Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Í hverju felst hamingjan?

Ham­ingj­an felst í innri friði, ást, gleði og því að hafa fólk­ið sitt nærri sér.

Í hverju felst hamingjan?

Anna Þórunn Hauksdóttir, vöruhönnuðurog eigandihönnunarfyrirtækisins ANNA THORUNN

Hamingja fyrir mér er að hafa innri frið, elska sjálfa mig og fólkið mitt.

Hamingjunni má líkja við tónstiga sem hefur bæði háa og lága tóna en að velja að lifa skemmtilegu og innihaldsríku lífi er ákvörðun og ekki síður æfing.

Hversdagslífið veitir mér mikla hamingju þar sem ég fæ að upplifa að vinna við það sem ég elska en það er að hanna. Ég er meðvituð um að njóta litlu hlutina í hversdagsleikanum sem eru svo sjálfsagðir en verða svo mikilvægir þegar eitthvað bjátar á. Hamingjan er að hafa góða heilsu og geta hreyft mig, fá að þroskast og eflast í því sem ég brenn fyrir ásamt því að eiga lífsförunaut sem er minn besti vinur gefur mér staðfestu og innri hamingju. Innihaldsrík samtöl og að vera til staðar fyrir aðra er hluti af minni hamingju. Þegar ég dvel í þakklæti þá finn ég sanna hamingju og það besta er að það er alveg ókeypis, rétt eins og fallegt bros út í heiminn.


Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður

Hamingjan er hugarástand sem helgast af stund og stað, fólki og manns eigin líðan.

Hamingjan getur verið langæ eða skammvinn.

Fyrir henni er engin uppskrift, á henni enginn skýranlegur mælikvarði og til hennar aðeins persónuleg viðmið.

Þess vegna kemst ég ekki nær en þetta til svars við spurningunni.


Hendrikka Waage skartgripahönnuður

Hamingjan  fyrir mér er að vera sáttur í eigin skinni. Við getum einnig sagt að hamingjan sé hugarfar. Mér finnst einnig mjög mikilvægt að finna ástríðu sína og vinna við hana því hún veitir manni bæði hamingju og gleði. Hamingjan er tilfinning sem kemur þegar maður hefur fullnægt þörfum sínum. Það gefur manni einhverja sérstaka innri fyllingu. Við þurfum heldur ekki alltaf að vera á þeytingi. Að vera með sjálfum sér í þögninni er æðislegt og getur gefið manni hamingju. Það veitir manni hamingju að vera kærleiksríkur og gefa af sér og aðstoða aðra.


Lilja Sigurðardóttir rithöfundur

Ég er oft mjög glöð og það er margt sem veitir mér gleði og þá helst fólkið í lífi mínu og dýrin í lífi mínu. Ég er líka oftast mjög glöð með vinnuna mína, ég hef innilega gaman af því að skrifa og finnst líka fremur gaman að kynna bækurnar mínar, bæði hér heima og erlendis. En það sem ég held að hamingjan sé er þegar ég er í tærustum tengslum við sjálfa mig og það er oft úti í náttúrunni, einhvers staðar í nálægð við vatn eða tré eða hund og finn einhverja rósemd fylla hjartað. Svo ég held að hamingjan sé fremur fíngerð og hæglát tilfinning sem lætur oft lítið yfir sér, svo lítið að maður tekur ekki alltaf eftir henni.


Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri

Hamingjan er heimatilbúin í réttum hlutföllum við hvernig unnið er úr áskorunum og hvernig til tekst að láta gott af sér leiða. Hún getur birst í ógleymanlegum augnablikum tengdum ástinni, listum eða náttúrufegurð, en ef hún á að vera ferðafélagi til lengri tíma þarf maður að vanda sig við eiginlega allt sem maður gerir, bæði stórt og smátt. Hamingjan er ásetningur og tenging við tilganginn eins og hver og einn skilgreinir hann og að missa ekki sjónar af honum þótt á móti blási. Að vera heilsteyptur með mennskuna að leiðarljósi, rækta með sér þakklæti og skapa sér tilefni til þess að hlakka til. Það er hamingjan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár