Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill hækka sókn­ar­gjöld á mann til trú­fé­laga um tæp 11 pró­sent mið­að við fyrra ár.

Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir
Óli Björn Kárason Óli Björn er formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en meirihlutinn vill hækka framlög til trúfélaga. Mynd: xd.is

Sóknargjöld til trúfélaga hækka um 280 milljónir króna miðað við upphaflegt fjárlagafrumvarp verði breytingar sem meirihluti efnhags- og viðskiptanefndar leggur til samþykktar. Hækka þannig sóknargjöld um 100 krónur á mánuði fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri árið 2021, úr 980 krónur í 1.080 krónur, eða um tæp 11 prósent miðað við fyrra ár.

Meirihlutann skipa Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokki.

Hækkunin sem upphaflega átti að vera 5 krónur á einstakling, úr 975 krónum í 980 krónur, þykir ekki nógu mikil að mati meirihlutans þar sem í umsögnum sem bárust nefndinni hafi komið fram sjónarmið um að hækkunin væri ekki nægileg miðað við meginreglu laga um sóknargjöld. Þjóðkirkjan og Sóknasamband Íslands sendu inn umsagnir þar sem rök voru færð fyrir því að gjaldið ætti nú að standa í 1.815 krónum.

Félagið Vantrú, sem beitir sér gegn áhrifum skipulagðra trúarbragða í samfélaginu, mótmælir þessari hækkun á meðan skorið er niður í mikilvægum málaflokkum. „Trúfélög ættu auðvitað helst að vera rekin án aðkomu ríkisins, en á meðan settar eru aðhaldskröfur á heilbrigðisstofnanir er skammarlegt að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga,“ segir í tilkynningu. „Það er ömurlegt að þingmenn á borð við Willum Þór Þórsson fullyrði í fjölmiðlum að á næsta ári verið bara skorið niður um 400 milljónir hjá Landsspítalanum á meðan það er hægt að gefa Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum árlega 280 milljónir til viðbótar.

Það er einnig ótrúlegt að fulltrúi VG í nefndinni, Ólafur Þór Gunnarsson, sem er læknir, telji það eðlilegt að hækka framlög ríkisins til reksturs trúfélaga um leið og framlög ríkisins til reksturs heilbrigðiskerfisins eru skorin niður. Í könnunum sem hafa verið gerðar um forgangsröðun fjármála ríkisins setja landsmenn heilbrigðismál í fyrsta sæti og trúmál í neðsta. Við vonum innilega að þessi tillaga nefndarmanna verði felld á Alþingi enda örugglega í engu samræmi við vilja þjóðarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár