Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfandi héraðsdómari ávarpaði fund Sjálfstæðisfélags

Arn­ar Þór Jóns­son hér­aðs­dóm­ari hélt ræðu á fundi fé­lags sjálf­stæð­is­manna, en fátítt er að starf­andi dóm­ar­ar komi ná­lægt stjórn­mála­starfi. Siða­regl­ur segja virka stjórn­mála­bar­áttu ósam­rýman­lega starfi dóm­ara. Fé­lag­ið vill að Ís­land end­ur­heimti „gæði lands­ins til af­nota fyr­ir lands­menn eina“.

Starfandi héraðsdómari ávarpaði fund Sjálfstæðisfélags
Arnar Þór Jónsson Dómarinn hefur skrifað fjölda greina í dagblöð undanfarin ár, meðal annars um þriðja orkupakkann. Mynd: Johanna Vigdis Gudmundsdottir

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari flutti ræðu á fundi Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær, 1. desember. Fátítt er að dómarar komi fram með slíkum hætti á vettvangi stjórnmálaflokka og kann það að stangast á við siðareglur Dómarafélags Íslands.

Arnar Þór hefur verið gagnrýninn á innleiðingu þriðja orkupakkans og fjallaði fyrirlestur hans um EES-samstarfið. „Er það forsvaranlegt að þjóð sem vill kallast sjálfstæð forðist að taka ábyrgð á eigin málum, forðist lýðræðislegar undirstöður og jafnvel afsali sér frelsi sínu og sjálfsákvörðunarrétti?“ spurði hann fundarmenn.

Ræddi hann í framhaldinu hugmyndir sínar um EES-samninginn og sagði hreintrúarstefnu ríkja um hann. „Ef lög styðjast ekki við lýðræðislegan grunn, hvað eru þau þá? Mætti segja að þau séu bara valdatæki? Hverjir halda um þá stjórnartauma? Hverjir beita þeim valdatækjum? Hvernig mun almenningur umgangast lög sem þannig verða til í bráð og lengd? Hlýtur almenningur ekki á einhverjum tímapunkti að rísa gegn slíkum lögum, ég meina, kennir sagan okkur ekki það?“

Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál var stofnað á fullveldisdaginn 2019 og var Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kjörinn formaður. Tvö ófrávíkjanleg aðalstefnumál félagsins eru „að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“ og „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“

Lýsti einn stofnanda þess því að óánægja væri með það innan Sjálfstæðisflokksins hversu lítið vægi fullveldismál hefðu innan flokksins og að hann tapaði fylgi til Miðflokksins. Félagið fékk strax gagnrýni fyrir myndmál auglýsingar vegna stofnfundarins sem sagt var fasískt og byggja á merkjum sem nasistahreyfingar hafa notað. 

Styður „jákvæða þjóðhyggju“

Arnar Þór hefur skrifað fjölda greina opinberlega undanfarin ár. Í grein í hausthefti Þjóðmála fyrir skemmstu, sem ber titilinn „Sjálfstæðisbaráttan nýja“, skrifar hann um EES-samninginn meðal annars í samhengi við þriðja orkupakkann. Byggði ræða hans á fundinum að hluta til á greininni.

„Ef Íslendingar vilja vera sjálfstæð þjóð verðum við að taka ábyrgð á okkur sjálfum,“ skrifar Arnar Þór. „Í því felst að við þurfum að hafa kjark til að marka okkar eigin stefnu, í stað þess að taka stöðugt við fyrirmælum að utan frá stofnunum sem enginn hefur kosið til slíkra valda og svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart Íslendingum. Ef þetta samband milli kjósenda og valdsins er rofið er vart annars að vænta en að Íslendingar muni fyrr en síðar gjalda þess á eigin skinni.“

„Vísbendingar eru um að íslensk stjórnmál séu nú um stundir á eyðimerkurgöngu“

Í greininni segir hann stöðugt lélegra mannval vera á Alþingi, þjóðarhagsmunum kastað út um gluggann og sótt að  fullveldishugmyndum frá hægri og vinstri. Leggur hann í kjölfarið fram hugmyndir um skref til framfara, til dæmist að minnka umsvif ríkisins og auka hlut frjálsra félagasamtaka. „Vísbendingar eru um að íslensk stjórnmál séu nú um stundir á eyðimerkurgöngu,“ skrifar hann.

„Íslensk þjóðarvitund sem sameinar fólk til varnar landinu, tungumálinu, menningu okkar og sögu á fullan rétt á sér undir merkjum jákvæðrar þjóðhyggju, sem lifir rétt eins og smáblómið í þjóðsöngnum í auðmýkt og þakklæti, meðvituð um veikleika sinn, forgengileika og það kraftaverk að við skulum vera til og lifa,“ skrifar Arnar Þór loks í samantekt sinni.

Kann að stangast á við siðareglur

Arnar Þór blandaði sér með afgerandi hætti í umræðuna um þriðja orkupakkann í fyrra og tók eindregna afstöðu gegn innleiðingu hans. Óvenjulegt er að dómarar blandi sér með jafn áberandi hætti í pólitísk deilumál. Í siðareglum dómara sem samþykktar voru á aðalfundi Dómarafélags Íslands þann 24. nóvember 2017 kemur fram að dómurum beri að hegða sér þannig að sem minnstar líkur séu á að þeir verði að víkja sæti í dómsmáli vegna vanhæfis.

„Dómarar skulu því ávallt gæta varkárni í opinberri umfjöllun“

Þá skuli þeir forðast orð og athafnir sem geti orðið til þess að óhlutdrægni þeirra verði dregin í efa. Þá skulu þeir gæta að þátttöku í ýmsum félögum sem hafa yfirlýst pólitísk markmið. „Sú ábyrgð sem fylgir starfi dómara takmarkar að einhverju marki frelsi þeirra til samfélagslegrar þátttöku og tjáningar og gerir ríkari kröfur til háttsemi en almennt eru gerðar til annarra,“ segir í 4. gr. siðareglnanna. „Dómarar skulu því ávallt gæta varkárni í opinberri umfjöllun, þar á meðal á samfélagsmiðlum, um umdeild eða viðkvæm málefni. Þá skulu dómarar gæta að því að virk þátttaka í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi er ósamrýmanleg starfi dómara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár