Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

240. spurningaþraut: Tíu spurningar og tveim betur um njósnara

240. spurningaþraut: Tíu spurningar og tveim betur um njósnara

Hér er hlekkur á þrautina frá því í gær.

***

Aukaspurningar:

Konan hér að ofan er líklega frægasti kvennjósnari sögunnar, þó svo óvíst sé hve miklar eða hættulegar njósnir hennar voru í raun og veru. Hvað nefnist hún yfirleitt?

***

1.   „Líf annarra“ hét fræg kvikmynd sem frumsýnd var árið 2006. Þar sagði frá manni sem hafði það hlutverk að njósna um líf samborgara sinna fyrir leyniþjónustu ríkisins. Hann getur á endanum ekki á sér setið að leggja svolítið lið þeim, sem hann á að hlera og njósna um. Fyrir hvaða frægu leyniþjónustu starfaði þessi maður?

2.   Bernard Lee, Robert Brown, Judi Dench og nú síðast Ralph Fiennes hafa öll leikið yfirmann í bresku leyniþjónustunni sem kemur við sögu í röð bíómynda. Yfirmaðurinn sem þau leika gengur undir mjög stuttaralegu dulnefni. Hvaða dulnefni er það?

3.   NKVD nefndist heldur skuggaleg leyniþjónusta sem talið er fullvíst að hafi drýgt marga glæpi, þótt margt sé enn á huldu um starfsemi hennar. Í hvaða landi starfaði NKVD?

4.   En í hvaða landi starfar leyniþjónustan Mossad?

5.   Árið 1967 hófst sýning á sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum þar sem sagði frá ævintýrum nokkurra útsendara leyniþjónustustofnunar er nefndist IMF. Sjónvarpsþættirnir voru sýndir við allmiklar vinsældir í sex ár. Árið 1996 var svo frumsýnd bíómynd þar sem ein frægasta filmstjarna heimsins lék útsendara IMF. Síðan hafa verið gerðar fimm hasarmyndir til viðbótar þar sem sama stjarna spriklar í þágu IMF. Hvað kallast þættirnir og bíómyndirnar í daglegu tali?

6.   Fyrir hvað sendur skammstöfunin CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna?

7.   Hvað nefnast aðalstöðvar CIA?

8.   Donald MacleanGuy Burgess, Anthony Blunt og John Cairncross voru breskir námsmenn við háskóla í Cambridge sem gengu í þjónustu Sovétríkjanna á fjórða áratugnum og urðu njósnarar. Raunar voru ungu mennirnir fimm talsins, og í röðina hér að ofan vantar þann allra frægasta þessara fimmmenninga. Hvað hét hann?

9.   Einn af síðustu leiðtogum Sovétríkjanna var um tíma yfirmaður hinnar illræmdu leyniþjónustu KGB. Hvað hét sá maður?

10.   Hvaða nýlátni höfundur skrifaði bók eftir bók þar sem njósnaforinginn George Smiley glímdi við andstæðinga Bretlands?

***

Seinni aukaspurning:

Á árunum 1965-1970 voru „Agent 86“ og „Agent 99“ aðalnúmerin í vinsælli njósnaseríu í sjónvarpi sem runnin var undan rifjum Mel Brooks. Myndin hér að neðan er úr þeim sjónvarpsþáttum. Þau 86 og 99 áttu þessa ljómandi haganlegu skó-síma, eins og sjá má. Árið 2008 lét Steve Carell hlutverk „Agent 86“ í grínmynd eftir sjónvarpsþáttunum en Anne Hathaway lék „99“. Hvað kölluðust þessir þættir, annaðhvort á ensku eða íslensku?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýskalands.

2.   M, úr James Bond-myndunum.

3.   Sovétríkjunum.

4.   Ísrael.

5.   Mission: Impossible.

6.   Central Intelligence Agency.

7.   Langley.

8.   Kim Philby.

9.   Andropov.

10.   Le Carré.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er Mata Hari.

Þættirnir, sem neðri myndin vísar til, hétu Get Smart, eða Smart spæjari á íslensku. 

***

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár