Það þarf ekkert að orðlengja það: Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason er geysifróðlegt og oft magnað yfirlit yfir skelfilegan tíma í sögu Íslands. Frásögnin er einkar aðgengileg og textinn mjög lipur, í jákvæðustu merkingu þess orðs. Þótt lýst sé miklum hörmungum og dauða, þá er bókin nefnilega skemmtileg aflestrar – ég leyfi mér að segja það. Og það er sannarlega mikill fengur að bókinni því spænska veikin hefur alltof lengi legið eins og milli stafs og hurðar í sögulegri vitund okkar.
Og reyndar ekki bara okkar Íslendinga, því eins og Gunnar Þór segir frá í bókinni hefur furðu lítið verið um hana fjallað í sagnfræði Vesturlanda yfirleitt.
En nú gerir hann þessa fínu og löngu tímabæru bragarbót þar á. Hér er lýst gangi veikinnar, baráttunni gegn henni …
Athugasemdir