Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Salman Tamimi látinn

Öt­ull tals­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um og sjálfs­ákvörð­un­ar­rétti Palestínu­manna fall­inn frá.

Salman Tamimi látinn
Stofnandi Félags múslima á Íslandi látinn Salman var formaður Félags múslima til fleiri ára. Mynd: b''

Salman Tamimi, sem kom til Íslands 16 ára gamall frá Jerúsalem og helgaði líf sitt baráttu fyrir mannréttindum, lést í nótt á friðsælan hátt í faðmi fjölskyldu sinnar.

Salman fæddist 1.mars árið 1955 í Jerúsalem, Palestínu. Hann kom til Íslands 1971. Hann var á sjó og í byggingarvinnu í fyrstu en á seinni árum menntaði hann sig sem tölvunarfræðingur og vann lengst af hjá Borgarspítalanum, síðar Landspítalanum.

Salmann stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997 og var formaður þess til fleiri ára. Hann var einnig stofnfélagi í Félaginu Ísland-Palestína og var ötull talsmaður réttinda Palestínumanna ásamt því að láta sig varða mannréttindi víða um heim.

Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir. Hann lætur eftir sig 5 uppkomin börn, fósturson og 12 barnabörn ásamt stórri fjölskyldu í Palestínu og á Íslandi. Salman var mikill fjölskyldumaður, vinamargur og verður sárt saknað af mörgum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár