Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

Já, þrautin frá í gær, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá fornhetju eina etja kappi við undarlega eygðan risa. Hvað heitir hetjan?

***

Aðalspurningar:

1.    Tölur yfir 2020 eru ekki enn fyrirliggjandi en á síðasta ári, 2019, var Toyota mest seldi bíllinn á Íslandi. Þá er átt við vörumerki, ekki einstakar sortir. En hvaða bílafyrirtæki var í öðru sæti?

2.   Hvað heitir eiginmaður Grýlu?

3.   Sé ekið í suðaustur frá bænum Hellu á Suðurlandi, þá er næsti þéttbýlisstaður sem maður kemur að ... hver?

4.   Aliette Opheim heitir sænsk leikkona, sem lék sænska leyniþjónustukonu í vinsælli sjónvarpsseríu á Netflix er heitir Kalifat. Fyrr á þessu ári var hún langdvölum á Íslandi að leika í íslenskri Netflix seríu sem Baltasar Kormákur stendur fyrir og fjallar um fólk sem er einangrað á tilteknum stað eftir einhvers konar hörmungar. Serían verður sýnd 2021. Hvað heitir þessi sería?

5.   Í hvaða hreppi á Íslandi er Trékyllisvík?

6.   Hvaða þingmaður hætti fyrir nokkru að mæta á fundi þingnefndar, sem hann hafði verið kjörinn í, vegna þess að honum féllu ekki starfshættir nefndarinnar?

7.   Svanhildur Hólm Valsdóttir var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins frá 2012 og þangað til fyrir skömmu, þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri ... hvar?

8.   Hvaða listgrein stundar Hulda Hákon?

9.   Ekki veit ég hver er nú eigandi Rúmfatalagersins en hitt veit ég að stofnandi og síðan eigandi fyrirtækisins er frá tilteknu nágrannalandi okkar. Hvaða land er það?

10.   Kayleigh McEnany heitir kona ein. Hvar starfar hún ennþá?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má meðal annars sjá fjall eitt. Hvað heitir það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kia.

2.   Leppalúði.

3.   Hvolsvöllur.

4.   Katla.

5.   Árneshreppi.

6.   Brynjar Níelsson.

7.   Viðskiptaráðs.

8.   Myndlist.

9.   Færeyjar.

10.   Í Hvíta húsinu í Washington þar sem hún er eins konar fjölmiðlafulltrúi.

***

Svör við aukaspurningum:

Playmo-hetjan er Ódysseifur að glíma við eineygða risann Pólyfemus. Aðeins er þó spurt um Ódysseif.

Fjallið heitir Tindastóll.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár