Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Það má aldrei gefast upp á fólki“

Nanna Briem, for­stöðu­mað­ur með­ferð­ar­sviðs Land­spít­ala, rakst ít­rek­að á um­fjöll­un um nýja nálg­un í starf­send­ur­hæf­ingu og áhugi henn­ar var vak­inn. Hún ósk­aði eft­ir sam­starfi við VIRK því eng­in úr­ræði voru til stað­ar sem voru að virka fyr­ir ungt fólk með al­var­lega geð­sjúk­dóma. Val­ur Bjarna­son og Hlyn­ur Jónas­son tóku þátt í inn­leið­ing­unni. Ár­ang­ur­inn hef­ur breytt allri end­ur­hæf­ingu á spít­al­an­um, þar sem nú er ein­blínt meira á styrk­leika fólks en veik­leika.

„Það má aldrei gefast upp á fólki“
Hjálpa fólki aftur út í samfélagið Valur, til vinstri, og Hlynur, til hægri, tóku þátt í innleiðingu hugmyndafræðinnar á Laugarási og studdu Alex þegar hann hóf störf í Borgarleikhúsinu. Báðir hafa þeir fært sig um set og vinna nú eftir sömu hugmyndafræði til að styðja aðra hópa aftur út í samfélagið. Mynd: Heiða Helgadóttir

IPS-hugmyndafræðin hefur breytt nálgun Landspítalans á endurhæfingu ungs fólks með geðsjúkdóma. Nanna Briem, forstöðumaður meðferðarsviðs Landspítalans, var ítrekað að rekast á umfjöllun um IPS-hugmyndafræðina þegar hún var að lesa sér til um endurhæfingu og úrræði, enda miklar rannsóknir sem liggja að baki verkefninu, sem sýna fram á árangur. Þar með var áhugi Nönnu vakinn, enda var hún með hóp í höndunum sem fann sig ekki í þeim úrræðum sem voru til staðar. 

„Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka er lítil ef ekkert er að gert,“ útskýrir Nanna. „Fram til þessa hefur áhersla verið lögð á starfsþjálfun á vernduðum vinnustað eða námskeið, sem getur aukið virkni en er ekki að skila fólki aftur út á atvinnumarkað.“ IPS gerir það. Sýnt hefur verið fram á að þegar unnið er út frá hugmyndafræðinni aukast líkurnar á að fólk endist í starfi frekar en þegar hefðbundinni starfsendurhæfingu er beitt. Í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár