Lestur á bókinni Dýralíf sem kom nýlega út sem Lærdómsrit Bókmenntafélagsins vekur margar spurningar og hugleiðingar um samband og umgengni mannverunnar við dýrin og náttúruna alla. Hið sama má segja um skáldsöguna Dýralíf sem Auður Ava Ólafsdóttir hefur skrifað.
Lærdómsritið inniheldur inngang eftir Gunnar Theodór Eggertsson, megintexta eftir J.M. Coetzee í þýðingu Katrínar Jakobsdóttur og Gunnars Sigvaldasonar, sem þýðir einnig þanka eftir Morjorie Garber. Eftirmála skrifar ritstjóri bókaflokksins, Jón Ólafsson, og þýðir þanka eftir Peter Singer, Wendy Doniger og Barböru Smuts.
Efnið og fagið, menningarleg dýrafræði, er þverfaglegt eins og nefnt er í inngangi og ægir saman alls konar greinum. Bókin Dýralíf eftir J.M. Coetzee kom út fyrir 20 árum á ensku og hefur verið miðlæg á þessu sviði síðan enda knýr hún lesandann til að hugsa um afstöðu sína til dýra frá mörgum sjónarhornum og einnig um skyldur sínar og lífgildi eins og kærleika og samkennd.
Texti J.M. Coetzee …
Athugasemdir