Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfandi héraðsdómari ávarpaði fund Sjálfstæðisfélags

Arn­ar Þór Jóns­son hér­aðs­dóm­ari hélt ræðu á fundi fé­lags sjálf­stæð­is­manna, en fátítt er að starf­andi dóm­ar­ar komi ná­lægt stjórn­mála­starfi. Siða­regl­ur segja virka stjórn­mála­bar­áttu ósam­rýman­lega starfi dóm­ara. Fé­lag­ið vill að Ís­land end­ur­heimti „gæði lands­ins til af­nota fyr­ir lands­menn eina“.

Starfandi héraðsdómari ávarpaði fund Sjálfstæðisfélags
Arnar Þór Jónsson Dómarinn hefur skrifað fjölda greina í dagblöð undanfarin ár, meðal annars um þriðja orkupakkann. Mynd: Johanna Vigdis Gudmundsdottir

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari flutti ræðu á fundi Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær, 1. desember. Fátítt er að dómarar komi fram með slíkum hætti á vettvangi stjórnmálaflokka og kann það að stangast á við siðareglur Dómarafélags Íslands.

Arnar Þór hefur verið gagnrýninn á innleiðingu þriðja orkupakkans og fjallaði fyrirlestur hans um EES-samstarfið. „Er það forsvaranlegt að þjóð sem vill kallast sjálfstæð forðist að taka ábyrgð á eigin málum, forðist lýðræðislegar undirstöður og jafnvel afsali sér frelsi sínu og sjálfsákvörðunarrétti?“ spurði hann fundarmenn.

Ræddi hann í framhaldinu hugmyndir sínar um EES-samninginn og sagði hreintrúarstefnu ríkja um hann. „Ef lög styðjast ekki við lýðræðislegan grunn, hvað eru þau þá? Mætti segja að þau séu bara valdatæki? Hverjir halda um þá stjórnartauma? Hverjir beita þeim valdatækjum? Hvernig mun almenningur umgangast lög sem þannig verða til í bráð og lengd? Hlýtur almenningur ekki á einhverjum tímapunkti að rísa gegn slíkum lögum, ég meina, kennir sagan okkur ekki það?“

Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál var stofnað á fullveldisdaginn 2019 og var Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kjörinn formaður. Tvö ófrávíkjanleg aðalstefnumál félagsins eru „að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“ og „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“

Lýsti einn stofnanda þess því að óánægja væri með það innan Sjálfstæðisflokksins hversu lítið vægi fullveldismál hefðu innan flokksins og að hann tapaði fylgi til Miðflokksins. Félagið fékk strax gagnrýni fyrir myndmál auglýsingar vegna stofnfundarins sem sagt var fasískt og byggja á merkjum sem nasistahreyfingar hafa notað. 

Styður „jákvæða þjóðhyggju“

Arnar Þór hefur skrifað fjölda greina opinberlega undanfarin ár. Í grein í hausthefti Þjóðmála fyrir skemmstu, sem ber titilinn „Sjálfstæðisbaráttan nýja“, skrifar hann um EES-samninginn meðal annars í samhengi við þriðja orkupakkann. Byggði ræða hans á fundinum að hluta til á greininni.

„Ef Íslendingar vilja vera sjálfstæð þjóð verðum við að taka ábyrgð á okkur sjálfum,“ skrifar Arnar Þór. „Í því felst að við þurfum að hafa kjark til að marka okkar eigin stefnu, í stað þess að taka stöðugt við fyrirmælum að utan frá stofnunum sem enginn hefur kosið til slíkra valda og svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart Íslendingum. Ef þetta samband milli kjósenda og valdsins er rofið er vart annars að vænta en að Íslendingar muni fyrr en síðar gjalda þess á eigin skinni.“

„Vísbendingar eru um að íslensk stjórnmál séu nú um stundir á eyðimerkurgöngu“

Í greininni segir hann stöðugt lélegra mannval vera á Alþingi, þjóðarhagsmunum kastað út um gluggann og sótt að  fullveldishugmyndum frá hægri og vinstri. Leggur hann í kjölfarið fram hugmyndir um skref til framfara, til dæmist að minnka umsvif ríkisins og auka hlut frjálsra félagasamtaka. „Vísbendingar eru um að íslensk stjórnmál séu nú um stundir á eyðimerkurgöngu,“ skrifar hann.

„Íslensk þjóðarvitund sem sameinar fólk til varnar landinu, tungumálinu, menningu okkar og sögu á fullan rétt á sér undir merkjum jákvæðrar þjóðhyggju, sem lifir rétt eins og smáblómið í þjóðsöngnum í auðmýkt og þakklæti, meðvituð um veikleika sinn, forgengileika og það kraftaverk að við skulum vera til og lifa,“ skrifar Arnar Þór loks í samantekt sinni.

Kann að stangast á við siðareglur

Arnar Þór blandaði sér með afgerandi hætti í umræðuna um þriðja orkupakkann í fyrra og tók eindregna afstöðu gegn innleiðingu hans. Óvenjulegt er að dómarar blandi sér með jafn áberandi hætti í pólitísk deilumál. Í siðareglum dómara sem samþykktar voru á aðalfundi Dómarafélags Íslands þann 24. nóvember 2017 kemur fram að dómurum beri að hegða sér þannig að sem minnstar líkur séu á að þeir verði að víkja sæti í dómsmáli vegna vanhæfis.

„Dómarar skulu því ávallt gæta varkárni í opinberri umfjöllun“

Þá skuli þeir forðast orð og athafnir sem geti orðið til þess að óhlutdrægni þeirra verði dregin í efa. Þá skulu þeir gæta að þátttöku í ýmsum félögum sem hafa yfirlýst pólitísk markmið. „Sú ábyrgð sem fylgir starfi dómara takmarkar að einhverju marki frelsi þeirra til samfélagslegrar þátttöku og tjáningar og gerir ríkari kröfur til háttsemi en almennt eru gerðar til annarra,“ segir í 4. gr. siðareglnanna. „Dómarar skulu því ávallt gæta varkárni í opinberri umfjöllun, þar á meðal á samfélagsmiðlum, um umdeild eða viðkvæm málefni. Þá skulu dómarar gæta að því að virk þátttaka í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi er ósamrýmanleg starfi dómara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár