Auður Norðursins er norræni menningarspjallþátturinn sem enginn var að bíða eftir, en hefur engu að síður veitt áhorfendum nýja innsýn inn í menningarumræðu landsins. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir og dagskrárstjóri Norræna hússins, Arnbjörg Maria Danielsen, stjórna þættinum, en hann hóf göngu sína 18. nóvember.
Þættirnir eru átta talsins, en fjórir hafa nú þegar verið sýndir. Þeir koma venjulega út á miðvikudögum kl. 11.00 á Facebook-síðu Norræna hússins. Viðmælendur hafa meðal annars verið Saga Garðars og Halldór Guðmundsson.
Athugasemdir