Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil fjölgun bráðatilfella fólks í sjálfsvígshættu

Birg­ir Örn Stein­ars­son, fag­teym­is­stjóri Píeta sam­tak­ana, seg­ir sam­tök­in fá sím­töl frá ein­stak­ling­um í bráðri sjálfs­vígs­hætt oft á dag um þess­ar mund­ir en áð­ur fengu þau slík sím­töl einu sinni í mán­uði.

Mikil fjölgun bráðatilfella fólks í sjálfsvígshættu

„Fólk er að hringja í okkur þegar það stendur á ströndinni og er við það að ganga í sjóinn,“ segir Birgir Örn Steinarsson, fagteymisstjóri Píeta samtakanna, um mikla fjölgun tilfella þar sem fólk í sjálfsvígshugleiðingum hefur samband við samtökin.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfskaða ásamt því að styðja aðstandendur þeirra sem takast á við slíka líðan og hafa sinnt þeirri starfsemi frá því í byrjun árs 2018. 

Árið í ár er þó einstakt í starfsemi samtakana. Í samtali við Stundina lýsir teymistjóri þeirra, aukningunni sem hefur orðið í skjólstæðingahópi þeirra sem og aukningu í bráðatilfellum einstaklinga í sjálfsvígshættu. Alls hefur verkefnum fjölgað um 146% frá því í maí á þessu ári.

Birgir Örn Steinarsson starfar sem teymisstjóri Píeta samtakana en hann hefur unnið fyrir samtökin síðan sumarið 2018 og hefur hann því um þriggja ára reynslu í starfi.

Yfir tvö hundruð einstaklingar í sjálfsvígshættu

Í nóvember 2020 hafa samtökunum borist um fimm hundruð símtöl sem hafa leitt af sér viðtöl við fagaðila innan teymisins vegna rúmlega tvö hundruð skjólstæðinga sem leitt hafa hugann alvarlega að því að enda eigið líf.

„Fólk er að hringja í okkur þegar það stendur á ströndinni og er við það að ganga í sjóinn.“

Til samanburðar má líta á tölur frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru tekin rétt rúmlega hundrað viðtöl við um hundrað skjólstæðinga.

Birgir segir þetta mikla aukningu og það sem meira er, málin eru orðin alvarlegri. „Það er orðið miklu algengara að við þurfum að bregðast við bráðatilfellum sama dag og við fáum símtöl frá einstaklingum,“ segir Birgir en áður hefur oft dugað að bjóða einstaklingum að koma í viðtöl daginn eftir slíkt símtal.

Stendur við sjóinn með símann í hendi

Hljóðið í skjólstæðingunum hans er mun þyngra en hann er vanur. „Um þessar mundir erum við að sinna fólki sem þarf hjálp strax. Það var bara síðast í gær [fyrradag] sem við rukum út á höfn til þess að koma einstaklingi til hjálpar,“ segir Birgir. 

Slíkum tilfellum hafa að hans sögn fjölgað með árinu sem líður. „Almennt hafa símtölum til okkar fjölgað á þessu ári en það sem er að gerast meira núna eru þessi bráðatilfelli, þau eru nú orðin nokkur á dag en áður fyrr voru þau kannski eitt tilfelli á mánuði.“

Fleiri virðast vera í krísu, eins og Birgir orðar það en það tengir hann við faraldur Covid-19. „Það er okkar kenning og fræðin styðja hana. Samfélagsleg einangrun hefur gífurleg áhrif sálarlíf einstaklinga. Við erum að tala um fólk sem sækir í þjónustu okkar sem hefur misst samskipti við alla vegna þessa faraldurs.“

Krísurnar segir hann vera af fjölbreyttum toga. Atvinnuleysi segist hann kannast við sem og fjárhagsvanda fólks en einangrun spili stórt hlutverk.

Þú stendur ekki einn

Stór hluti af starfi samtakanna er að gefa þessum einstaklingum, sem Birgir segir að séu á öllum aldri og af öllum kynjum, von. „Láta þau vita að þau standi ekki ein.“

Einstaklingunum sé þá boðið að koma í viðtöl og í hendur fagaðila sem metur vanda þeirra og við það hefst ferli að koma vandanum í farveg á þann hátt sem hentar hverjum og einum en Birgir segir að ein lausn virki ekki fyrir alla. 

Píeta samtökin búa yfir miklum mannauði með gríðarlega reynslu af því að hjálpa fólki í aðkallandi vanda en innan fagteymis Píeta starfa læknar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og sálfræðingar. Á heimasíðu samtakana stendur skýrum stöfum: Gefðu lífinu tækifæri með okkar aðstoð.

Þá segir einnig á heimasíðunni að „ef þú ert í brýnni þörf fyrir að tala við einhvern núna, hringdu þá í Píeta símann í síma: 552-2218, hann er opinn allan sólarhringinn“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afleiðingar Covid-19

Börn: Fórnarlömb covid-faraldursins
ÚttektAfleiðingar Covid-19

Börn: Fórn­ar­lömb covid-far­ald­urs­ins

Stór­felld fjölg­un til­kynn­inga og mála hjá barna­vernd í covid-far­aldr­in­um gef­ur inn­sýn í hvernig börn líða fyr­ir covid-far­ald­ur­inn og að­gerð­ir gegn hon­um. For­stjóra Barna­vernd­ar­stofu seg­ir að „hrein covid-mál“ séu að koma upp, þar sem for­eldr­ar sem áð­ur komu ekki við sögu barna­vernd­ar brotna und­an ástand­inu og börn­in þola af­leið­ing­arn­ar. Til­kynnt var um þús­und börn í októ­ber ein­um og sér.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár