Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

242. spurningaþraut: Spurningar sem allar snúast um aðfangadag

242. spurningaþraut: Spurningar sem allar snúast um aðfangadag

Hér er hlekkur á Þorláksmessuspurningarnar.

***

Allar spurningarnar í dag snúast á einhvern hátt um aðfangadag.

Karlinn á myndinni hér að ofan fæddist á aðfangadag árið 1868 í bæ sem þá tilheyrði Þýskalandi. Eins og sjá má á myndinni var hann skákmaður, og varð heimsmeistari 1894. Reyndar hefur enginn skákmaður verið heimsmeistari lengur en hann eða í 27 samfleytt, allt til 1921. Hvað hét hann?

***

1.   Á aðfangadag 1968 fylgdist heimurinn agndofa með því þegar bandarískt geimfar smeygði sér á braut um tunglið eftir langferð frá jörðinni. Þetta var mikið afrek og nú styttist óðum í að menn væru að vappa um tunglið. Hvað nefndist þetta fyrsta mannaða geimfar á braut um tungið?

2.   Á aðfangadag tiltekið ár gerðist það að hermenn úr andstæðum fylkingum sem áttu í harðvítugu stríði hættu skyndilega að berjast og héldu einskonar sameiginlega jólahátíð á einskismannslandinu svokallaða, milli víglína þeirra. Þetta þótti fögur stund, en daginn eftir héldu þeir áfram að berjast. Í hvaða styrjöld gerðist þetta?

3.   Anthony Fauci, yfirmaður smitsjúkdómavarna Bandaríkjanna, verður áttræður í dag. Hann var skipaður í núverandi stöðu sína árið 1984 og hversu mörgum Bandaríkjaforsetum hefur hann þá þjónað í starfi?

4.   Ryan nokkur Seacrest verður hins vegar 46 ára í dag. Hann er sjónvarpsmaður og kunnastur fyrir að hafa verið kynnir í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bandaríkjanna (og heimsins) frá byrjun. Hvað heita þeir þættir?

5.   Hvaða jólasveinn kemur til byggða á aðfangadag?

6.   Heimir Sindrason tannlæknir heldur í dag upp á 76 ára afmæli sitt. Heimir er tónskáld, auk þess að starfa sem tannlæknir í áratugi, og einkum frægur fyrir lag sem hann samdi við ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Hvað heitir það lag?

7.   Að morgni aðfangadags 1818 kom séra Joseph Mohr að máli við Franz Gruber tónlistarkennara í bænum Oberndorf í Austurríki, fékk honum texta og bað hann að semja tónverk við textann. Gruber tók til óspilltra málanna og þá um kvöldið var verkið tilbúið og var flutt í Nikulásarkirkjunni í Obendorf. Hvað nefnist þetta tónverk?  

8.   Á aðfangadag árið 1613 varð eitt skelfilegasta slys Íslandssögunnar þegar fjöldi fólks á leið til jólamessu varð fyrir snjóflóði í firði einum. Talið er að 50 manns hafi látið lífið í flóðinu. Í hvaða firði gerðust þessi ósköp?

9.    Á aðfangadag 1934 var tekinn upp nýr siður í jólahaldi Íslendinga. Hann lét ekki mikið yfir sér í fyrstu, en smátt og smátt hefur hann vaxið svo og dafnað að hann hefur nú fært sig yfir á dagana fyrir jól – því aðfangadagur dugar ekki lengur einn. Mörgum finnst siður þessi ómissandi við hreingerningar og annað sýsl heima fyrir síðustu dægrin fyrir jól, ekki síst á Þorláksmessu. Hvað er hér átt við?

10.   Þann 24. desember árið 1956 komu til Íslands 52 flóttamenn á vegum Rauða krossins. Þá var sjaldgæft að Íslendingar tækju við flóttamönnum, hvað þá svo stórum hópi, en þessir flóttamenn höfðu um mánaðamótin október-nóvember upplifað miklar hörmungar í landi sínu. Flestir vonast eftir betri tíð í landinu, en vonirnar rættust aldeilis ekki, og því höfðu margir lagt á flótta. Hvaða land var þetta?

***

Seinni aukaspurning.

Þann 24. desember 1871 var frumflutt ein af frægustu óperum 19. aldarinnar. Þótt óperan sé evrópsk í húð og hár og eftir einn af allra frægustu óperusmiðum Evrópu ef ekki bara þeim allra frægasta, þá var hún reyndar frumflutt á fjarlægum slóðum, enda gerist hún líka á þeim fjarlægum slóðum. Hvaða ópera var þetta?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Apollo áttundi.

2.   Heimsstyrjöldinni fyrri.

3.   Sex – Reagan, George H.W. Bush, Clinton, George W. Bush, Obama, Trump.

4.   Amercian Idol.

5.   Kertasníkir.

6.   Hótel Jörð.

7.   Heims um ból.

8.   Siglufirði.

9.   Jólakveðjur Ríkisútvarpsins.

10.   Ungverjaland.

***

Svör við aukaspurningum:

Heimsmeistarinn í skák hét Lasker. Ég get ekki stillt mig um að birta hér alla myndina því andstæðingur hans í þessari skák var enginn annar en Kúbumaðurinn José Raul Capablanca, sem vann titilinn af Lakser 1921.

Myndin mun vera tekin á alþjóðlegu móti í Moskvu 1925.

Óperan sem frumsýnd var á aðfangadag 1871 var Aida eftir Verdi. Frumsýningin fór fram í Egiftalandi, þar sem óperan gerist.

***

Hlekkur á Þorláksmessu spurningarnar síðan í gær.

***

Að svo mæltu óska ég gleðilegra jóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár