Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

Já, þrautin frá í gær, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá fornhetju eina etja kappi við undarlega eygðan risa. Hvað heitir hetjan?

***

Aðalspurningar:

1.    Tölur yfir 2020 eru ekki enn fyrirliggjandi en á síðasta ári, 2019, var Toyota mest seldi bíllinn á Íslandi. Þá er átt við vörumerki, ekki einstakar sortir. En hvaða bílafyrirtæki var í öðru sæti?

2.   Hvað heitir eiginmaður Grýlu?

3.   Sé ekið í suðaustur frá bænum Hellu á Suðurlandi, þá er næsti þéttbýlisstaður sem maður kemur að ... hver?

4.   Aliette Opheim heitir sænsk leikkona, sem lék sænska leyniþjónustukonu í vinsælli sjónvarpsseríu á Netflix er heitir Kalifat. Fyrr á þessu ári var hún langdvölum á Íslandi að leika í íslenskri Netflix seríu sem Baltasar Kormákur stendur fyrir og fjallar um fólk sem er einangrað á tilteknum stað eftir einhvers konar hörmungar. Serían verður sýnd 2021. Hvað heitir þessi sería?

5.   Í hvaða hreppi á Íslandi er Trékyllisvík?

6.   Hvaða þingmaður hætti fyrir nokkru að mæta á fundi þingnefndar, sem hann hafði verið kjörinn í, vegna þess að honum féllu ekki starfshættir nefndarinnar?

7.   Svanhildur Hólm Valsdóttir var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins frá 2012 og þangað til fyrir skömmu, þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri ... hvar?

8.   Hvaða listgrein stundar Hulda Hákon?

9.   Ekki veit ég hver er nú eigandi Rúmfatalagersins en hitt veit ég að stofnandi og síðan eigandi fyrirtækisins er frá tilteknu nágrannalandi okkar. Hvaða land er það?

10.   Kayleigh McEnany heitir kona ein. Hvar starfar hún ennþá?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má meðal annars sjá fjall eitt. Hvað heitir það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kia.

2.   Leppalúði.

3.   Hvolsvöllur.

4.   Katla.

5.   Árneshreppi.

6.   Brynjar Níelsson.

7.   Viðskiptaráðs.

8.   Myndlist.

9.   Færeyjar.

10.   Í Hvíta húsinu í Washington þar sem hún er eins konar fjölmiðlafulltrúi.

***

Svör við aukaspurningum:

Playmo-hetjan er Ódysseifur að glíma við eineygða risann Pólyfemus. Aðeins er þó spurt um Ódysseif.

Fjallið heitir Tindastóll.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár