Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

Já, þrautin frá í gær, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá fornhetju eina etja kappi við undarlega eygðan risa. Hvað heitir hetjan?

***

Aðalspurningar:

1.    Tölur yfir 2020 eru ekki enn fyrirliggjandi en á síðasta ári, 2019, var Toyota mest seldi bíllinn á Íslandi. Þá er átt við vörumerki, ekki einstakar sortir. En hvaða bílafyrirtæki var í öðru sæti?

2.   Hvað heitir eiginmaður Grýlu?

3.   Sé ekið í suðaustur frá bænum Hellu á Suðurlandi, þá er næsti þéttbýlisstaður sem maður kemur að ... hver?

4.   Aliette Opheim heitir sænsk leikkona, sem lék sænska leyniþjónustukonu í vinsælli sjónvarpsseríu á Netflix er heitir Kalifat. Fyrr á þessu ári var hún langdvölum á Íslandi að leika í íslenskri Netflix seríu sem Baltasar Kormákur stendur fyrir og fjallar um fólk sem er einangrað á tilteknum stað eftir einhvers konar hörmungar. Serían verður sýnd 2021. Hvað heitir þessi sería?

5.   Í hvaða hreppi á Íslandi er Trékyllisvík?

6.   Hvaða þingmaður hætti fyrir nokkru að mæta á fundi þingnefndar, sem hann hafði verið kjörinn í, vegna þess að honum féllu ekki starfshættir nefndarinnar?

7.   Svanhildur Hólm Valsdóttir var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins frá 2012 og þangað til fyrir skömmu, þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri ... hvar?

8.   Hvaða listgrein stundar Hulda Hákon?

9.   Ekki veit ég hver er nú eigandi Rúmfatalagersins en hitt veit ég að stofnandi og síðan eigandi fyrirtækisins er frá tilteknu nágrannalandi okkar. Hvaða land er það?

10.   Kayleigh McEnany heitir kona ein. Hvar starfar hún ennþá?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má meðal annars sjá fjall eitt. Hvað heitir það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kia.

2.   Leppalúði.

3.   Hvolsvöllur.

4.   Katla.

5.   Árneshreppi.

6.   Brynjar Níelsson.

7.   Viðskiptaráðs.

8.   Myndlist.

9.   Færeyjar.

10.   Í Hvíta húsinu í Washington þar sem hún er eins konar fjölmiðlafulltrúi.

***

Svör við aukaspurningum:

Playmo-hetjan er Ódysseifur að glíma við eineygða risann Pólyfemus. Aðeins er þó spurt um Ódysseif.

Fjallið heitir Tindastóll.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár