Á hefðbundnu ári væri Ólafur Arnalds núna að ferðast um heiminn, spilandi tónlist sína á framandi menningarslóðum og að fylgja eftir fimmtu breiðskífu sinni, some kind of peace, sem kom út 6. nóvember síðastliðinn. En þetta er ekki venjulegt ár. Ólafur segir íhugull við Stundina að það hafi verið erfitt að aflýsa tónleikum sínum. „Það tekur sérstaklega á að segja við fólk í kringum mann, sem reiðir sig á þetta, að við séum ekki að fara að vinna í haust. Og það hefur líka verið leiðinlegt að getað ekki flutt plötuna fyrir fólk.“
Til stóð að spila 60 tónleika í haust, en þau plön fóru út um þúfur, þökk sé Covid-19. „Maður finnur rosalega mikið fyrir söknuði,“ segir hann. „Ég þrífst mjög mikið á því að spila tónlist fyrir framan fólk. Það er svo stór hluti af því að segja söguna í kringum tónlistina þegar maður stendur uppi á …
Athugasemdir