Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tilfinningarík plata verður að tilfinningaríkri kvikmynd

Ólaf­ur Arn­alds hef­ur lok­ið tök­um á tón­list­ar­mynd­inni When We Are Born með Vincent Moon, Ernu Óm­ars­dótt­ur og Ís­lenska dans­flokkn­um. Mynd­in af­hjúp­ar per­sónu­legu sög­una sem síð­asta plata Ól­afs seg­ir.

Tilfinningarík plata verður að tilfinningaríkri kvikmynd

Á hefðbundnu ári væri Ólafur Arnalds núna að ferðast um heiminn, spilandi tónlist sína á framandi menningarslóðum og að fylgja eftir fimmtu breiðskífu sinni, some kind of peace, sem kom út 6. nóvember síðastliðinn. En þetta er ekki venjulegt ár. Ólafur segir íhugull við Stundina að það hafi verið erfitt að aflýsa tónleikum sínum. „Það tekur sérstaklega á að segja við fólk í kringum mann, sem reiðir sig á þetta, að við séum ekki að fara að vinna í haust. Og það hefur líka verið leiðinlegt að getað ekki flutt plötuna fyrir fólk.“

Til stóð að spila 60 tónleika í haust, en þau plön fóru út um þúfur, þökk sé Covid-19. „Maður finnur rosalega mikið fyrir söknuði,“ segir hann. „Ég þrífst mjög mikið á því að spila tónlist fyrir framan fólk. Það er svo stór hluti af því að segja söguna í kringum tónlistina þegar maður stendur uppi á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár