Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

229. spurningaþraut: Bílar, Grýla, Hella, Netflix og Trékyllisvík

Já, þrautin frá í gær, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá fornhetju eina etja kappi við undarlega eygðan risa. Hvað heitir hetjan?

***

Aðalspurningar:

1.    Tölur yfir 2020 eru ekki enn fyrirliggjandi en á síðasta ári, 2019, var Toyota mest seldi bíllinn á Íslandi. Þá er átt við vörumerki, ekki einstakar sortir. En hvaða bílafyrirtæki var í öðru sæti?

2.   Hvað heitir eiginmaður Grýlu?

3.   Sé ekið í suðaustur frá bænum Hellu á Suðurlandi, þá er næsti þéttbýlisstaður sem maður kemur að ... hver?

4.   Aliette Opheim heitir sænsk leikkona, sem lék sænska leyniþjónustukonu í vinsælli sjónvarpsseríu á Netflix er heitir Kalifat. Fyrr á þessu ári var hún langdvölum á Íslandi að leika í íslenskri Netflix seríu sem Baltasar Kormákur stendur fyrir og fjallar um fólk sem er einangrað á tilteknum stað eftir einhvers konar hörmungar. Serían verður sýnd 2021. Hvað heitir þessi sería?

5.   Í hvaða hreppi á Íslandi er Trékyllisvík?

6.   Hvaða þingmaður hætti fyrir nokkru að mæta á fundi þingnefndar, sem hann hafði verið kjörinn í, vegna þess að honum féllu ekki starfshættir nefndarinnar?

7.   Svanhildur Hólm Valsdóttir var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins frá 2012 og þangað til fyrir skömmu, þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri ... hvar?

8.   Hvaða listgrein stundar Hulda Hákon?

9.   Ekki veit ég hver er nú eigandi Rúmfatalagersins en hitt veit ég að stofnandi og síðan eigandi fyrirtækisins er frá tilteknu nágrannalandi okkar. Hvaða land er það?

10.   Kayleigh McEnany heitir kona ein. Hvar starfar hún ennþá?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má meðal annars sjá fjall eitt. Hvað heitir það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kia.

2.   Leppalúði.

3.   Hvolsvöllur.

4.   Katla.

5.   Árneshreppi.

6.   Brynjar Níelsson.

7.   Viðskiptaráðs.

8.   Myndlist.

9.   Færeyjar.

10.   Í Hvíta húsinu í Washington þar sem hún er eins konar fjölmiðlafulltrúi.

***

Svör við aukaspurningum:

Playmo-hetjan er Ódysseifur að glíma við eineygða risann Pólyfemus. Aðeins er þó spurt um Ódysseif.

Fjallið heitir Tindastóll.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár