Hér er hún, þrautin frá í gær.
***
Þessi þraut snýst um sama efnið, þar sem númer hennar endar á núlli. Að þessu sinni eru allar spurningarnar um skáldssögur og skáldsagnahöfunda?
Fyrri aukaspurningin er þessi:
Hver er skáldsagnahöfundurinn, sem sést á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver gaf út fyrstu skáldsögu sína árið 1987: Kaldaljós?
2. Hver birti skáldsöguna Glæp og refsingu árið 1866?
3. Hver skrifaði skáldsöguna Heimsljós?
4. Hver gaf út árið 2012 skáldsögu er nefnist Undantekningin?
5. Hver gaf út árið 1957 skáldsöguna Með ástarkveðju frá Rússlandi?
6. Þrjár enskar systur létu að sér kveða í bókmenntum á fyrri hluta 19. aldar og gáfu út skáldsögur eins og Jane Eyre, Fýkur yfir hæðir og Leigjandinn á Villifelli. Systurnar hétu Charlotte, Emily og Anne ... hvað?
7. Hver skrifaði skáldsögur á borð við Halastjörnuna, Örlaganóttina og Pípuhatt galdrakarlsins?
8. Hver gaf út skáldsöguna Töfrafjallið árið 1924?
9. Hver gaf út skáldsöguna Mávahlátur árið 1995?
10. Hver gaf út fyrstu skáldsögu sína árið 1981 og kallaði Þetta eru asnar Guðjón?
***
Aukaspurning, sú hin seinni:
Konan hér að neðan fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1993. Hún var bandarísk og hennar frægasta bók, Ástkær, kom út á íslensku 1987. Hvað hét þessi höfundur?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Vigdís Grímsdóttir.
2. Dostoévskí.
3. Halldór Laxness.
4. Auður Ava Ólafsdóttir.
5. Ian Fleming.
6. Brontë.
7. Tove Jansson.
8. Mann.
9. Kristín Marja Baldursdóttir.
10. Einar Kárason.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Leo Tolstoj.
Á neðri myndinni er Toni Morrison.
***
Og aftur dúkkar hér upp hlekkur á þrautina frá í gær, ekki gleyma henni.
Athugasemdir