Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

232. spurningaþraut: Hvar er eyjan Gunna og hvað er Solanum tuberosum?

232. spurningaþraut: Hvar er eyjan Gunna og hvað er Solanum tuberosum?

Þrautin frá í gær!

***

Aukaspurningar.

Myndin hér að ofan sýnir gröf bandaríska tónlistarmannsins Jim Morrison, söngvara The Doors. Þetta er ein „vinsælasta“ gröf nokkurs tónlistarmanns í heimi. Í hvaða borg er þessi gröf?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða litla Evrópuríki er höfuðborgin Vaduz?

2.   Rómarkeisarinn Gaius Caesar Augustus Germanicus er langþekktastur eða alræmdastur undir viðurnefni sínu. Það var reyndar frekar sakleysislegt og ókeisaralegt. Hvað er sá slöttólfur kallaður?

3.   Solanum tuberosum er latneskt fræðiheiti á fjölærri jurt af náttskuggaætt, sem er gríðarlega mikið ræktuð, einkum til að nálgast „sterkjurík hnýði á neðanjarðarrenglum“, eins og það er orðað á íslensku Wikipedia. Hvað kallast Solanum tuberosum á okkar ylhýra máli?

4.   Hvar er eyjan Gunna? Hér þarf nokkra nákvæmni til.

5.   Saab hét bílaframleiðandi sem starfaði frá 1945 og þangað til fyrirtækið fór á hausinn upp úr 2010. Frá hvaða landi kom Saab?

6.   Hvað heitir nesið milli Breiðafjarðar og Faxaflóa?

7.   Hvern drap Lee Harvey Oswald eftir því sem best er vitað?

8.   En hvern drap Jack nokkur Ruby?

9.   Tveir skólar í Reykjavík eru kenndir við þær Eddu Scheving og Sigríði Ármann. Hvað er kennt í þessum skólum?

10.   Hvað hét fyrsti landlæknir á Íslandi?

***

Síðari aukaspurning.

Hér að neðan má sjá áströlsku leikkonuna Elizabeth Dibecki. Hún fór með miðlungs hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, fyrir nokkrum árum. Hægt og bítandi hefur hún verið að feta sig upp á stjörnuhimininn en á næsta ári mun frægð hennar taka langstökk fram á við. Hvers vegna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Liechtenstein.

2.   Caligula sem þýðir „litla stígvél“ eða eitthvað álíka.

3.   Kartöflur.

4.   Út af Skotlandsströndum. Gunna telst vera ein Suðureyja, en Skotland dugar. Bretland er aftur á móti ekki nógu nákvæmt svar.

5.   Svíþjóð.

6.   Snæfellsnes.

7.   John F. Kennedy Bandaríkjaforseta.

8.   Lee Harvey Oswald.

9.   Ballett.

10.   Bjarni Pálsson.

***

Svör við aukaspurningum.

Svar við þeirri fyrri: París.

Svar við þeirri seinni: Hún mun leika Díönu prinsessu í 5. hluta sjónvarpsseríunnar The Crown.

***

Og gleymið eigi þrautinni frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár