttkví vegna smits á sóttvarnasviði
Þórólfur Guðnason Hefur verið lykilmaður í viðbrögðum yfirvalda við covid-faraldrinum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er kominn í sóttkví eftir að covid-smit kom upp hjá sóttvarnasviði embættis landlæknis. 

Þrír starfsmenn sviðsins eru komnir í sóttkví. 

Þórólfur bíður nú niðurstöðu sýnatöku sem fór fram í dag. Hann fer í fimm daga sóttkví og í aðra sýnatöku á fimmta degi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti landlæknis.

Á sama tíma er Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, kominn úr einangrun eftir að hafa fengið í sig covid-smit.

Skömmu eftir að tilkynningin var send gaf Þórólfur út yfirlýsingu um fréttaflutning dagsins af töfum á bólusetningu þjóðarinnar. 

„Að gefnu tilefni vill sóttvarnalæknir taka fram að á þessari stundu liggja einungis fyrir áreiðanlegar upplýsingar um afhendingu fyrstu skammta bóluefnis frá Pfizer. Á upplýsingafundi í morgun mátti skilja á orðum mínum að ekki væri að vænta bóluefna frá öðrum framleiðendum fyrr en á síðari hluta næsta árs. Þetta var ofsagt. Ísland hefur þegar tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir um 60–70% þjóðarinnar en ekki liggur enn fyrir hvenær og hversu mikið bóluefni kemur í hverri sendingu. Áætlanir framleiðenda munu skýrast þegar fram í sækir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár