IPS-hugmyndafræðin hefur breytt nálgun Landspítalans á endurhæfingu ungs fólks með geðsjúkdóma. Nanna Briem, forstöðumaður meðferðarsviðs Landspítalans, var ítrekað að rekast á umfjöllun um IPS-hugmyndafræðina þegar hún var að lesa sér til um endurhæfingu og úrræði, enda miklar rannsóknir sem liggja að baki verkefninu, sem sýna fram á árangur. Þar með var áhugi Nönnu vakinn, enda var hún með hóp í höndunum sem fann sig ekki í þeim úrræðum sem voru til staðar.
„Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka er lítil ef ekkert er að gert,“ útskýrir Nanna. „Fram til þessa hefur áhersla verið lögð á starfsþjálfun á vernduðum vinnustað eða námskeið, sem getur aukið virkni en er ekki að skila fólki aftur út á atvinnumarkað.“ IPS gerir það. Sýnt hefur verið fram á að þegar unnið er út frá hugmyndafræðinni aukast líkurnar á að fólk endist í starfi frekar en þegar hefðbundinni starfsendurhæfingu er beitt. Í …
Athugasemdir