***
Fyrri aðalspurning:
Skjáskotið hér að ofan er úr íslenskri kvikmynd. Hvað heitir hún?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða styrjöld kom hershöfðinginn Robert E. Lee við sögu?
2. Hvaða fyrirbæri var Pangea (stundum skrifað Pangaea)?
3. Hvaða land er umlukt Pýreneafjöllum?
4. Hvaða forsætisráðherra Íslands hafði áður verið lögreglustjóri?
5. Hver skrifaði skáldsöguna Don Kíkóta?
6. Hver færði Gyðingum boðorðin tíu frá guði?
7. Í hvaða hafi er eyjan Sri Lanka?
8. Hver söng lagið All Out of Luck?
9. Hvaða ríki sendi af stað Flotann ósigrandi?
10. Hvað var upprunalegt ættarnafn Hillary Clinton?
***
Seinni aðalspurning:
Winston Churchill átti marga vini. Hér sést hann árið 1928 með góðri vinkonu sinni, sem hann átti vel að merkja ekki í ástarsambandi við, en vinátta þeirra var bara traust og býsna innileg. Þessi dökkklædda kona var sannarlega ekki í neinu stjórnmálavafstri, heldur lét hún að sér kveða á allt öðru sviði – en þar þótti hún vera einhver sú allra fremsta í heiminum mestalla 20. öldina og gilti þá einu hvort um var að ræða karla eða konur. Hver er konan á myndinni?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Bandaríska borgarastríðinu, þrælastríðinu eins og það er stundum kallað.
2. Fyrir óratíma voru allar heimsálfur heimsins samþjappaðar í eina risaheimsálfu. Hana köllum við Pangeu.
3. Andorra.
4. Hermann Jónasson.
5. Cervantes.
6. Móses.
7. Indlandshafi.
8. Selma Björnsdóttir.
9. Spánverjar.
10. Rodham.
***
Svör við aukaspurningum:
Fyrri: Kvikmyndin heitir Agnes Joy.
Seinni: Konan er Coco Chanel, fata- og ilmvatnshönnuður.
***
Athugasemdir