Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

232. spurningaþraut: Hvar er eyjan Gunna og hvað er Solanum tuberosum?

232. spurningaþraut: Hvar er eyjan Gunna og hvað er Solanum tuberosum?

Þrautin frá í gær!

***

Aukaspurningar.

Myndin hér að ofan sýnir gröf bandaríska tónlistarmannsins Jim Morrison, söngvara The Doors. Þetta er ein „vinsælasta“ gröf nokkurs tónlistarmanns í heimi. Í hvaða borg er þessi gröf?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða litla Evrópuríki er höfuðborgin Vaduz?

2.   Rómarkeisarinn Gaius Caesar Augustus Germanicus er langþekktastur eða alræmdastur undir viðurnefni sínu. Það var reyndar frekar sakleysislegt og ókeisaralegt. Hvað er sá slöttólfur kallaður?

3.   Solanum tuberosum er latneskt fræðiheiti á fjölærri jurt af náttskuggaætt, sem er gríðarlega mikið ræktuð, einkum til að nálgast „sterkjurík hnýði á neðanjarðarrenglum“, eins og það er orðað á íslensku Wikipedia. Hvað kallast Solanum tuberosum á okkar ylhýra máli?

4.   Hvar er eyjan Gunna? Hér þarf nokkra nákvæmni til.

5.   Saab hét bílaframleiðandi sem starfaði frá 1945 og þangað til fyrirtækið fór á hausinn upp úr 2010. Frá hvaða landi kom Saab?

6.   Hvað heitir nesið milli Breiðafjarðar og Faxaflóa?

7.   Hvern drap Lee Harvey Oswald eftir því sem best er vitað?

8.   En hvern drap Jack nokkur Ruby?

9.   Tveir skólar í Reykjavík eru kenndir við þær Eddu Scheving og Sigríði Ármann. Hvað er kennt í þessum skólum?

10.   Hvað hét fyrsti landlæknir á Íslandi?

***

Síðari aukaspurning.

Hér að neðan má sjá áströlsku leikkonuna Elizabeth Dibecki. Hún fór með miðlungs hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, fyrir nokkrum árum. Hægt og bítandi hefur hún verið að feta sig upp á stjörnuhimininn en á næsta ári mun frægð hennar taka langstökk fram á við. Hvers vegna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Liechtenstein.

2.   Caligula sem þýðir „litla stígvél“ eða eitthvað álíka.

3.   Kartöflur.

4.   Út af Skotlandsströndum. Gunna telst vera ein Suðureyja, en Skotland dugar. Bretland er aftur á móti ekki nógu nákvæmt svar.

5.   Svíþjóð.

6.   Snæfellsnes.

7.   John F. Kennedy Bandaríkjaforseta.

8.   Lee Harvey Oswald.

9.   Ballett.

10.   Bjarni Pálsson.

***

Svör við aukaspurningum.

Svar við þeirri fyrri: París.

Svar við þeirri seinni: Hún mun leika Díönu prinsessu í 5. hluta sjónvarpsseríunnar The Crown.

***

Og gleymið eigi þrautinni frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár