Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

220. spurningaþraut: Skáldsögur og skáldsagnahöfundar

220. spurningaþraut: Skáldsögur og skáldsagnahöfundar

Hér er hún, þrautin frá í gær.

***

Þessi þraut snýst um sama efnið, þar sem númer hennar endar á núlli. Að þessu sinni eru allar spurningarnar um skáldssögur og skáldsagnahöfunda?

Fyrri aukaspurningin er þessi:

Hver er skáldsagnahöfundurinn, sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver gaf út fyrstu skáldsögu sína árið 1987: Kaldaljós?

2.   Hver birti skáldsöguna Glæp og refsingu árið 1866?

3.   Hver skrifaði skáldsöguna Heimsljós?

4.   Hver gaf út árið 2012 skáldsögu er nefnist Undantekningin?

5.   Hver gaf út árið 1957 skáldsöguna Með ástarkveðju frá Rússlandi?

6.   Þrjár enskar systur létu að sér kveða í bókmenntum á fyrri hluta 19. aldar og gáfu út skáldsögur eins og Jane Eyre, Fýkur yfir hæðir og Leigjandinn á Villifelli. Systurnar hétu Charlotte, Emily og Anne ... hvað?

7.   Hver skrifaði skáldsögur á borð við Halastjörnuna, Örlaganóttina og Pípuhatt galdrakarlsins?

8.   Hver gaf út skáldsöguna Töfrafjallið árið 1924?

9.   Hver gaf út skáldsöguna Mávahlátur árið 1995?

10.   Hver gaf út fyrstu skáldsögu sína árið 1981 og kallaði Þetta eru asnar Guðjón?

***

Aukaspurning, sú hin seinni:

Konan hér að neðan fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1993. Hún var bandarísk og hennar frægasta bók, Ástkær, kom út á íslensku 1987. Hvað hét þessi höfundur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Vigdís Grímsdóttir.

2.   Dostoévskí.

3.   Halldór Laxness.

4.   Auður Ava Ólafsdóttir.

5.   Ian Fleming.

6.   Brontë.

7.   Tove Jansson.

8.   Mann.

9.   Kristín Marja Baldursdóttir.

10.   Einar Kárason.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Leo Tolstoj.

Á neðri myndinni er Toni Morrison.

***

Og aftur dúkkar hér upp hlekkur á þrautina frá í gær, ekki gleyma henni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár